Vill að dómaraefni svari spurningum í sjónvarpi Jón Hákon Halldórsson skrifar 21. maí 2015 07:00 Áheyrendur sem á mál Jóns Steinars komu nokkuð víða að úr samfélaginu. fréttablaðið/gva Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, vill að nýir hæstaréttardómarar verði valdir á þann veg að hæfnisnefnd velji úr hópu umsækjenda þá umsækjendur sem uppfylli kröfur um hæfni. Ráðherra velji svo þann sem honum lítist best á og tillaga ráðherra verði svo borin undir samþykki Alþingis. Á fundi sem Jón Steinar hélt í gær um úrbætur í réttarkerfinu sagði hann að þessar hugmyndir væru í samræmi við það sem starfshópur sem skrifaði frumvarp um nýtt millidómsstig hefði lagt fram. „En ég vil meira. Ég vil að viðkomandi sem er tilnefndur mæti fyrir þingnefnd og svari þar, helst í beinni sjónvarpsútsendingu, spurningum um það hvaða grundvallarreglur gildi um starf hæstaréttardómara,“ sagði Jón Steinar. Hinn tilnefndi geti þá svarað spurningum um það hvort dómarar megi setja ný lög og hverjar séu heimildirnar. „Ég held nefnilega að sá sem þyrfti að svara slíkum spurningum í heyranda hljóði sé líklegri til að fara eftir því sem hann sagði, heldur en sá sem skríður þarna inn og hefur aldrei þurft að gera neina grein fyrir því hvaða grundvallarviðhorf hann hafi í lögfræðilegum efnum,“ sagði hann. Jón Steinar gagnrýnir reglur sem settar voru um skipan hæstaréttardómara árið 2010. Þar er gert ráð fyrir að fimm menn í dómnefnd fjalli um hæfni umsækjenda um embætti hæstaréttardómara og héraðsdómara og gefi umsögn um þá. Nefndinni er gert að taka afstöðu til þess hvaða umsækjandi sé hæfastur til að hljóta embættið. Jón Steinar segir að þar sé kominn hópur sem stjórni Hæstarétti og ráði því hverjir koma nýir inn. „Viljum við hafa þetta svona? Að það sé einhver klíka búin að koma sér fyrir í dómskerfinu sem ákveður alla nýja dómara inn í hópinn?“ spurði Jón. Jón Steinar vill líka að hæstaréttardómurum verði bannað að sitja í nefndum á vettvangi stjórnsýslunnar. „Mér finnst það fáránlegt að hæstaréttardómarar sitji í slíkum nefndum,“ sagði Jón Steinar. Hann benti á áratugalanga setu hæstaréttardómara í réttarfarsnefnd. Megininntakið í ræðu Jóns var þó að benda á álagið á Hæstarétt. Hann sagði að hver dómari hefði þurft að dæma í allt að 350 málum á ári, sem er nálægt tveimur málum á hverjum starfsdegi ársins. Álagið á dómara væri svo mikið að þeir réðu ekki við starfið. „Þeir eru bara þvingaðir í að móta starf sitt eftir þessu álagi. Þeir ráða ekkert við starfið, einfaldlega vegna þess að það er ekkert hægt,“ segir Jón Steinar. Til þess sé starfið of mikið og íþyngjandi. „Svo er nú eitt móment í þessu, að rétturinn getur ekkert viðurkennt það. Dómarar í Hæstarétti geta ekkert viðurkennt það fyrir ráðherra og fyrir þjóðinni að þeir ráði ekkert við þennan málafjölda,“ sagði Jón Steinar og bætti því við að dagskipunin væri bara ein, að klára málin. „Það virðist ekkert vera sem tekur henni fram.“ Alþingi Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Innlent Fleiri fréttir Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Sjá meira
Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, vill að nýir hæstaréttardómarar verði valdir á þann veg að hæfnisnefnd velji úr hópu umsækjenda þá umsækjendur sem uppfylli kröfur um hæfni. Ráðherra velji svo þann sem honum lítist best á og tillaga ráðherra verði svo borin undir samþykki Alþingis. Á fundi sem Jón Steinar hélt í gær um úrbætur í réttarkerfinu sagði hann að þessar hugmyndir væru í samræmi við það sem starfshópur sem skrifaði frumvarp um nýtt millidómsstig hefði lagt fram. „En ég vil meira. Ég vil að viðkomandi sem er tilnefndur mæti fyrir þingnefnd og svari þar, helst í beinni sjónvarpsútsendingu, spurningum um það hvaða grundvallarreglur gildi um starf hæstaréttardómara,“ sagði Jón Steinar. Hinn tilnefndi geti þá svarað spurningum um það hvort dómarar megi setja ný lög og hverjar séu heimildirnar. „Ég held nefnilega að sá sem þyrfti að svara slíkum spurningum í heyranda hljóði sé líklegri til að fara eftir því sem hann sagði, heldur en sá sem skríður þarna inn og hefur aldrei þurft að gera neina grein fyrir því hvaða grundvallarviðhorf hann hafi í lögfræðilegum efnum,“ sagði hann. Jón Steinar gagnrýnir reglur sem settar voru um skipan hæstaréttardómara árið 2010. Þar er gert ráð fyrir að fimm menn í dómnefnd fjalli um hæfni umsækjenda um embætti hæstaréttardómara og héraðsdómara og gefi umsögn um þá. Nefndinni er gert að taka afstöðu til þess hvaða umsækjandi sé hæfastur til að hljóta embættið. Jón Steinar segir að þar sé kominn hópur sem stjórni Hæstarétti og ráði því hverjir koma nýir inn. „Viljum við hafa þetta svona? Að það sé einhver klíka búin að koma sér fyrir í dómskerfinu sem ákveður alla nýja dómara inn í hópinn?“ spurði Jón. Jón Steinar vill líka að hæstaréttardómurum verði bannað að sitja í nefndum á vettvangi stjórnsýslunnar. „Mér finnst það fáránlegt að hæstaréttardómarar sitji í slíkum nefndum,“ sagði Jón Steinar. Hann benti á áratugalanga setu hæstaréttardómara í réttarfarsnefnd. Megininntakið í ræðu Jóns var þó að benda á álagið á Hæstarétt. Hann sagði að hver dómari hefði þurft að dæma í allt að 350 málum á ári, sem er nálægt tveimur málum á hverjum starfsdegi ársins. Álagið á dómara væri svo mikið að þeir réðu ekki við starfið. „Þeir eru bara þvingaðir í að móta starf sitt eftir þessu álagi. Þeir ráða ekkert við starfið, einfaldlega vegna þess að það er ekkert hægt,“ segir Jón Steinar. Til þess sé starfið of mikið og íþyngjandi. „Svo er nú eitt móment í þessu, að rétturinn getur ekkert viðurkennt það. Dómarar í Hæstarétti geta ekkert viðurkennt það fyrir ráðherra og fyrir þjóðinni að þeir ráði ekkert við þennan málafjölda,“ sagði Jón Steinar og bætti því við að dagskipunin væri bara ein, að klára málin. „Það virðist ekkert vera sem tekur henni fram.“
Alþingi Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Innlent Fleiri fréttir Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Sjá meira