Sálfræðingar eru nauðsynlegt afl inn í skólakerfið Eymundur L. Eymundsson skrifar 22. maí 2015 07:00 Maður spyr sig af hverju séu ekki komnir sálfræðingar í hvern grunn- og framhaldsskóla landsins árið 2015. Til þess að taka á vandanum strax í grunnskóla er nauðsynlegt að hafa sálfræðinga og leyfa þeim að vinna þá vinnu sem þeir eru menntaðir til. Það eru mörg ungmenni sem eiga erfitt og halda ekki áfram námi eftir grunnskóla þar sem þau hafa ekki fengið tækifæri til að fá aðstoð út af sinni vanlíðan. Þau hafa því ekki sömu tækifæri og aðrir þar sem þau hafa brotna sjálfsmynd, vantar skilning og stuðning frá samfélaginu. Með því að hafa sálfræðing í hverjum grunnskóla getur það haft fyrirbyggjandi áhrif og gefið börnum tækifæri og von um betri lífsgæði og bætta sjálfsmynd. Það gefur þessum börnum tækifæri á að byggja upp sitt líf með meiri menntun og möguleika í lífinu.Hvað verður um þessi ungmenni? Það er nefnilega aldrei talað um þau ungmenni sem halda ekki áfram eftir grunnskóla. Hvað ætli séu mörg ungmenni sem fara ekki í framhaldsskóla út af sinni vanlíðan og brotnu sjálfsmynd? Ég sjálfur gat ekki haldið áfram í framhaldsskóla þar sem ég hafði ekki sjálfstraust til þess þá og leitaði í vímuefni til að deyfa mig eða drekka í mig kjark! Mörg dæmi er hægt að nefna þar sem ungmenni hafa ekki getað haldið áfram námi eftir grunnskóla út af sinni vanlíðan. Hvað verður um þessi ungmenni og hvaða tækifæri hafa þau eftir grunnskóla? Hve mörg af þessum ungmennum leita í vímuefni, einangra sig og flýja inn í ímyndaðan heim tölvuleikja? Eða gæti verið að seinna meir falli þau fyrir eigin hendi út af sinni vanlíðan eða neyslu? Gæti verið að þau sem hætta í framhaldsskólum út af andlegum veikindum hafi ekki fengið þá viðeigandi aðstoð sem þau hafa þurft á að halda í grunnskóla? Að það vanti sálfræðinga í framhaldsskóla til að þau geti haldið áfram námi?Sparnaður og mannréttindi Þegar menn eru að tala um sparnað eru þeir ekki með í huga þarfir þessara barna sem eiga að vera mannréttindi fyrir hvert barn sem þarf á þessu að halda. Menn tala um hreyfingu sem er góð út af fyrir sig. En þegar þessum börnum líður illa þurfa þau eitthvað meira til að byggja á til að geta hreyft sig. Það þarf að gefa þeim tækifæri til að fá aðstoð frá manneskju sem er sérmenntuð á því sviði sem þau þurfa til að efla og byggja upp sjálfstraust barnsins.Fyrirbyggjandi aðgerðir Það er hægt að fyrirbyggja margt með því að fá sálfræðing í hvern grunn- og framhaldsskóla landsins og þar af leiðandi að gefa sem flestum tækifæri til að nýta sína styrkleika til náms og láta sína drauma rætast! Ekki segja að þetta kosti of mikið! Hvað kosta framtíðarmöguleikar barns og hvert mannslíf? Það er ekki eftir neinu að bíða! Ég tala af eigin reynslu um þessi mál og það er kominn tími á að við tökum strax á þessum málum og viðurkennum að þau þurfi hjálp. Þess vegna er nauðsynlegt að hafa sálfræðing í hverjum skóla og gefa börnum og ungmennum sömu tækifæri til náms og framtíðarmöguleika í lífinu.Höfundur er ráðgjafi og sérfræðingur af sínum geðröskunum.Komst úr myrkrinu með góðri hjálp og er meðlimur í https://grofin.wordpress.com Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Skoðun Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar Skoðun Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Sjá meira
Maður spyr sig af hverju séu ekki komnir sálfræðingar í hvern grunn- og framhaldsskóla landsins árið 2015. Til þess að taka á vandanum strax í grunnskóla er nauðsynlegt að hafa sálfræðinga og leyfa þeim að vinna þá vinnu sem þeir eru menntaðir til. Það eru mörg ungmenni sem eiga erfitt og halda ekki áfram námi eftir grunnskóla þar sem þau hafa ekki fengið tækifæri til að fá aðstoð út af sinni vanlíðan. Þau hafa því ekki sömu tækifæri og aðrir þar sem þau hafa brotna sjálfsmynd, vantar skilning og stuðning frá samfélaginu. Með því að hafa sálfræðing í hverjum grunnskóla getur það haft fyrirbyggjandi áhrif og gefið börnum tækifæri og von um betri lífsgæði og bætta sjálfsmynd. Það gefur þessum börnum tækifæri á að byggja upp sitt líf með meiri menntun og möguleika í lífinu.Hvað verður um þessi ungmenni? Það er nefnilega aldrei talað um þau ungmenni sem halda ekki áfram eftir grunnskóla. Hvað ætli séu mörg ungmenni sem fara ekki í framhaldsskóla út af sinni vanlíðan og brotnu sjálfsmynd? Ég sjálfur gat ekki haldið áfram í framhaldsskóla þar sem ég hafði ekki sjálfstraust til þess þá og leitaði í vímuefni til að deyfa mig eða drekka í mig kjark! Mörg dæmi er hægt að nefna þar sem ungmenni hafa ekki getað haldið áfram námi eftir grunnskóla út af sinni vanlíðan. Hvað verður um þessi ungmenni og hvaða tækifæri hafa þau eftir grunnskóla? Hve mörg af þessum ungmennum leita í vímuefni, einangra sig og flýja inn í ímyndaðan heim tölvuleikja? Eða gæti verið að seinna meir falli þau fyrir eigin hendi út af sinni vanlíðan eða neyslu? Gæti verið að þau sem hætta í framhaldsskólum út af andlegum veikindum hafi ekki fengið þá viðeigandi aðstoð sem þau hafa þurft á að halda í grunnskóla? Að það vanti sálfræðinga í framhaldsskóla til að þau geti haldið áfram námi?Sparnaður og mannréttindi Þegar menn eru að tala um sparnað eru þeir ekki með í huga þarfir þessara barna sem eiga að vera mannréttindi fyrir hvert barn sem þarf á þessu að halda. Menn tala um hreyfingu sem er góð út af fyrir sig. En þegar þessum börnum líður illa þurfa þau eitthvað meira til að byggja á til að geta hreyft sig. Það þarf að gefa þeim tækifæri til að fá aðstoð frá manneskju sem er sérmenntuð á því sviði sem þau þurfa til að efla og byggja upp sjálfstraust barnsins.Fyrirbyggjandi aðgerðir Það er hægt að fyrirbyggja margt með því að fá sálfræðing í hvern grunn- og framhaldsskóla landsins og þar af leiðandi að gefa sem flestum tækifæri til að nýta sína styrkleika til náms og láta sína drauma rætast! Ekki segja að þetta kosti of mikið! Hvað kosta framtíðarmöguleikar barns og hvert mannslíf? Það er ekki eftir neinu að bíða! Ég tala af eigin reynslu um þessi mál og það er kominn tími á að við tökum strax á þessum málum og viðurkennum að þau þurfi hjálp. Þess vegna er nauðsynlegt að hafa sálfræðing í hverjum skóla og gefa börnum og ungmennum sömu tækifæri til náms og framtíðarmöguleika í lífinu.Höfundur er ráðgjafi og sérfræðingur af sínum geðröskunum.Komst úr myrkrinu með góðri hjálp og er meðlimur í https://grofin.wordpress.com
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar