Lífið

Stjáni stuð snýr aftur í stúdíó

Guðrún Ansnes skrifar
Stjáni stuð er reynslubolti í útvarpinu og er verulega spenntur fyrir að taka upp þráðinn að nýju.
fréttablaðið/ernir
Stjáni stuð er reynslubolti í útvarpinu og er verulega spenntur fyrir að taka upp þráðinn að nýju. fréttablaðið/ernir
„Ég get staðfest þetta, ég er að fara aftur í útvarpið,“ segir Kristján Þórðarson, betur þekktur sem Stjáni stuð. Ræðst Stjáni ekki á garðinn þar sem hann er lægstur og mun sjá um fastan dagskrárlið á laugardagsmorgnum frá níu til ellefu á nýrri útvarpsrás, Talrásinni.

„Ég ætla að fá til mín gesti og þetta verður hefðbundinn morgunþáttur. Góð tónlist og svoleiðis, beint í æð,“ segir Stjáni varðandi inntak þáttarins og bætir við að svo muni hann bæta inn getraunum og slíku þegar hann hefur vanist nýja umhverfinu.

Hann er þó langt frá að vera nýgræðingur þegar kemur að dagskrárgerð, en hann stjórnaði sínum eigin þætti á Radíó-X á sínum tíma sem og tók viðtöl við tónlistarmenn fyrir PoppTíví þegar það var og hét.

„Ég er rosalega spenntur og er núna á fullu að undirbúa mig. Taka saman hver á afmæli og hvenær,“ útskýrir Stjáni og bætir við: „Ég verð að vera vel undirbúinn, það er alveg bannað að gleyma sér í miðjum setningum í útvarpinu. Það gengur ekki.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×