Tugir létu lífið í flóttamannabúðum Guðsteinn Bjarnason og Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifa 31. mars 2015 08:15 Íbúar höfuðborgarinnar Sana efndu til mótmæla í gær gegn loftárásum Sádi-Araba. fréttablaðið/EPA Að minnsta kosti 45 almennir borgarar fórust í flóttamannabúðum Sameinuðu þjóðanna í Jemen í gær þegar loftárás var gerð á búðirnar. Tugir til viðbótar særðust, þar af 25 alvarlega. Sádi-Arabía hefur haft forystu um loftárásir á svæði, sem uppreisnarmenn húta hafa haft á valdi sínu. Fleiri nágrannaríki hafa tekið þátt í loftárásunum, sem gerðar hafa verið daglega síðan á fimmtudag. Óttast er að loftárásirnar geti jafnvel orðið upphafið að styrjöld milli Sádi-Arabíu og Írans, þar sem Íranar hafa veitt uppreisnarhópi húta stuðning gegn stjórninni í Sana. Hútar hafa einnig haft stuðning frá hermönnum hliðhollum Ali Abdúllah Saleh, fyrrverandi forseta landsins, en hann hrökklaðist frá völdum árið 2012 eftir hatrömm mótmæli. Hann hefur kallað eftir vopnahléi á milli stríðandi fylkinga. Átök hafa stigmagnast á svæðinu síðustu daga og svo virðist sem hútar sæki fast í átt að landamærum Sádi-Arabíu. Hart var barist í og við hafnarborgina Aden í Jemen í fyrradag og í fyrrinótt þar sem uppreisnarsveitir húta reyndu að ráðast inn í borgina norðanverða. Al Mazrak-flóttamannabúðirnar eru í Hajja-héraði. Þær hafa síðan árið 2009 hýst Jemena á flótta vegna átaka á milli húta og stjórnarinnar í Sana. Fjöldi manna hefur hrakist á vergang vegna árásanna og að sögn Paolo Marco, talsmanns samtakanna Lækna án landamæra sem hafa séð þar um heilbrigðisþjónustu, bættust um fimm hundruð fjölskyldur í hóp flóttamanna síðustu tvo daga. „Fólkið í Al Mazraq-flóttamannabúðunum hefur búið við skelfilegar aðstæður síðan 2009 og nú þarf það að þola afleiðingar loftárásar,“ sagði Paolo í viðtali við Aljazeera-fréttastöðina. Myndskeið hafa sést af vettvangi og sýna þau lík barna og kvenna. Óttast er að straumur flóttamanna muni áfram aukast haldi loftárásirnar áfram. Erlendir ríkisborgarar flýja Jemen, þúsundir Pakistana og Indverja voru fluttar til síns heima í gær og á þriðja hundrað starfsmanna Sameinuðu þjóðanna og sendiráða voru flutt úr landi á laugardaginn var. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fleiri fréttir Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Sjá meira
Að minnsta kosti 45 almennir borgarar fórust í flóttamannabúðum Sameinuðu þjóðanna í Jemen í gær þegar loftárás var gerð á búðirnar. Tugir til viðbótar særðust, þar af 25 alvarlega. Sádi-Arabía hefur haft forystu um loftárásir á svæði, sem uppreisnarmenn húta hafa haft á valdi sínu. Fleiri nágrannaríki hafa tekið þátt í loftárásunum, sem gerðar hafa verið daglega síðan á fimmtudag. Óttast er að loftárásirnar geti jafnvel orðið upphafið að styrjöld milli Sádi-Arabíu og Írans, þar sem Íranar hafa veitt uppreisnarhópi húta stuðning gegn stjórninni í Sana. Hútar hafa einnig haft stuðning frá hermönnum hliðhollum Ali Abdúllah Saleh, fyrrverandi forseta landsins, en hann hrökklaðist frá völdum árið 2012 eftir hatrömm mótmæli. Hann hefur kallað eftir vopnahléi á milli stríðandi fylkinga. Átök hafa stigmagnast á svæðinu síðustu daga og svo virðist sem hútar sæki fast í átt að landamærum Sádi-Arabíu. Hart var barist í og við hafnarborgina Aden í Jemen í fyrradag og í fyrrinótt þar sem uppreisnarsveitir húta reyndu að ráðast inn í borgina norðanverða. Al Mazrak-flóttamannabúðirnar eru í Hajja-héraði. Þær hafa síðan árið 2009 hýst Jemena á flótta vegna átaka á milli húta og stjórnarinnar í Sana. Fjöldi manna hefur hrakist á vergang vegna árásanna og að sögn Paolo Marco, talsmanns samtakanna Lækna án landamæra sem hafa séð þar um heilbrigðisþjónustu, bættust um fimm hundruð fjölskyldur í hóp flóttamanna síðustu tvo daga. „Fólkið í Al Mazraq-flóttamannabúðunum hefur búið við skelfilegar aðstæður síðan 2009 og nú þarf það að þola afleiðingar loftárásar,“ sagði Paolo í viðtali við Aljazeera-fréttastöðina. Myndskeið hafa sést af vettvangi og sýna þau lík barna og kvenna. Óttast er að straumur flóttamanna muni áfram aukast haldi loftárásirnar áfram. Erlendir ríkisborgarar flýja Jemen, þúsundir Pakistana og Indverja voru fluttar til síns heima í gær og á þriðja hundrað starfsmanna Sameinuðu þjóðanna og sendiráða voru flutt úr landi á laugardaginn var.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fleiri fréttir Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Sjá meira