Hækkun upp á 3,5 prósent dugar ekki Óli Kristján Ármannsson skrifar 9. apríl 2015 07:00 Hjá ríkissáttasemjara í gær. Guðmundur H. Guðmundsson, varaformaður samninganefndar ríkisins, rýnir í tölurnar í rauðu möppunni, og Magnús Pétursson ríkissáttasemjari (lengst til hægri) undirbýr fundinn. Fréttablaðið/Pjetur „Ég held að samninganefnd ríkisins þurfi að sækja meira umboð í sitt bakland,“ segir Páll Halldórsson, formaður BHM. Hann segir enn bera mikið í milli í deilunni og samningafundur sem fram fór hjá ríkissáttasemjara í gær hafi verið tíðindalítill. Fundurinn stóð frá hálf tvö til fjögur. „Í raun og veru hefur ekkert breyst í því að það vantar bara meira inn í þetta,“ segir Páll og kveður samninganefnd ríkisins halda sig við að bjóða ekki annað en 3,5 prósenta hækkun launa. „Og það bara dugar ekki.“ Samninganefndir BHM og ríkisins segir Páll hins vegar ætla að hittast aftur á morgun, föstudag, klukkan tíu árdegis. „Og mér finnst bara gott á meðan menn tala saman, því að öðru vísi gerist örugglega ekki neitt.“Páll Halldórsson, formaður BHM, í miðið á samningafundi í Karphúsinu við Borgartún í gærdag.Fréttablaðið/PjeturAð meðtöldum þeim fimm aðildarfélögum BHM sem hófu ótímabundið verkfall í byrjun vikunnar leggja í dag rúmlega þrjú þúsund félagsmenn samtakanna niður störf í allsherjarverkfalli. „Um mismunandi aðgerðir er að ræða allt frá því að vera verkfall part úr degi yfir í ótímabundin allsherjarverkföll,“ segir á vef BHM. Efnt hefur verið til samstöðufundar BHM-félaganna á Lækjartorgi klukkan eitt. Til stendur að afhenda ráðamönnum áskorun og halda svo til fundar í Rúgbrauðsgerðinni við Borgartún. Krafa samtakanna er að menntun sé metin til launa, en ekki hefur verið upplýst nákvæmlega hverjar kröfurnar eru. Flestir þeir sem hófu verkfall á þriðjudaginn starfa á Landspítalanum eða öðrum heilbrigðisstofnunum, en í hópnum eru geislafræðingar, lífeindafræðingar, ljósmæður og náttúrufræðingar. Þá eru líka í verkfalli lögfræðingar hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. Horfur eru á töluverðum átökum öðrum á vinnumarkaði, auk deilu BHM og ríkisins. Aðildarfélög Starfsgreinasambandsins undirbúa verkfallsaðgerðir sem gætu brostið á undir lok mánaðarins. Þar eru félagsmenn 10 til 12 þúsund talsins. Þá hafa rafiðnaðarmenn hjá RÚV boðað verkfall og stefnir í aðgerðir hjá undirverktökum sem starfa hjá Fjarðaáli, alls um 400 manns, með þessum 50 sem hjá RÚV starfa. Séu allir þessir hópar teknir saman eru líkur á að allt að 15 þúsund manns standi í verkfallsaðgerðum á næstu vikum. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
„Ég held að samninganefnd ríkisins þurfi að sækja meira umboð í sitt bakland,“ segir Páll Halldórsson, formaður BHM. Hann segir enn bera mikið í milli í deilunni og samningafundur sem fram fór hjá ríkissáttasemjara í gær hafi verið tíðindalítill. Fundurinn stóð frá hálf tvö til fjögur. „Í raun og veru hefur ekkert breyst í því að það vantar bara meira inn í þetta,“ segir Páll og kveður samninganefnd ríkisins halda sig við að bjóða ekki annað en 3,5 prósenta hækkun launa. „Og það bara dugar ekki.“ Samninganefndir BHM og ríkisins segir Páll hins vegar ætla að hittast aftur á morgun, föstudag, klukkan tíu árdegis. „Og mér finnst bara gott á meðan menn tala saman, því að öðru vísi gerist örugglega ekki neitt.“Páll Halldórsson, formaður BHM, í miðið á samningafundi í Karphúsinu við Borgartún í gærdag.Fréttablaðið/PjeturAð meðtöldum þeim fimm aðildarfélögum BHM sem hófu ótímabundið verkfall í byrjun vikunnar leggja í dag rúmlega þrjú þúsund félagsmenn samtakanna niður störf í allsherjarverkfalli. „Um mismunandi aðgerðir er að ræða allt frá því að vera verkfall part úr degi yfir í ótímabundin allsherjarverkföll,“ segir á vef BHM. Efnt hefur verið til samstöðufundar BHM-félaganna á Lækjartorgi klukkan eitt. Til stendur að afhenda ráðamönnum áskorun og halda svo til fundar í Rúgbrauðsgerðinni við Borgartún. Krafa samtakanna er að menntun sé metin til launa, en ekki hefur verið upplýst nákvæmlega hverjar kröfurnar eru. Flestir þeir sem hófu verkfall á þriðjudaginn starfa á Landspítalanum eða öðrum heilbrigðisstofnunum, en í hópnum eru geislafræðingar, lífeindafræðingar, ljósmæður og náttúrufræðingar. Þá eru líka í verkfalli lögfræðingar hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. Horfur eru á töluverðum átökum öðrum á vinnumarkaði, auk deilu BHM og ríkisins. Aðildarfélög Starfsgreinasambandsins undirbúa verkfallsaðgerðir sem gætu brostið á undir lok mánaðarins. Þar eru félagsmenn 10 til 12 þúsund talsins. Þá hafa rafiðnaðarmenn hjá RÚV boðað verkfall og stefnir í aðgerðir hjá undirverktökum sem starfa hjá Fjarðaáli, alls um 400 manns, með þessum 50 sem hjá RÚV starfa. Séu allir þessir hópar teknir saman eru líkur á að allt að 15 þúsund manns standi í verkfallsaðgerðum á næstu vikum.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira