Lífið

Plötusnúðar fagna lóunni í Gamla bíói

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Benedikt Freyr Jónsson, betur þekktur sem Benni B Ruff, er einn af skipuleggjendum klúbbaveislunnar.
Benedikt Freyr Jónsson, betur þekktur sem Benni B Ruff, er einn af skipuleggjendum klúbbaveislunnar.
„Það má eiginlega segja að við séum að fagna lóunni, þessi viðburður er kominn til að vera,“ segir Benedikt Freyr Jónsson, betur þekktur sem Benni B Ruff. Hann er einn af skipuleggjendum klúbbaveislu sem kallast Lóan.

Um er að ræða einstakan viðburð sem fram fer í Gamla bíói en þar koma fram hvorki fleiri né færri en nítján plötusnúðar. „Þetta eru allt frekar ólíkir plötusnúðar en hópa sig samt saman þannig að þetta verður spennandi og skemmtileg blanda. Það mætti alveg kalla þetta árshátíð plötusnúða,“ bætir Benedikt við. Þeir sem koma fram undir hverjum hópi:

Tetriz – (B-Ruff & Fingaprint), Blokk – (Housekell, Introbeats, Viktor Birgiss, Jónbjörn, Jón Reginbald, Símon fknhndsm, Ómar E, Moff & Tarkin), Plútó – (Kocoon, Tandri, Skeng, Gunni Ewok, Julia Ruslanovna, Skurður, Maggi B, Hlýnun Jarðar, Ozy) og Yamaho – (Dj Yamaho).

Tetriz spilar gullaldarhipphopp frá 93-97, Blokk spilar hús & teknó, Plútó spilar grime, juke, footwork, hipphopp, haglabyssuhúsog teknó og svo ætlar Yamaho að spila hús & teknó.

„Hver og einn hópur spilar í klukkutíma þannig að þetta verður 4 tíma keyrsla,“ bætir Benedikt við.

Lóan fer fram í Gamla bíói í kvöld og hefst klukkan 22.00. „Ég lofa hörku góðu kvöldi og verður Corona í boði fyrir þá sem mæta tímanlega.“ 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×