Hundrað þúsund manns á flótta Guðsteinn Bjarnason skrifar 8. apríl 2015 07:00 Vatnsskortur er tekinn að gera vart við sig í Sana. Vísir/EPA Alvarlegur flóttamannavandi hefur skapast hratt í Jemen eftir að Sádi-Arabar og bandamenn þeirra hófu loftárásir á uppreisnarmenn þar. Að sögn UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, hafa 100 þúsund manns flúið heimili sín þennan hálfa mánuð sem liðinn er frá því árásirnar hófust. Meira en 500 manns hafa látið lífið, þar af að minnsta kosti 74 börn. Auk þess hafa að minnsta kosti 44 börn orðið fyrir limlestingum vegna árásanna. „Þetta eru tölur byggðar á hófsömu mati og UNICEF telur að heildarfjöldi látinna barna sé miklu meiri,“ segir í tilkynningu frá UNICEF. „Börn eru að gjalda óþolandi verð fyrir þessi átök,“ sagði Julien Harneis, fulltrúi UNICEF gagnvart Jemen, þar sem hann ræddi við fjölmiðla í Amman í Jórdaníu. „Það er verið að drepa þau, limlesta og hrekja þau að heiman, heilsu þeirra er stefnt í voða og skólagöngu þeirra raskað.“ Þá segir Robert Ghosen, yfirmaður Alþjóðanefndar Rauða krossins, í viðtali við breska útvarpið BBC að átökin hafi gert hafnarborgina Aden að sannkallaðri draugaborg. Uppreisnarmenn úr röðum húta berjist þar við hersveitir hliðhollar stjórn landsins, en sprengjur frá loftárásarliðinu hafi fallið í gríð og erg á uppreisnarsveitirnar. „Fólk sést hvergi, það er í felum“ hefur BBC eftir Ghosen. „Borgin er full af vopnuðu fólki úr ýmsum hópum sem eru að berjast. Þetta er stór borg en ekkert virkar.“ Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Fleiri fréttir Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Sjá meira
Alvarlegur flóttamannavandi hefur skapast hratt í Jemen eftir að Sádi-Arabar og bandamenn þeirra hófu loftárásir á uppreisnarmenn þar. Að sögn UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, hafa 100 þúsund manns flúið heimili sín þennan hálfa mánuð sem liðinn er frá því árásirnar hófust. Meira en 500 manns hafa látið lífið, þar af að minnsta kosti 74 börn. Auk þess hafa að minnsta kosti 44 börn orðið fyrir limlestingum vegna árásanna. „Þetta eru tölur byggðar á hófsömu mati og UNICEF telur að heildarfjöldi látinna barna sé miklu meiri,“ segir í tilkynningu frá UNICEF. „Börn eru að gjalda óþolandi verð fyrir þessi átök,“ sagði Julien Harneis, fulltrúi UNICEF gagnvart Jemen, þar sem hann ræddi við fjölmiðla í Amman í Jórdaníu. „Það er verið að drepa þau, limlesta og hrekja þau að heiman, heilsu þeirra er stefnt í voða og skólagöngu þeirra raskað.“ Þá segir Robert Ghosen, yfirmaður Alþjóðanefndar Rauða krossins, í viðtali við breska útvarpið BBC að átökin hafi gert hafnarborgina Aden að sannkallaðri draugaborg. Uppreisnarmenn úr röðum húta berjist þar við hersveitir hliðhollar stjórn landsins, en sprengjur frá loftárásarliðinu hafi fallið í gríð og erg á uppreisnarsveitirnar. „Fólk sést hvergi, það er í felum“ hefur BBC eftir Ghosen. „Borgin er full af vopnuðu fólki úr ýmsum hópum sem eru að berjast. Þetta er stór borg en ekkert virkar.“
Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Fleiri fréttir Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Sjá meira