Lífið

Steinunn syngur lög Sigfúsar

Adda Soffia Ingvarsdóttir skrifar
Steinunn stígur á svið ásamt hljómsveit í hádeginu í dag.
Steinunn stígur á svið ásamt hljómsveit í hádeginu í dag. Vísir
Steinunn Ása Þorvaldsdóttir, ætlar að sýna á sér nýja hlið í dag, þegar hún stígur á svið á hádegistónleikum í Laugarneskirkju í hádeginu í dag.

Þar mun hún syngja lög Fúsa, Sigfúsar Halldórssonar, með lítilli hljómsveit og tveimur öðrum söngkonum, þeim Hildigunni Einarsdóttur og Þórunni Elínu Pétursdóttur.

Steinunn, sem er þekktust fyrir að vera ein af sjónvarpsstjörnunum í þáttunum Með okkar augum, ætlar að gefa allan ágóða af tónleikunum til líknardeildar Landspítalans í Kópavogi.

Aðgangseyrir er 1.500 krónur og hefjast tónleikarnir klukkan 12 og standa yfir í hálftíma. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×