Selur stórfyrirtækjum í gegnum LinkedIn Jón Hákon Halldórsson skrifar 13. maí 2015 07:00 AwareGO framleiðir öryggismyndskeið sem hafa verið seld til stórra og meðalstórra fyrirtækja. Salan gengur vel. Íslenska fyrirtækið AwareGO býst við því að geta á næstunni samið við tvo stóra erlenda banka um að selja þeim öryggisþjálfunarmyndbönd sem fyrirtækið framleiðir. Nú þegar hefur fyrirtækið selt CreditSuisse vöru sína. Þá hafa margar íslenskar stofnanir keypt hana, þar á meðal Icelandair Group, Landsvirkjun, Íslandsbanki og Landsbankinn. „Við erum að framleiða stutt öryggisþjálfunarmyndbönd fyrir tölvuöryggi. Hvert myndband er í kringum eina mínútu og þetta er svona meira eins og auglýsingar heldur en þjálfun. En í staðinn fyrir að vera með merkjavitund eins og er í auglýsingum þá erum við með öryggisvitund,“ segir Ragnar Sigurðsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Myndböndin snúast um að koma ákveðnum skilaboðum til starfsmanna, til dæmis að hleypa ókunnugu fólki ekki inn á lokuð svæði, að vera ekki með trúnaðargögn óvarin á færanlegum miðlum, að skilja ekki eftir útprentuð trúnaðargögn á glámbekk, þá eru upplýsingar um þráðlaus net, um njósnabúnað og svo framvegis. Þetta byrjaði árið 2007 þegar fyrirtækið gaf út frumgerð af einum þætti. „Árið 2008 létum við framleiða fyrir okkur tólf þætti. Hver þáttur var svolítið langur, hann var sex til átta mínútur, og svo unnum við með þetta,“ segir Ragnar. Hann segir að það hafi verið töluvert gagnrýnt hvað þættirnir voru langir og þeir ákváðu því að stytta þá. „Þegar við vorum komnir með þá niður í eina og hálfa mínútu þá var loksins farinn að kvikna áhugi á þessu. Þannig að við ákváðum að þegar næsta útgáfa kæmi þá yrði hún að vera í kringum ein mínúta. Útgáfa-2 af myndböndunum kom út í september. „Það er búið að ganga mjög vel að selja hana. Ég held að það séu í kringum tíu prósent starfsmanna í stórum og meðalstórum fyrirtækjum á Íslandi að læra af þessu,“ segir Ragnar. Ragnar segir að þeir félagarnir hafi farið mikið með gömlu útgáfuna á sýningar erlendis og kynnst þar mörgum. En þeir séu ekki byrjaðir að markaðssetja nýju útgáfuna að neinu ráði. Það sem hafi selst til útlanda hafi selst í gegnum LinkedIn, meðal annars salan til CreditSuisse. „Það var maður sem ég hitti á sýningu árið 2010. Hann vildi ekki kaupa útgáfuna sem við vorum með þá en ég tengdist honum á LinkedIn. Og svo er ég búinn að vera að láta hann vita reglulega hvað við höfum verið að gera. Um leið og við komum með nýju útgáfuna þá lét ég hann vita og hann var svona rosalega hrifinn að þetta gekk í gegn á einum mánuði.“ Ragnar segir að AwareGO sé með nokkra viðskiptavini í pípunum. „Við erum með tvo risastóra banka. Annar þeirra er einn af tíu stærstu í heiminum og hinn er einn af 25 stærstu. Ég á bara fastlega von á að það gangi í gegn bráðlega, allavega annar þeirra,“ segir hann. Þá sé einnig verið að semja við dómsmálaráðuneyti í einu ríki Bandaríkjanna. „Þeir eru svo rosalega hrifnir að þeir ætla að taka sex aðrar stofnanir með sér,“ segir hann. Mest lesið Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Sjá meira
Íslenska fyrirtækið AwareGO býst við því að geta á næstunni samið við tvo stóra erlenda banka um að selja þeim öryggisþjálfunarmyndbönd sem fyrirtækið framleiðir. Nú þegar hefur fyrirtækið selt CreditSuisse vöru sína. Þá hafa margar íslenskar stofnanir keypt hana, þar á meðal Icelandair Group, Landsvirkjun, Íslandsbanki og Landsbankinn. „Við erum að framleiða stutt öryggisþjálfunarmyndbönd fyrir tölvuöryggi. Hvert myndband er í kringum eina mínútu og þetta er svona meira eins og auglýsingar heldur en þjálfun. En í staðinn fyrir að vera með merkjavitund eins og er í auglýsingum þá erum við með öryggisvitund,“ segir Ragnar Sigurðsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Myndböndin snúast um að koma ákveðnum skilaboðum til starfsmanna, til dæmis að hleypa ókunnugu fólki ekki inn á lokuð svæði, að vera ekki með trúnaðargögn óvarin á færanlegum miðlum, að skilja ekki eftir útprentuð trúnaðargögn á glámbekk, þá eru upplýsingar um þráðlaus net, um njósnabúnað og svo framvegis. Þetta byrjaði árið 2007 þegar fyrirtækið gaf út frumgerð af einum þætti. „Árið 2008 létum við framleiða fyrir okkur tólf þætti. Hver þáttur var svolítið langur, hann var sex til átta mínútur, og svo unnum við með þetta,“ segir Ragnar. Hann segir að það hafi verið töluvert gagnrýnt hvað þættirnir voru langir og þeir ákváðu því að stytta þá. „Þegar við vorum komnir með þá niður í eina og hálfa mínútu þá var loksins farinn að kvikna áhugi á þessu. Þannig að við ákváðum að þegar næsta útgáfa kæmi þá yrði hún að vera í kringum ein mínúta. Útgáfa-2 af myndböndunum kom út í september. „Það er búið að ganga mjög vel að selja hana. Ég held að það séu í kringum tíu prósent starfsmanna í stórum og meðalstórum fyrirtækjum á Íslandi að læra af þessu,“ segir Ragnar. Ragnar segir að þeir félagarnir hafi farið mikið með gömlu útgáfuna á sýningar erlendis og kynnst þar mörgum. En þeir séu ekki byrjaðir að markaðssetja nýju útgáfuna að neinu ráði. Það sem hafi selst til útlanda hafi selst í gegnum LinkedIn, meðal annars salan til CreditSuisse. „Það var maður sem ég hitti á sýningu árið 2010. Hann vildi ekki kaupa útgáfuna sem við vorum með þá en ég tengdist honum á LinkedIn. Og svo er ég búinn að vera að láta hann vita reglulega hvað við höfum verið að gera. Um leið og við komum með nýju útgáfuna þá lét ég hann vita og hann var svona rosalega hrifinn að þetta gekk í gegn á einum mánuði.“ Ragnar segir að AwareGO sé með nokkra viðskiptavini í pípunum. „Við erum með tvo risastóra banka. Annar þeirra er einn af tíu stærstu í heiminum og hinn er einn af 25 stærstu. Ég á bara fastlega von á að það gangi í gegn bráðlega, allavega annar þeirra,“ segir hann. Þá sé einnig verið að semja við dómsmálaráðuneyti í einu ríki Bandaríkjanna. „Þeir eru svo rosalega hrifnir að þeir ætla að taka sex aðrar stofnanir með sér,“ segir hann.
Mest lesið Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Sjá meira