Svona fundu íslenskir foreldrar son sinn í Nepal Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 27. apríl 2015 07:00 Hjörtur Smárason „Þetta hefur verið áhugaverður dagur, og sönnun þess hve mikils samfélagsmiðlarnir eru megnugir. Um leið og ég steig fram úr rúminu titraði síminn. Áríðandi fréttir CNN, jarðskjálfti upp á 7,5 stig í Nepal. Nepal. Hjartað missti úr slag um stund. Sonur minn er í Nepal í gönguferð með vinum sínum.“ Svona hefst frásögn Hjartar Smárasonar föður Antoníusar Smára, tvítugs göngugarps sem blessunarlega er heill á húfi í Pokhar í Nepal. Hjörtur notaði samfélagsmiðla og leitarvélar til að finna son sinn og lýsti reynslu sinni af leitinni á Facebook. Hér á eftir er gerð grein fyrir leit Hjartar og Ingu Rósar eiginkonu hans að Antoníusi. Eftir að hafa leitað frekari frétta á CNN án árangurs fór Hjörtur á vefsíðu USGS (vefsíðu sem bandarísk stjórnvöld halda úti með nákvæmum upplýsingum um jarðskjálfta víða um heim) til að fá nákvæmari upplýsingar um upptök skjálftans. Hann tók niður hnitin og færði inn í Google kort til að fá nákvæmar staðsetningar og skoðaði síðustu vefpósta frá syni sínum með ferðaáætlunum hans og bar saman við þær. Niðurstöðurnar vöktu með honum ugg. Sonur hans og göngufélagar áttu að vera í Ghandruk, sem er aðeins 80 kílómetrum frá upptökum skjálftans. Næst fór Hjörtur á Twitter til að leita frétta. Þær komu smám saman, flestar frá Katmandú, sem er í svipaðri fjarlægð frá upptökum skjálftans og Ghandruk. Nema í hina áttina. Hjörtur leitaði frétta með því að nota kassamerkin, #nepal eða #nepalquake. Til að fá nákvæmari upplýsingar notaði hann einnig kassamerkin #pokhara og #ghandruk. Í margar klukkustundir var ekki eitt einasta tíst frá #ghandruk og mjög lítið frá #pokhara nema nokkrar myndir af hrundum húsum. Það lofaði ekki góðu. Hjörtur hélt í vonina því að jarðskjálftinn varð um hádegisbil í Ghandruk, og samkvæmt ferðaáætluninni hefði sonur hans átt að vera úti á göngu, öruggasti staðurinn að vera á þegar jarðskjálfti ríður yfir er á víðavangi. Hann vissi að það væri líklega ekkert farsímasamband og jafnvel ekkert rafmagn. Nokkuð sem kom í ljós síðar að var rétt. Hann hafði samband við utanríkisráðuneytið sem ræsti sendiráðið í Delhi og reyndi að komast í samband við konsúlinn í Katmandú. Hann fann nokkrar áreiðanlegar heimildir um staðsetningu í Katmandú og stillti af Twitter-reikning sinn þannig að hann fékk tilkynningu í hvert skipti sem einhver setti inn færslu með kassamerkjum sem hann vaktaði. Dagurinn leið og fréttirnar sem gögnuðust honum fékk hann frá Twitter og samfélagsmiðlum frekar en fjölmiðlum. „Konan mín setti inn athugasemd við mynd af syni mínum með þremur göngufélögum hans sem var tekin í upphafi ferðarinnar og setti á Facebook. Þar bað hún þá um að setja inn athugasemd ef þeir kæmust í netsamband. Það varð raunin. Um leið og gönguteymið komast á hótelið í Pokhara, komst ein stúlkan á netið, fékk tilkynninguna og setti athugasemd við myndina. Innan tíu mínútna hafði vitneskjan borist til allrar fjölskyldunnar og fjölskyldu vina hans, utanríkisráðuneytisins og íslensku fjölmiðlanna. Þetta er máttur samfélagsmiðlanna,“ sagði Hjörtur. Enginn úr teyminu meiddist. Einhverjir leiðsögumanna þeirra misstu heimili sín en enginn þeirra var meiddur. Hjörtur segir miklu máli hafa skipt að hafa ferðaáætlun sonar síns undir höndum. „Jafnvel þótt við séum meira spennt en áhyggjufull yfir ferðalagi sonar okkar, þá báðum við hann um að senda okkur ferðaáætlun sína og síma og netföng foreldra vina hans. Bara ef eitthvað skyldi koma upp á og við þyrftum að ná í hann. Þetta, ásamt Twitter, Google-kortum og Facebook hjálpaði mjög mikið í dag.“ Jarðskjálfti í Nepal Nepal Tengdar fréttir Börn Margrétar sváfu undir berum himni Margrét Ingadóttir sem rekur heimili fyrir tólf munaðarlaus börn í Katmandú í Nepal hefur miklar áhyggjur af líðan og öryggi þeirra. Í nótt sváfu þau flest undir berum himni skammt frá heimilinu og veðurspáin var afleit, þrumuveður og rigning. 27. apríl 2015 07:00 Gísli Rafn um björgunarstarf í Nepal: „Hver mínúta skiptir máli“ Neyðarástand ríkir í Nepal og alþjóðleg björgunarteymi streyma til landsins, Gísli Rafn Ólafsson er á leið á vettvang. 27. apríl 2015 07:00 Mest lesið Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Fleiri fréttir Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Sjá meira
„Þetta hefur verið áhugaverður dagur, og sönnun þess hve mikils samfélagsmiðlarnir eru megnugir. Um leið og ég steig fram úr rúminu titraði síminn. Áríðandi fréttir CNN, jarðskjálfti upp á 7,5 stig í Nepal. Nepal. Hjartað missti úr slag um stund. Sonur minn er í Nepal í gönguferð með vinum sínum.“ Svona hefst frásögn Hjartar Smárasonar föður Antoníusar Smára, tvítugs göngugarps sem blessunarlega er heill á húfi í Pokhar í Nepal. Hjörtur notaði samfélagsmiðla og leitarvélar til að finna son sinn og lýsti reynslu sinni af leitinni á Facebook. Hér á eftir er gerð grein fyrir leit Hjartar og Ingu Rósar eiginkonu hans að Antoníusi. Eftir að hafa leitað frekari frétta á CNN án árangurs fór Hjörtur á vefsíðu USGS (vefsíðu sem bandarísk stjórnvöld halda úti með nákvæmum upplýsingum um jarðskjálfta víða um heim) til að fá nákvæmari upplýsingar um upptök skjálftans. Hann tók niður hnitin og færði inn í Google kort til að fá nákvæmar staðsetningar og skoðaði síðustu vefpósta frá syni sínum með ferðaáætlunum hans og bar saman við þær. Niðurstöðurnar vöktu með honum ugg. Sonur hans og göngufélagar áttu að vera í Ghandruk, sem er aðeins 80 kílómetrum frá upptökum skjálftans. Næst fór Hjörtur á Twitter til að leita frétta. Þær komu smám saman, flestar frá Katmandú, sem er í svipaðri fjarlægð frá upptökum skjálftans og Ghandruk. Nema í hina áttina. Hjörtur leitaði frétta með því að nota kassamerkin, #nepal eða #nepalquake. Til að fá nákvæmari upplýsingar notaði hann einnig kassamerkin #pokhara og #ghandruk. Í margar klukkustundir var ekki eitt einasta tíst frá #ghandruk og mjög lítið frá #pokhara nema nokkrar myndir af hrundum húsum. Það lofaði ekki góðu. Hjörtur hélt í vonina því að jarðskjálftinn varð um hádegisbil í Ghandruk, og samkvæmt ferðaáætluninni hefði sonur hans átt að vera úti á göngu, öruggasti staðurinn að vera á þegar jarðskjálfti ríður yfir er á víðavangi. Hann vissi að það væri líklega ekkert farsímasamband og jafnvel ekkert rafmagn. Nokkuð sem kom í ljós síðar að var rétt. Hann hafði samband við utanríkisráðuneytið sem ræsti sendiráðið í Delhi og reyndi að komast í samband við konsúlinn í Katmandú. Hann fann nokkrar áreiðanlegar heimildir um staðsetningu í Katmandú og stillti af Twitter-reikning sinn þannig að hann fékk tilkynningu í hvert skipti sem einhver setti inn færslu með kassamerkjum sem hann vaktaði. Dagurinn leið og fréttirnar sem gögnuðust honum fékk hann frá Twitter og samfélagsmiðlum frekar en fjölmiðlum. „Konan mín setti inn athugasemd við mynd af syni mínum með þremur göngufélögum hans sem var tekin í upphafi ferðarinnar og setti á Facebook. Þar bað hún þá um að setja inn athugasemd ef þeir kæmust í netsamband. Það varð raunin. Um leið og gönguteymið komast á hótelið í Pokhara, komst ein stúlkan á netið, fékk tilkynninguna og setti athugasemd við myndina. Innan tíu mínútna hafði vitneskjan borist til allrar fjölskyldunnar og fjölskyldu vina hans, utanríkisráðuneytisins og íslensku fjölmiðlanna. Þetta er máttur samfélagsmiðlanna,“ sagði Hjörtur. Enginn úr teyminu meiddist. Einhverjir leiðsögumanna þeirra misstu heimili sín en enginn þeirra var meiddur. Hjörtur segir miklu máli hafa skipt að hafa ferðaáætlun sonar síns undir höndum. „Jafnvel þótt við séum meira spennt en áhyggjufull yfir ferðalagi sonar okkar, þá báðum við hann um að senda okkur ferðaáætlun sína og síma og netföng foreldra vina hans. Bara ef eitthvað skyldi koma upp á og við þyrftum að ná í hann. Þetta, ásamt Twitter, Google-kortum og Facebook hjálpaði mjög mikið í dag.“
Jarðskjálfti í Nepal Nepal Tengdar fréttir Börn Margrétar sváfu undir berum himni Margrét Ingadóttir sem rekur heimili fyrir tólf munaðarlaus börn í Katmandú í Nepal hefur miklar áhyggjur af líðan og öryggi þeirra. Í nótt sváfu þau flest undir berum himni skammt frá heimilinu og veðurspáin var afleit, þrumuveður og rigning. 27. apríl 2015 07:00 Gísli Rafn um björgunarstarf í Nepal: „Hver mínúta skiptir máli“ Neyðarástand ríkir í Nepal og alþjóðleg björgunarteymi streyma til landsins, Gísli Rafn Ólafsson er á leið á vettvang. 27. apríl 2015 07:00 Mest lesið Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Fleiri fréttir Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Sjá meira
Börn Margrétar sváfu undir berum himni Margrét Ingadóttir sem rekur heimili fyrir tólf munaðarlaus börn í Katmandú í Nepal hefur miklar áhyggjur af líðan og öryggi þeirra. Í nótt sváfu þau flest undir berum himni skammt frá heimilinu og veðurspáin var afleit, þrumuveður og rigning. 27. apríl 2015 07:00
Gísli Rafn um björgunarstarf í Nepal: „Hver mínúta skiptir máli“ Neyðarástand ríkir í Nepal og alþjóðleg björgunarteymi streyma til landsins, Gísli Rafn Ólafsson er á leið á vettvang. 27. apríl 2015 07:00