Lífið

Eins og barn á jólum

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Bolvíkingar þurfa að bíða aðeins lengur eftir grínurunum góðu.
Bolvíkingar þurfa að bíða aðeins lengur eftir grínurunum góðu.
Grínhópurinn Mið-Ísland átti að skemmta í Bolungarvík í gærkvöldi en því miður var fluginu til Ísafjarðar aflýst. „Dóri brosti eins og barn á jólum þegar hann sá að fluginu var aflýst. Hann var búinn með tvo tvöfalda og búinn að kyngja einni róandi, enda flughræddasti maður á Íslandi,“ segir Björn Bragi um félaga sinn Dóra DNA.

Hópurinn fór þess í stað út að borða í miðbæ Reykjavíkur og naut þessa skyndilega og óvænta fríkvölds. „Menn nýttu í það minnsta útivistarleyfið sem þeir höfðu fengið,“ bætir Björn Bragi við og hlær. 

Hópurinn fer til Bolungarvíkur þann 19. júní næstkomandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×