Helgi segir ríkja lýðræðiskrísu Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 2. apríl 2015 09:00 Helgi Hrafn Gunnarsson segir lítið traust á Alþingi merki um djúpstæðan vanda og vonar að fylgisaukning við Pírata merki að fólk vilji lýðræðisumbætur. Vísir/Þórður Sveinsson Töluverðar breytingar eru á fylgi flokka milli mánaða en Píratar auka fylgi sitt um rösklega sex prósentustig, en nær 22 prósent þeirra sem tóku afstöðu segjast myndu kjósa Pírata færu kosningar til Alþingis fram í dag. Þetta kemur fram í nýjum Þjóðarpúlsi sem Gallup gerði á landsvísu dagana 26. febrúar til 30. mars. Helgi Hrafn Gunnarsson pírati segist vona að það séu áherslur flokksins á lýðræðisumbætur sem skili þeim fylgisaukningunni. „Ég held og vona að það séu áherslur okkar á lýðræðisumbætur sem leika stórt hlutverk. Það er lýðræðiskrísa á Íslandi þegar jafn fáir og raun ber vitni treysta Alþingi. Það er mjög alvarlegt mál og þetta gengur ekki til lengdar. Fólk er fljótt að kenna einhverju um, málþófi og spillingu til dæmis, en ég tel vandann djúpstæðari. Þetta er kerfið sjálft sem við vinnum eftir og þess vegna er það að mínu mati mjög mikilvægt að ráðast í lýðræðisumbætur og endurvekja umræðu um stjórnarskrána.“ Fylgi Bjartrar framtíðar minnkar um ríflega tvö prósentustig milli mánaða en nær 11 prósent segjast myndu kjósa flokkinn nú. Fylgi Framsóknarflokksins stendur í stað en fylgi annarra flokka minnkar um 1,1-1,3 prósentustig milli mánaða. Fjórðungur segist myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn, næstum 16 prósent Samfylkinguna, nær 11 prósent Framsóknarflokkinn, liðlega 10 prósent Vinstrihreyfinguna – grænt framboð. Alþingi Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Fleiri fréttir Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Sjá meira
Töluverðar breytingar eru á fylgi flokka milli mánaða en Píratar auka fylgi sitt um rösklega sex prósentustig, en nær 22 prósent þeirra sem tóku afstöðu segjast myndu kjósa Pírata færu kosningar til Alþingis fram í dag. Þetta kemur fram í nýjum Þjóðarpúlsi sem Gallup gerði á landsvísu dagana 26. febrúar til 30. mars. Helgi Hrafn Gunnarsson pírati segist vona að það séu áherslur flokksins á lýðræðisumbætur sem skili þeim fylgisaukningunni. „Ég held og vona að það séu áherslur okkar á lýðræðisumbætur sem leika stórt hlutverk. Það er lýðræðiskrísa á Íslandi þegar jafn fáir og raun ber vitni treysta Alþingi. Það er mjög alvarlegt mál og þetta gengur ekki til lengdar. Fólk er fljótt að kenna einhverju um, málþófi og spillingu til dæmis, en ég tel vandann djúpstæðari. Þetta er kerfið sjálft sem við vinnum eftir og þess vegna er það að mínu mati mjög mikilvægt að ráðast í lýðræðisumbætur og endurvekja umræðu um stjórnarskrána.“ Fylgi Bjartrar framtíðar minnkar um ríflega tvö prósentustig milli mánaða en nær 11 prósent segjast myndu kjósa flokkinn nú. Fylgi Framsóknarflokksins stendur í stað en fylgi annarra flokka minnkar um 1,1-1,3 prósentustig milli mánaða. Fjórðungur segist myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn, næstum 16 prósent Samfylkinguna, nær 11 prósent Framsóknarflokkinn, liðlega 10 prósent Vinstrihreyfinguna – grænt framboð.
Alþingi Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Fleiri fréttir Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Sjá meira