Lífið

Vinsælust á nýsköpunarverðlaunum

Adda Soffia Ingvarsdóttir skrifar
Edda Hermannsdóttir
Edda Hermannsdóttir Vísir/anton brink
Edda Hermannsdóttir, aðstoðarritstjóri Viðskiptablaðsins, fékk flest atkvæði í flokknum People's Choice á Nordic Startup Awards í gær.

„Það er fyrst og fremst ánægjulegt og hvetjandi að fá þessi verðlaun. Manni líður smá eins og vinsælustu stelpunni í fegurðarsamkeppninni,“ sagði Edda hress, en hún hefur skrifað mikið um nýsköpun hjá Viðskiptablaðinu.

„Ég var tilnefnd sem nýsköpunarblaðamaður ársins, en ég hef skrifað mikið um nysköpun hjá Viðskiptablaðinu. Þetta byrjaði fyrir nokkrum árum, þegar við gerðum stutt myndband um Startup Reykjavík og eftir það hefur umfjöllunin verið mikil í Viðskiptablaðinu."

„Það er mikil gróska í nýsköpun hér og svona keppni er hvetjandi fyrir alla og er góður vettvangur fyrir tengslamyndun,“ sagði Edda. Lokakeppni Nordic Startup Awards verður haldin í lok mánaðarins í Finnlandi. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×