Uppsöfnuð þörf fyrir fjárfestingu í afþreyingu jón hákon halldórsson skrifar 15. apríl 2015 08:30 Helgi Júlíusson, sjóðsstjóri Það er uppsöfnuð þörf á uppbyggingu á afþreyingu í ferðaþjónustu, að mati Helga Júlíussonar sjóðsstjóra hjá Landsbréfum. Fjölmargir ferðaþjónustuaðilar koma á fund Landsbréfa til að kynna fjárfestingaverkefni. Rétt um tvö ár eru liðin frá því að framtakssjóðurinn Icelandic Tourism Fund I (ITF 1) hóf starfsemi sína. Sjóðurinn, sem er í rekstri Landsbréfa, fjárfestir í afþreyingartengdri ferðaþjónustu og á meðal annars hlut í Fákaseli, Ísgöngunum í Langjökli, Hvalasýningunni Whales of Iceland og Borea Adventures. ITF I er um þessar mundir að ljúka samkomulagi um fjárfestingu í verkefni austur í Fljótsdal innan við Egilsstaði sem gengur undir nafninu Óbyggðasetur Íslands. Þar verður sett upp sýning sem fjallar um óbyggðir og líf í jaðri þeirra á fyrri tímum. „Auk sýningarinnar verða í boði bæði lengri og skemmri göngu- og hestaferðir um nágrennið en þess má geta að leiðin upp úr Fljótsdalnum inn á hálendið er einstaklega falleg en fáir þekkja,“ segir Helgi.Hryggjarstykkið í Fákaseli er hestasýning sem fer fram daglega.Fleiri verkefni eru á teikniborðinu. „Við erum þessa dagana að vinna með frumkvöðlum að undirbúningi mjög metnaðarfulls verkefnis sem hugmyndin er að reisa á Hvolsvelli og gengur undir nafninu LAVA. Þetta er eldfjalla- og jarðskjálftasetur og vonandi að það verði að veruleika. Þetta er eitt af þeim verkefnum sem við erum að vinna að og erum komin hvað lengst með,“ segir Helgi. ITF I-sjóðurinn hefur nú þegar fjárfest í fjórum verkefnum. Nýlega kom hann að hlutafjáraukningu í ferðaþjónustufyrirtækinu Borea Adventures sem staðsett er á Ísafirði. Það er fyrirtæki sem gerir út á náttúruupplifun í ósnortnu umhverfi og býður aðallega þrenns konar ferðir. Það eru kajakferðir, fjallaskíðaferðir og gönguferðir, einkum í Jökulfjörðunum og á Hornströndum. „Við erum að byggja upp mjög fína aðstöðu í Jökulfjörðum sem mun styðja mjög vel við núverandi starfsemi en jafnframt skapa tækifæri til vöruþróunar,“ segir Helgi, en fyrirtækið er með afnotarétt af gömlu eyðibýli sem heitir Kvíar og nú er verið að byggja upp. Hin þrjú verkefnin sem ITF I hefur fjárfest í eru vel þekkt. Þar ber fyrst að nefna Fákasel, sem er hestatengd ferðaþjónusta í Ölfusi. Hryggjarstykkið í þeirri starfsemi er hestasýning daglega allt árið um kring en að auki er m.a. boðið upp á styttri sýningar og leiðsögn um hesthúsið. Starfsemi þar hófst í janúar 2014. Í öðru lagi er sjóðurinn stærsti hluthafinn í hvalasýningunni Whales of Iceland sem staðsett er á Grandanum í Reykjavík og var opnuð í febrúar. Í þriðja lagi stendur sjóðurinn að gerð Ísganga í Langjökli sem opnuð verða 1. júní. Helgi segist telja að það séu mikil uppbyggingartækifæri fram undan í íslenskri ferðaþjónustu. Mikið hefur áunnist í að dreifa álaginu yfir árið. Dreifingin yfir landið er hins vegar enn mjög ójöfn en í því felast líka tækifæri. „Þess vegna höfum við haft ákveðinn metnað til þess að taka þátt í uppbyggingarstarfsemi á landsbyggðinni, samanber þessi verkefni á Ísafirði og Austurlandi,“ segir Helgi. Sjóðurinn er núna rétt rúmir tveir milljarðar króna að stærð, en Helgi segir mögulegt að hann verði stækkaður. „Við erum þess fullviss að enn séu mikil tækifæri til fjárfestingar í íslenskri ferðaþjónustu sem við viljum geta nýtt okkur. Við viljum því gjarnan stækka sjóðinn og auka fjárfestingargetu hans og höfum kynnt þær hugmyndir lauslega fyrir hluthöfum í sjóðnum en munum vinna frekar að því verkefni á næstu vikum,“ segir hann. Mest lesið Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Viðskipti innlent Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Sjá meira
Það er uppsöfnuð þörf á uppbyggingu á afþreyingu í ferðaþjónustu, að mati Helga Júlíussonar sjóðsstjóra hjá Landsbréfum. Fjölmargir ferðaþjónustuaðilar koma á fund Landsbréfa til að kynna fjárfestingaverkefni. Rétt um tvö ár eru liðin frá því að framtakssjóðurinn Icelandic Tourism Fund I (ITF 1) hóf starfsemi sína. Sjóðurinn, sem er í rekstri Landsbréfa, fjárfestir í afþreyingartengdri ferðaþjónustu og á meðal annars hlut í Fákaseli, Ísgöngunum í Langjökli, Hvalasýningunni Whales of Iceland og Borea Adventures. ITF I er um þessar mundir að ljúka samkomulagi um fjárfestingu í verkefni austur í Fljótsdal innan við Egilsstaði sem gengur undir nafninu Óbyggðasetur Íslands. Þar verður sett upp sýning sem fjallar um óbyggðir og líf í jaðri þeirra á fyrri tímum. „Auk sýningarinnar verða í boði bæði lengri og skemmri göngu- og hestaferðir um nágrennið en þess má geta að leiðin upp úr Fljótsdalnum inn á hálendið er einstaklega falleg en fáir þekkja,“ segir Helgi.Hryggjarstykkið í Fákaseli er hestasýning sem fer fram daglega.Fleiri verkefni eru á teikniborðinu. „Við erum þessa dagana að vinna með frumkvöðlum að undirbúningi mjög metnaðarfulls verkefnis sem hugmyndin er að reisa á Hvolsvelli og gengur undir nafninu LAVA. Þetta er eldfjalla- og jarðskjálftasetur og vonandi að það verði að veruleika. Þetta er eitt af þeim verkefnum sem við erum að vinna að og erum komin hvað lengst með,“ segir Helgi. ITF I-sjóðurinn hefur nú þegar fjárfest í fjórum verkefnum. Nýlega kom hann að hlutafjáraukningu í ferðaþjónustufyrirtækinu Borea Adventures sem staðsett er á Ísafirði. Það er fyrirtæki sem gerir út á náttúruupplifun í ósnortnu umhverfi og býður aðallega þrenns konar ferðir. Það eru kajakferðir, fjallaskíðaferðir og gönguferðir, einkum í Jökulfjörðunum og á Hornströndum. „Við erum að byggja upp mjög fína aðstöðu í Jökulfjörðum sem mun styðja mjög vel við núverandi starfsemi en jafnframt skapa tækifæri til vöruþróunar,“ segir Helgi, en fyrirtækið er með afnotarétt af gömlu eyðibýli sem heitir Kvíar og nú er verið að byggja upp. Hin þrjú verkefnin sem ITF I hefur fjárfest í eru vel þekkt. Þar ber fyrst að nefna Fákasel, sem er hestatengd ferðaþjónusta í Ölfusi. Hryggjarstykkið í þeirri starfsemi er hestasýning daglega allt árið um kring en að auki er m.a. boðið upp á styttri sýningar og leiðsögn um hesthúsið. Starfsemi þar hófst í janúar 2014. Í öðru lagi er sjóðurinn stærsti hluthafinn í hvalasýningunni Whales of Iceland sem staðsett er á Grandanum í Reykjavík og var opnuð í febrúar. Í þriðja lagi stendur sjóðurinn að gerð Ísganga í Langjökli sem opnuð verða 1. júní. Helgi segist telja að það séu mikil uppbyggingartækifæri fram undan í íslenskri ferðaþjónustu. Mikið hefur áunnist í að dreifa álaginu yfir árið. Dreifingin yfir landið er hins vegar enn mjög ójöfn en í því felast líka tækifæri. „Þess vegna höfum við haft ákveðinn metnað til þess að taka þátt í uppbyggingarstarfsemi á landsbyggðinni, samanber þessi verkefni á Ísafirði og Austurlandi,“ segir Helgi. Sjóðurinn er núna rétt rúmir tveir milljarðar króna að stærð, en Helgi segir mögulegt að hann verði stækkaður. „Við erum þess fullviss að enn séu mikil tækifæri til fjárfestingar í íslenskri ferðaþjónustu sem við viljum geta nýtt okkur. Við viljum því gjarnan stækka sjóðinn og auka fjárfestingargetu hans og höfum kynnt þær hugmyndir lauslega fyrir hluthöfum í sjóðnum en munum vinna frekar að því verkefni á næstu vikum,“ segir hann.
Mest lesið Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Viðskipti innlent Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Sjá meira