Átta þúsund á hrakningi við Indónesíu Guðsteinn Bjarnason skrifar 16. maí 2015 07:00 Flóttamaður frá Búrma lyftir barni sínu í land í Kúala Langsa í Aceh-héraði í Indónesíu, en þangað komu hundruð flóttamanna í gær. víSir/EPA IndónesíaHundruðum manna hefur verið bjargað á land á Indónesíu undanfarna daga, þótt stjórnvöld þar vilji ekki sjá flóttafólk frá Búrma og hóti að senda alla aftur á haf út. Hundruð manna hafa einnig komist á land í Malasíu og rúmlega hundrað manns hafa komist til Taílands. Indónesískir sjómenn hafa bjargað fólkinu, en þúsundir manna eru enn í hrakningum á hafi úti og óvíst um örlög þeirra. Indónesíustjórn segir að öllum bátum og skipum flóttafólks verði vísað jafnharðan burt frá landinu. Flóttafólkið kemur flest frá Búrma eða Bangladess. Flestir eru af Rohingya-þjóðinni, sem býr í Rakhine-héraði á vesturströnd Búrma við Bengalhaf. Sumir eru einnig að flýja fátækt í Bangladess. Rohingya-menn eru múslimatrúar og hafa árum saman sætt hörðum ofsóknum af hálfu búddista, sem eru í meirihluta íbúa í Búrma. Fólkið siglir um hafið á yfirfullum og misstórum bátum, og hafa skipstjórar og smyglarar yfirgefið suma bátana. Alls hafa um tvö þúsund manns komist á land í Indónesíu og Malasíu, en stjórnvöld í báðum þessum löndum segja nú nóg komið. „Við hverju er eiginlega búist af okkur?“ sagði Wan Junaidi Jaafar, aðstoðarinnanríkisráðherra í Malasíu, við fjölmiðla í gær. „Við verðum að senda rétt skilaboð um að fólkið er ekki velkomið hér.“ Hann segir vel hafa verið tekið á móti þeim sem komnir eru til landsins, en ekki sé hægt lengur að taka á móti slíkum straumi flóttafólks. Sameinuðu þjóðirnar segja neyðarástand ríkja og Mannréttindavaktin, alþjóðleg samtök með aðsetur í New York, hafa fordæmt stjórnvöld í Indónesíu, Malasíu og Taílandi fyrir að neita að taka við fólkinu. Stjórnvöld landanna þriggja fara þar að dæmi Ástralíu, sem fyrir nokkrum misserum tók upp á því að vísa flóttamannaskipum jafnharðan til baka. Þeir sem komust í land í Ástralíu hafa verið settir í einangrun á eyju og neitað um alla möguleika á að fá ríkisborgararétt. Flóttamannastraumurinn frá Búrma hefur margfaldast það sem af er þessu ári. Talið er að um 25 þúsund manns hafi siglt þaðan á flóttamannaskipum á árinu, en það eru nærri helmingi fleiri en flúðu allt árið í fyrra. Mest lesið Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Innlent Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Erlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Sjá meira
IndónesíaHundruðum manna hefur verið bjargað á land á Indónesíu undanfarna daga, þótt stjórnvöld þar vilji ekki sjá flóttafólk frá Búrma og hóti að senda alla aftur á haf út. Hundruð manna hafa einnig komist á land í Malasíu og rúmlega hundrað manns hafa komist til Taílands. Indónesískir sjómenn hafa bjargað fólkinu, en þúsundir manna eru enn í hrakningum á hafi úti og óvíst um örlög þeirra. Indónesíustjórn segir að öllum bátum og skipum flóttafólks verði vísað jafnharðan burt frá landinu. Flóttafólkið kemur flest frá Búrma eða Bangladess. Flestir eru af Rohingya-þjóðinni, sem býr í Rakhine-héraði á vesturströnd Búrma við Bengalhaf. Sumir eru einnig að flýja fátækt í Bangladess. Rohingya-menn eru múslimatrúar og hafa árum saman sætt hörðum ofsóknum af hálfu búddista, sem eru í meirihluta íbúa í Búrma. Fólkið siglir um hafið á yfirfullum og misstórum bátum, og hafa skipstjórar og smyglarar yfirgefið suma bátana. Alls hafa um tvö þúsund manns komist á land í Indónesíu og Malasíu, en stjórnvöld í báðum þessum löndum segja nú nóg komið. „Við hverju er eiginlega búist af okkur?“ sagði Wan Junaidi Jaafar, aðstoðarinnanríkisráðherra í Malasíu, við fjölmiðla í gær. „Við verðum að senda rétt skilaboð um að fólkið er ekki velkomið hér.“ Hann segir vel hafa verið tekið á móti þeim sem komnir eru til landsins, en ekki sé hægt lengur að taka á móti slíkum straumi flóttafólks. Sameinuðu þjóðirnar segja neyðarástand ríkja og Mannréttindavaktin, alþjóðleg samtök með aðsetur í New York, hafa fordæmt stjórnvöld í Indónesíu, Malasíu og Taílandi fyrir að neita að taka við fólkinu. Stjórnvöld landanna þriggja fara þar að dæmi Ástralíu, sem fyrir nokkrum misserum tók upp á því að vísa flóttamannaskipum jafnharðan til baka. Þeir sem komust í land í Ástralíu hafa verið settir í einangrun á eyju og neitað um alla möguleika á að fá ríkisborgararétt. Flóttamannastraumurinn frá Búrma hefur margfaldast það sem af er þessu ári. Talið er að um 25 þúsund manns hafi siglt þaðan á flóttamannaskipum á árinu, en það eru nærri helmingi fleiri en flúðu allt árið í fyrra.
Mest lesið Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Innlent Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Erlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Sjá meira