Ívilnunarsamningar – jafnræði eða geðþótti? Stefanía K. Karlsdóttir skrifar 22. apríl 2015 09:00 Á undanförnum vikum hefur umræðan beinst nokkuð að ívilnunarsamningum stjórnvalda vegna nýfjárfestinga. Því miður hafa ýmsar staðreyndir í þeirri umræðu verið beygðar og aðrar ekki sagðar. Forsöguna má rekja til þess að undir forystu ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna samþykkti Alþingi lög nr. 99/2010 um ívilnanir vegna nýfjárfestinga. Lög þessi heimiluðu framkvæmdavaldinu að gera ívilnunarsamninga vegna nýfjárfestingaverkefna á landsbyggðinni eftir nákvæmum skilyrðum samþykktum af ESA, EFTA og Evrópusambandinu. Slíka samninga var hægt að gera vegna nýrra verkefna, nýrrar starfsemi eða sjálfstæðrar viðbótar við eldra verkefni. Lögin taka til nýfjárfestinga en ekki nýsköpunar og þau tilgreina nákvæma forskrift á því hvaða ívilnanir má veita. Settur var markviss rammi um ívilnunarveitingar stjórnvalda en fyrir þennan tíma voru þær sértækar og fyrst og fremst veittar erlendum stórfyrirtækjum í orkufrekum iðnaði. Þessi nýja löggjöf gaf þannig öllum fyrirtækjum, bæði litlum og stórum, sem áformuðu nýfjárfestingu og uppfylltu skilyrði laganna kost á að sækja um ívilnanir. Fyrirtæki á fjármála-, vátrygginga- eða verðbréfasviði voru þó undanskilin. Umsóknar- og matsferli var stýrt af þriggja manna nefnd og voru allar umsóknir metnar eins samkvæmt skilyrðum laganna. Stjórnvöld hafa nú undirritað ívilnunarsamninga vegna nýfjárfestinga við 12 fyrirtæki og er Matorka eitt þessara félaga. Fjórir ráðherrar; Katrín Júlíusdóttir, Oddný Harðardóttir, Steingrímur J. Sigfússon og Ragnheiður E. Árnadóttir hafa undirritað ívilnunarsamninga, sem allir eru efnislega eins og í samræmi við forskrift laganna, nema samningur við PCC á Húsavík. Meðal þessara fyrirtækja er Matorka sem áformar byggingu fjöleldisstöðvar á Reykjanesi. Ef af verkefninu verður mun það m.a. skapa milljarða króna í gjaldeyristekjur á ári, um 45 störf og skila milljörðum króna í tekjur fyrir ríkissjóð á næstu tíu árum þrátt fyrir ívilnunarsamning fyrirtækisins. Sá misskilningur hefur verið algengur í umræðunni að leggja ívilnanir að jöfnu við bein ríkisframlög. Það er alröng nálgun. Það eru bein ríkisframlög þegar t.d. eitt fiskeldisfyrirtæki fær 100 milljónir á fjárlögum ársins 2015 til uppbyggingar fiskeldisvinnslu á Vestfjörðum. Ívilnunarsamningar fela hins vegar í sér afslátt af tilteknum opinberum gjöldum í afmarkaðan tíma, upp að tiltekinni fjárhæð en ekki er um að ræða beinan fjárstuðning skv. fjárlögum. Engar ívilnanir eru veittar ef verkefnið kemst ekki af stað og þá verður heldur ekki af sköpun nýrra verðmæta, starfa eða skatttekna til ríkissjóðs og sveitarfélaga.Form sem er afar algengtEftir að lög nr. 99/2010 féllu úr gildi í árslok 2013 hafa stjórnvöld leitað staðfestingar Alþingis fyrir ívilnunarsamningum sem hafa í öllum tilvikum verið staðfestir óbreyttir. Nú standa eftir fjórir samningar sem ekki hafa verið staðfestir, þar af er einn samningur sem liggur nú fyrir atvinnuveganefnd. Á sama tíma liggur fyrir Alþingi nýtt frumvarp til laga um nýfjárfestingar. Frumvarpið er í öllum meginatriðum sambærilegt við fyrrnefnd lög og byggir á sömu römmum. Skiptar skoðanir eru sjálfsagt á því hvort rammalöggjöf um veitingu ívilnana sé rétta tækið til að örva og efla nýfjárfestingu á Íslandi. Í grein Völu Valtýsdóttur og Haraldar Birgissonar, sérfræðinga hjá Deloitte, í Viðskiptablaðinu þann 9. apríl sl. benda þau á að þetta form sé afar algengt í löndunum í kringum okkur, aðferð sem notuð er til að laða að erlenda fjárfestingu og efla fjárfestingu í atvinnulífi. Verkefni Alþingis er að taka afstöðu til þeirrar grundvallarspurningar hvort og þá hvernig rammalöggjöf skuli sett um ívilnanir vegna nýfjárfestinga til framtíðar. Viljum við hafa kerfi sem hefur innbyggðan hvata fyrir fyrirtækin til að standa sig eða fara aftur í sértæk ríkisframlög veitt á fjárlögum? Óháð þeirri framtíðarmúsík er það óumdeild staðreynd að í gildi voru lög um ívilnanir um nýfjárfestingar sem allir gátu sótt um ef þeir settu stefnuna á nýfjárfestingu á landsbyggðinni. Í trausti þeirra laga hafa fjölmörg fyrirtæki lagt mikla vinnu í umsóknir og umsóknarferilinn, halda nú á undirrituðum samningum við stjórnvöld og hafa allar réttmætar væntingar til að þessir samningar verði efndir. Þessir samningar eru í einu og öllu í samræmi við þær leikreglur sem gilt hafa, þ.m.t. samningur Matorku. Sé það til alvarlegrar skoðunar að búa svo um hnútana í nýrri löggjöf að taka einn þeirra tólf samninga sem gerðir voru af stjórnvöldum út fyrir sviga og ógilda einhliða, eru það vinnubrögð sem mismuna fyrirtækjum og sæma ekki Alþingi. Það bryti freklega gegn jafnræði aðilanna sem þegar hafa gengið frá gerð ívilnunarsamninga. Þingheimur hlýtur að hafna slíkum ómálefnalegum vinnubrögðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Tæknitröll í heilbrigðiskerfið Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Stórsigur fyrir lífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar Skoðun Lækkum álögur á fólk og fyrirtæki á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Tæknitröll í heilbrigðiskerfið Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Valdeflandi endurhæfing Hugarafls styrkt í sessi Auður Axelsdóttir skrifar Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir skrifar Skoðun Kjósum breytingar – Kjósum Pírata Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Þreyttur á vók? Símon Vestarr skrifar Skoðun Áskorun í minnkandi heimi Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun í heilbrigðismálum – bréf frá einstakling með ADHD Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Er þetta gott plan í heilbrigðismálum? Jón Ívar Einarsson skrifar Skoðun Einkaframtakinu þarf að fylgja ábyrgð Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Vindorkuver? Ekki svona, ekki núna! Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin 2 - lofað upp í ermina á sér Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri til breytinga með Samfylkingunni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hvernig getur þú stutt þjóðarmorð? Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson skrifar Skoðun Viljum við frjálshyggju? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Af hverju að kjósa Viðreisn - C fyrir frelsi og frið Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Fleiri læk – betra skap Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf undir forystu Sjálfstæðisflokksins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Wybory islandzkie i sprawy polskie Maksymilian Haraldur Frach skrifar Skoðun Grasrótin í brennidepli undir forystu Ásmundar Einars Ólafur Magnússon skrifar Skoðun United Silicon í Reykjanesbæ – víti til varnaðar fyrir Ölfus! Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun 108 ár – hverjum treystir þú? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Róluvallaráðherra Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hveitipoki á fjörutíu þúsund Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Tími til að endurvekja frelsið Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Einkaframtakið í sinni fegurstu mynd Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Viðreisn vakti hjá mér von Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Á undanförnum vikum hefur umræðan beinst nokkuð að ívilnunarsamningum stjórnvalda vegna nýfjárfestinga. Því miður hafa ýmsar staðreyndir í þeirri umræðu verið beygðar og aðrar ekki sagðar. Forsöguna má rekja til þess að undir forystu ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna samþykkti Alþingi lög nr. 99/2010 um ívilnanir vegna nýfjárfestinga. Lög þessi heimiluðu framkvæmdavaldinu að gera ívilnunarsamninga vegna nýfjárfestingaverkefna á landsbyggðinni eftir nákvæmum skilyrðum samþykktum af ESA, EFTA og Evrópusambandinu. Slíka samninga var hægt að gera vegna nýrra verkefna, nýrrar starfsemi eða sjálfstæðrar viðbótar við eldra verkefni. Lögin taka til nýfjárfestinga en ekki nýsköpunar og þau tilgreina nákvæma forskrift á því hvaða ívilnanir má veita. Settur var markviss rammi um ívilnunarveitingar stjórnvalda en fyrir þennan tíma voru þær sértækar og fyrst og fremst veittar erlendum stórfyrirtækjum í orkufrekum iðnaði. Þessi nýja löggjöf gaf þannig öllum fyrirtækjum, bæði litlum og stórum, sem áformuðu nýfjárfestingu og uppfylltu skilyrði laganna kost á að sækja um ívilnanir. Fyrirtæki á fjármála-, vátrygginga- eða verðbréfasviði voru þó undanskilin. Umsóknar- og matsferli var stýrt af þriggja manna nefnd og voru allar umsóknir metnar eins samkvæmt skilyrðum laganna. Stjórnvöld hafa nú undirritað ívilnunarsamninga vegna nýfjárfestinga við 12 fyrirtæki og er Matorka eitt þessara félaga. Fjórir ráðherrar; Katrín Júlíusdóttir, Oddný Harðardóttir, Steingrímur J. Sigfússon og Ragnheiður E. Árnadóttir hafa undirritað ívilnunarsamninga, sem allir eru efnislega eins og í samræmi við forskrift laganna, nema samningur við PCC á Húsavík. Meðal þessara fyrirtækja er Matorka sem áformar byggingu fjöleldisstöðvar á Reykjanesi. Ef af verkefninu verður mun það m.a. skapa milljarða króna í gjaldeyristekjur á ári, um 45 störf og skila milljörðum króna í tekjur fyrir ríkissjóð á næstu tíu árum þrátt fyrir ívilnunarsamning fyrirtækisins. Sá misskilningur hefur verið algengur í umræðunni að leggja ívilnanir að jöfnu við bein ríkisframlög. Það er alröng nálgun. Það eru bein ríkisframlög þegar t.d. eitt fiskeldisfyrirtæki fær 100 milljónir á fjárlögum ársins 2015 til uppbyggingar fiskeldisvinnslu á Vestfjörðum. Ívilnunarsamningar fela hins vegar í sér afslátt af tilteknum opinberum gjöldum í afmarkaðan tíma, upp að tiltekinni fjárhæð en ekki er um að ræða beinan fjárstuðning skv. fjárlögum. Engar ívilnanir eru veittar ef verkefnið kemst ekki af stað og þá verður heldur ekki af sköpun nýrra verðmæta, starfa eða skatttekna til ríkissjóðs og sveitarfélaga.Form sem er afar algengtEftir að lög nr. 99/2010 féllu úr gildi í árslok 2013 hafa stjórnvöld leitað staðfestingar Alþingis fyrir ívilnunarsamningum sem hafa í öllum tilvikum verið staðfestir óbreyttir. Nú standa eftir fjórir samningar sem ekki hafa verið staðfestir, þar af er einn samningur sem liggur nú fyrir atvinnuveganefnd. Á sama tíma liggur fyrir Alþingi nýtt frumvarp til laga um nýfjárfestingar. Frumvarpið er í öllum meginatriðum sambærilegt við fyrrnefnd lög og byggir á sömu römmum. Skiptar skoðanir eru sjálfsagt á því hvort rammalöggjöf um veitingu ívilnana sé rétta tækið til að örva og efla nýfjárfestingu á Íslandi. Í grein Völu Valtýsdóttur og Haraldar Birgissonar, sérfræðinga hjá Deloitte, í Viðskiptablaðinu þann 9. apríl sl. benda þau á að þetta form sé afar algengt í löndunum í kringum okkur, aðferð sem notuð er til að laða að erlenda fjárfestingu og efla fjárfestingu í atvinnulífi. Verkefni Alþingis er að taka afstöðu til þeirrar grundvallarspurningar hvort og þá hvernig rammalöggjöf skuli sett um ívilnanir vegna nýfjárfestinga til framtíðar. Viljum við hafa kerfi sem hefur innbyggðan hvata fyrir fyrirtækin til að standa sig eða fara aftur í sértæk ríkisframlög veitt á fjárlögum? Óháð þeirri framtíðarmúsík er það óumdeild staðreynd að í gildi voru lög um ívilnanir um nýfjárfestingar sem allir gátu sótt um ef þeir settu stefnuna á nýfjárfestingu á landsbyggðinni. Í trausti þeirra laga hafa fjölmörg fyrirtæki lagt mikla vinnu í umsóknir og umsóknarferilinn, halda nú á undirrituðum samningum við stjórnvöld og hafa allar réttmætar væntingar til að þessir samningar verði efndir. Þessir samningar eru í einu og öllu í samræmi við þær leikreglur sem gilt hafa, þ.m.t. samningur Matorku. Sé það til alvarlegrar skoðunar að búa svo um hnútana í nýrri löggjöf að taka einn þeirra tólf samninga sem gerðir voru af stjórnvöldum út fyrir sviga og ógilda einhliða, eru það vinnubrögð sem mismuna fyrirtækjum og sæma ekki Alþingi. Það bryti freklega gegn jafnræði aðilanna sem þegar hafa gengið frá gerð ívilnunarsamninga. Þingheimur hlýtur að hafna slíkum ómálefnalegum vinnubrögðum.
Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar
Skoðun United Silicon í Reykjanesbæ – víti til varnaðar fyrir Ölfus! Berglind Friðriksdóttir skrifar
Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun