Kristín aftur valin í landsliðið eftir átta ára fjarveru Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. maí 2015 07:30 Kristín Guðmundsdóttir í leik með Val í Laugardalshöllinni í vetur. Vísir/Vilhelm Kristín Guðmundsdóttir átti frábæra viku þar sem hún var fyrst kosin besta handboltakona Olís-deildarinnar og svo valin aftur í A-landsliðið eftir átta ára fjarveru. „Þetta var rosalega gaman fyrir gamla kerlingu,“ segir Kristín í léttum tón þegar Fréttablaðið heyrði í henni. „Það er allt annar hugsunarháttur hjá mér í dag en fyrir tíu árum og fyrir tuttugu árum. Það er gaman að prófa þetta núna. Ég er ótrúlega stolt af því að vera valin og finnst þetta vera forréttindi. Ég hugsaði ekkert um það þegar ég var yngri að þetta væru forréttindi,“ segir Kristín. „Þetta kom mér mjög á óvart. Mér hefur samt fundist það tvisvar til þrisvar sinnum síðustu átta ár að ég hefði alveg mátt vera þarna,“ segir Kristín hreinskilin. „Það halda margir að ég sé að spila miklu betur en áður en þetta snýst svolítið um hlutverkið. Hlutverkið mitt í gamla daga var eins og hlutverkið mitt í vetur. Ég átti bara að vera í skyttu og skjóta hundrað sinnum til að skora tíu í hverjum leik. Þannig var hlutverkið mitt þegar ég var ung,“ segir Kristín og útskýrir frekar. „Eftir að ég byrjaði að spila með Hröbbu (Hrafnhildur Skúladóttir) þá var ég meira á miðjunni með það hlutverk að stjórna leiknum, setja upp kerfi, gefa á línu og stilla upp fyrir Hröbbu. Fólk sér síður hvað þú gerir fyrir liðið fyrir utan að skora mörk. Þess vegna heldur fólk alltaf að ég sé að spila þúsund sinnum betur en þeir sem þekkja mig og þeir sem eru að þjálfa mig vita alveg hvað ég geri þótt ég sé ekki að skora mörkin,“ segir Kristín sem skoraði 7,8 mörk í leik í vetur. „Það er fínt að öxlin er heit. Ég er alltaf að glíma við mikil axlarmeiðsli en þegar maður er búin að nota hana mikið þá verður hún betri. Ég hlýt að geta skotið eitthvað,“ segir Kristín. Leikmenn deildarinnar völdu hana leikmann ársins í vetur. „Ég bjóst engan veginn við þessu á HSÍ-hófinu og fór eiginlega bara upp á svið með tárin í augunum. Það eru leikmennirnir í deildinni sem velja mann og þetta hefur því mikla þýðingu. Ég er líka örugglega sú elsta sem hefur verið valin og það voru ekki bara tíu þjálfarar sem voru að velja þetta heldur allar stelpurnar í deildinni,“ sagði Kristín. „Það kom mér rosalega á óvart enda hafði ég aldrei farið upp á svið öll þessi ár. Ég hafði aldrei verið valin eitt eða neitt. Þetta var svolítið extra fyrir mig. Sumir fara þarna upp á hverju einasta ári og finnst það ekkert merkilegt en fyrir mig var þetta ótrúlega gaman,“ segir Kristín. Kristín segir að Ágúst Jóhannsson sé ekki að velja hana af því að hún var valin besti leikmaður mótsins. Hún sé fengin til að hjálpa til að leysa fjarveru Karenar Knútsdóttur. „Ég hleyp ekkert inn í byrjunarliðið enda eru þarna nokkrar sem hafa verið þarna í mörg ár. Vonandi get ég eitthvað hjálpað til hvort sem það er innan vallar eða utan hans. Ég veit að ég get líka hjálpað til á bekknum því það er fullt sem ég get sagt við þær og hrósað þeim fyrir þegar maður er ekki lengur unglingur inn í skelinni,“ segir Kristín og hún bíður spennt eftir því að sína sig og sanna í fyrsta landsleiknum sínum frá árinu 2007. Íslenski handboltinn Mest lesið Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Íslenski boltinn Ronaldo fékk sömu jólagjöf og liðsfélagarnir Fótbolti Donnarumma fékk takka í andlitið og endaði upp á spítala Fótbolti „Þeir reyndu að gera lítið úr mér“ Fótbolti Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Körfubolti Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Körfubolti Glódís Perla með sjálfsmark í Meistaradeildinni Fótbolti Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Enski boltinn Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Körfubolti Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Enski boltinn Fleiri fréttir Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa „Ég er svo ótrúlega stolt af þér pabbi“ Toppliðið keyrði yfir lærisveina Guðjóns Vals í lokin Einar Bragi og félagar unnu toppliðið Danska pressan óvægin: „Vandræðalegt, Danmörk!“ Grét þegar Þórir mætti í settið: „Besti þjálfari í heimi“ Skrifaði fallegan pistil um Þóri: „Yfirvegaður, klár og þolinmóður maður“ Afhenti Þóri gjöf á blaðamannafundi eftir leik Þórir kvaddi norska liðið með Evróputitli Fyrstu verðlaun Ungverja í tólf ár Gísli og félagar gerðu ljónin að kisum Ísland keppir við Ísrael um sæti á HM Aðeins ein úr liði Þóris í stjörnuliði EM Mosfellingar stálu stigi í háspennuleik Spenna hjá lærisveinum Rúnars gegn Kiel Mikil spenna í Eyjum Ljóst hvar stórmótin í kringum HM á Íslandi verða „Eflaust fullur eftirsjár þegar þessu lýkur“ Sjá meira
Kristín Guðmundsdóttir átti frábæra viku þar sem hún var fyrst kosin besta handboltakona Olís-deildarinnar og svo valin aftur í A-landsliðið eftir átta ára fjarveru. „Þetta var rosalega gaman fyrir gamla kerlingu,“ segir Kristín í léttum tón þegar Fréttablaðið heyrði í henni. „Það er allt annar hugsunarháttur hjá mér í dag en fyrir tíu árum og fyrir tuttugu árum. Það er gaman að prófa þetta núna. Ég er ótrúlega stolt af því að vera valin og finnst þetta vera forréttindi. Ég hugsaði ekkert um það þegar ég var yngri að þetta væru forréttindi,“ segir Kristín. „Þetta kom mér mjög á óvart. Mér hefur samt fundist það tvisvar til þrisvar sinnum síðustu átta ár að ég hefði alveg mátt vera þarna,“ segir Kristín hreinskilin. „Það halda margir að ég sé að spila miklu betur en áður en þetta snýst svolítið um hlutverkið. Hlutverkið mitt í gamla daga var eins og hlutverkið mitt í vetur. Ég átti bara að vera í skyttu og skjóta hundrað sinnum til að skora tíu í hverjum leik. Þannig var hlutverkið mitt þegar ég var ung,“ segir Kristín og útskýrir frekar. „Eftir að ég byrjaði að spila með Hröbbu (Hrafnhildur Skúladóttir) þá var ég meira á miðjunni með það hlutverk að stjórna leiknum, setja upp kerfi, gefa á línu og stilla upp fyrir Hröbbu. Fólk sér síður hvað þú gerir fyrir liðið fyrir utan að skora mörk. Þess vegna heldur fólk alltaf að ég sé að spila þúsund sinnum betur en þeir sem þekkja mig og þeir sem eru að þjálfa mig vita alveg hvað ég geri þótt ég sé ekki að skora mörkin,“ segir Kristín sem skoraði 7,8 mörk í leik í vetur. „Það er fínt að öxlin er heit. Ég er alltaf að glíma við mikil axlarmeiðsli en þegar maður er búin að nota hana mikið þá verður hún betri. Ég hlýt að geta skotið eitthvað,“ segir Kristín. Leikmenn deildarinnar völdu hana leikmann ársins í vetur. „Ég bjóst engan veginn við þessu á HSÍ-hófinu og fór eiginlega bara upp á svið með tárin í augunum. Það eru leikmennirnir í deildinni sem velja mann og þetta hefur því mikla þýðingu. Ég er líka örugglega sú elsta sem hefur verið valin og það voru ekki bara tíu þjálfarar sem voru að velja þetta heldur allar stelpurnar í deildinni,“ sagði Kristín. „Það kom mér rosalega á óvart enda hafði ég aldrei farið upp á svið öll þessi ár. Ég hafði aldrei verið valin eitt eða neitt. Þetta var svolítið extra fyrir mig. Sumir fara þarna upp á hverju einasta ári og finnst það ekkert merkilegt en fyrir mig var þetta ótrúlega gaman,“ segir Kristín. Kristín segir að Ágúst Jóhannsson sé ekki að velja hana af því að hún var valin besti leikmaður mótsins. Hún sé fengin til að hjálpa til að leysa fjarveru Karenar Knútsdóttur. „Ég hleyp ekkert inn í byrjunarliðið enda eru þarna nokkrar sem hafa verið þarna í mörg ár. Vonandi get ég eitthvað hjálpað til hvort sem það er innan vallar eða utan hans. Ég veit að ég get líka hjálpað til á bekknum því það er fullt sem ég get sagt við þær og hrósað þeim fyrir þegar maður er ekki lengur unglingur inn í skelinni,“ segir Kristín og hún bíður spennt eftir því að sína sig og sanna í fyrsta landsleiknum sínum frá árinu 2007.
Íslenski handboltinn Mest lesið Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Íslenski boltinn Ronaldo fékk sömu jólagjöf og liðsfélagarnir Fótbolti Donnarumma fékk takka í andlitið og endaði upp á spítala Fótbolti „Þeir reyndu að gera lítið úr mér“ Fótbolti Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Körfubolti Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Körfubolti Glódís Perla með sjálfsmark í Meistaradeildinni Fótbolti Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Enski boltinn Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Körfubolti Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Enski boltinn Fleiri fréttir Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa „Ég er svo ótrúlega stolt af þér pabbi“ Toppliðið keyrði yfir lærisveina Guðjóns Vals í lokin Einar Bragi og félagar unnu toppliðið Danska pressan óvægin: „Vandræðalegt, Danmörk!“ Grét þegar Þórir mætti í settið: „Besti þjálfari í heimi“ Skrifaði fallegan pistil um Þóri: „Yfirvegaður, klár og þolinmóður maður“ Afhenti Þóri gjöf á blaðamannafundi eftir leik Þórir kvaddi norska liðið með Evróputitli Fyrstu verðlaun Ungverja í tólf ár Gísli og félagar gerðu ljónin að kisum Ísland keppir við Ísrael um sæti á HM Aðeins ein úr liði Þóris í stjörnuliði EM Mosfellingar stálu stigi í háspennuleik Spenna hjá lærisveinum Rúnars gegn Kiel Mikil spenna í Eyjum Ljóst hvar stórmótin í kringum HM á Íslandi verða „Eflaust fullur eftirsjár þegar þessu lýkur“ Sjá meira