Lífið

Leikandi lestrarhestar

Sandra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Það er leikur að lesa í Háskólanum í Reykjavík í dag.
Það er leikur að lesa í Háskólanum í Reykjavík í dag. vísir/ernir
Orðaleikarnir verða haldnir í Háskólanum í Reykjavík í dag. Á Orðaleikunum býðst börnum og foreldrum að fara í leiki þar sem áhersla er lögð á lestur og hreyfingu. Boðið verður upp á fjölbreyttar smiðjur með mismundandi áherslum. Meðal annars Andrésarandarsmiðju þar sem börnin hitta þýðanda Andrésar-blaðanna og fá að spreyta sig á að semja texta við myndasögur um Andrés og félaga.

„Hugmyndin að Orðaleikunum kom upp í tengslum við MPM-nám í verkefnastjórnun,“ segir Björn Freyr Ingólfsson, einn aðstandenda leikanna. „Það hefur mikið verið í umræðunni að færni í lestri hjá börnum hafi farið minnkandi, við vildum vekja áhuga krakka og sýna foreldrum fjölbreyttari aðferðir við lestrarkennslu.“

Sérstakir gestir á orðaleikunum eru Ævar Þór Benediktsson, betur þekktur sem Ævar vísindamaður, og Ólafur Stefánsson, fyrrverandi atvinnumaður í handknattleik. Ævar hefur framleitt barnaefni og staðið fyrir lestrarátaki á landsvísu. Ólafur mun setja leikana en hann hefur verið að vinna að forriti fyrir börn sem er ætlað að auka gleði og skilning þeirra á námsbókum og bókmenntum.

„Við höfðum uppi á fólki sem var að beita öðruvísi aðferðum til að fá krakka til að lesa, allir tóku vel í það og voru tilbúnir til að taka þátt,“ segir Björn Freyr.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×