Lífið

Sumarið kemur með þurrkuðum þorskshausum

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Vigdís Hauksdóttir alþingismaður
Vigdís Hauksdóttir alþingismaður Vísir/Ernir
Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, fagnaði komu sumarsins í gær með heimsókn á æskuslóðir sínar. Á Stóru-Reykjum í Hraungerðishreppi býr bróðir hennar en hún segir sumarið koma með matnum.

„Ég er að ná mér í þurrkaða þorskshausa. Það er svo mikil sumarkoma að ná sér í slíkt. Þeir eru bestir í heimi með smjöri og mjólk,“ segir Vigdís.

Hún segist jafnan fara á þessar æskuslóðir til að innbyrða vorið. „Hér svo mikið af lóum, gæsum og bara öllum farfuglum. Þeir eru úti um öll tún,“ segir Vigdís og óskar landsmönnum öllum gleðilegs sumars.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×