Innlent

Námslánin eru að sliga háskólamenn

kolbeinn óttarsson proppé skrifar
Átján aðildarfélög Bandalags háskólamanna (BHM) hafa boðað til verkfalls eftir páska. Aðalkrafa BHM er að menntun verði metin til launa. Í launakönnun félagsins kemur fram að rúm 34 prósent félagsmanna skulda fimm milljónir eða meira í námslán.

Um 11 þúsund manns eru félagar í BHM, en félagið hefur bent á að sé tillit tekið til afborgana af námslánum sé kaupmáttur háskólamenntaðra minni en annarra. Þriggja vikna laun dæmigerðs félaga í BHM fara í endurgreiðslur námslána á hverju ári.

Í skýrslu Ríkisendurskoðunar til Alþingis, frá árinu 2011, koma fram áhyggjur af því að ríkið muni eiga í erfiðleikum í framtíðinni með að laða til sín hæft fólk.

„Ríkið þarf að gera sér grein fyrir hvers konar atvinnurekandi það vill vera og hvernig það geti laðað til sín ungt og hæft starfsfólk og haldið því,“ segir í skýrslunni.

Kjarasamningar margra aðildarfélaga BSRB verða lausir í næsta mánuði. Aðildarfélög BSRB eru 25 og fjöldi félagsmanna tæplega 22 þúsund. Ef samningar ganga illa gæti sú staða því komið upp að yfir 160 þúsund af þeim 186 þúsund launþegum sem eru á vinnumarkaði yrðu samningslausir á næstu vikum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×