Lífið

Ræturnar eru mikilvægar

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Thai Ha Nguyen, Khugen Thu Nguyen, Helena Hue Thu Bui, Karen Hien Thu Nguyen, Lísa Tu Thi Pham og Nhi Thuy Thi Dinh dansa í Tjarnabíói í dag og er ókeypis aðgangur.
Thai Ha Nguyen, Khugen Thu Nguyen, Helena Hue Thu Bui, Karen Hien Thu Nguyen, Lísa Tu Thi Pham og Nhi Thuy Thi Dinh dansa í Tjarnabíói í dag og er ókeypis aðgangur. vísir/ernir
Fjölmenningardagur Reykjavíkurborgar er haldinn í sjöunda skipti í dag. Dagurinn er haldinn fyrir alla borgarbúa og mannréttindaskrifstofa borgarinnar hvetur alla til að taka þátt, gleðjast, sýna sig og sjá aðra ásamt því að fagna því fjölbreytta sem borgin hefur upp á að bjóða.

Þétt dagskrá verður í Tjarnabíói, Iðnó og Ráðhúsi Reykjavíkur í dag þar sem alls kyns hópar og félagasamtök munu skemmta borgarbúum. Þar á meðal er víetnamski danshópurinn Mua non sem samanstendur af sex víetnömskum konum.

„Þetta er hefðbundinn víetnamskur dans. Við æfðum atriði fyrir nýársgleði okkar sem var í enda febrúar og ætlum að sýna það,“ segir Helena Hue Thu Bui. „Við horfðum á Youtube til að læra dansinn. En þetta er ekki sérlega flókinn dans heldur frekar rólegur.“

Helena segir mikilvægt að halda í ræturnar frá Víetnam en hún hefur búið á Íslandi frá því að hún var eins árs.

„Fjölmenningardagurinn er mikilvægur fyrir okkur. Þá koma allir saman frá alls kyns löndum og maður getur lært ýmislegt um fjarlæga menningu ásamt því að geta sýnt öðrum okkar menningararf. Svona aðeins að láta vita af okkur,“ segir Helena hlæjandi.



Fjölmenningardagur Reykjavíkurborgar

13:00 Setning á Skólavörðuholti og fjölþjóðleg skrúðganga fer af stað sem endar í ráðhúsinu. Þar verður markaður og sýningatorg.

14:30-17:00 Leiksýning fyrir börn á öllum aldri í Iðnó.

14:30-17:00 Söng- og dansatriði í Tjarnarbíó.

Nánari upplýsingar á heimasíðu Reyjavíkurborgar. 










Fleiri fréttir

Sjá meira


×