Lífið

Í skýjunum með viðtökurnar

Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar
Máni Orrason á framtíðina svo sannarlega fyrir sér.
Máni Orrason á framtíðina svo sannarlega fyrir sér.
„Ég er bara alveg í skýjunum. Ég einhvern veginn bjóst aldrei við þessum viðtökum,“ segir tónlistarmaðurinn Máni Orrason.

Þann 10. apríl gefur hann út sína fyrstu plötu, Repeating Patterns.

Í tilefni af því heldur hann hlustunarpartí á Kexi hosteli þann 8. apríl. Máni, sem er nýorðinn sautján ára, byrjaði að taka upp tónlist heima hjá sér í lok árs 2013.



„Ég var aðallega bara að æfa mig fyrst. Þetta er búið að vera langt ferli, þar sem ég tók þetta upp á meðan ég var í skóla,“ segir Máni, sem er búsettur á Spáni.

Platan var að mestu leyti tekin upp heima hjá honum á Spáni, en einnig í Stúdíói Sýrlandi hér heima. Máni, sem tilnefndur var sem bjartasta vonin á Hlustendaverðlaununum, hefur fengið einhverjar fyrirspurnir og tilboð að utan.

„Það er alveg áhugi, en ekkert sem ég get staðfest enn.“ Máni mun einnig spila á tónlistarhátíðinni Secret Solstice sem haldin verður í júní. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×