Grét þegar Þórir mætti í settið: „Besti þjálfari í heimi“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. desember 2024 10:01 Nora Mørk fékk sín fyrstu tækifæri í norska landsliðinu undir stjórn Þóris Hergeirssonar og varð síðar lykilmaður í því. getty/Alex Davidson Tárin runnu niður kinnar Noru Mørk þegar Þórir Hergeirsson mætti í viðtal hjá Viaplay eftir sigur Noregs á Danmörku í úrslitaleik EM. Þórir stýrði norska landsliðinu í síðasta sinn þegar það vann Danmörku, 31-24, í úrslitaleik Evrópumótsins í Vín í gær. Þórir gerði Noreg að Ólympíumeisturum í sumar og tilkynnti svo að EM yrði hans síðasta mót með norska liðið. Þrátt fyrir talsverðar breytingar frá Ólympíuleikunum stóð Noregur uppi sem sigurvegari á EM. Mørk gat til að mynda ekki spilað með norska liðinu á EM þar sem hún er barnshafandi. Hún var þó þátttakandi í mótinu, sem álitsgjafi á Viaplay. Mørk talaði afar fallega um Þóri eftir sigurinn á Dönum í gær. „Ég er leið. Ég er hrærð. Þetta er endir á tímabili. Hann hefur haft ótrúlega mikið að segja við mig og allar hinar stelpurnar. Gull í dag; þetta hefði ekki getað verið betra. Hann er besti þjálfari í heimi,“ sagði Mørk. Tilfinningarnar báru hana svo ofurliði þegar Þórir mætti í settið hjá Viaplay eftir leikinn. „Ég er ótrúlega þakklát að hafa verið hluti af þessu. Þú hefur skipt öllu fyrir mig og ferilinn minn,“ sagði Mørk. Þórir var reyndar ekkert alltof sáttur við að Mørk hafi tekið að sér hlutverk sérfræðings á EM, þar sem hún væri enn að spila. Þórir stýrði norska liðinu á tuttugu stórmótum á fimmtán árum. Noregur vann til ellefu gullverðlauna á þeim. Silfurverðlaunin voru þrenn og bronsverðlaunin sömuleiðis. EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Grét þegar Þórir mætti í settið: „Besti þjálfari í heimi“ Handbolti Afhenti Þóri gjöf á blaðamannafundi eftir leik Handbolti Draumur eða martröð Íslands á EM? „Þær eru rugl góðar“ Fótbolti Segja að Alexander-Arnold hafi hafnað þremur tilboðum frá Liverpool Enski boltinn Danska pressan óvægin: „Vandræðalegt, Danmörk!“ Handbolti Skrifaði fallegan pistil um Þóri: „Yfirvegaður, klár og þolinmóður maður“ Handbolti „Dætur mínar eru meiri Íslendingar heldur en Makedónar“ Körfubolti Sparkað eftir skelfilegt gengi Enski boltinn Keane segir Rashford að fara: „Lítur ekki vel út“ Enski boltinn Nunes valinn maður leiksins hjá BBC Enski boltinn Fleiri fréttir Danska pressan óvægin: „Vandræðalegt, Danmörk!“ Grét þegar Þórir mætti í settið: „Besti þjálfari í heimi“ Skrifaði fallegan pistil um Þóri: „Yfirvegaður, klár og þolinmóður maður“ Afhenti Þóri gjöf á blaðamannafundi eftir leik Þórir kvaddi norska liðið með Evróputitli Fyrstu verðlaun Ungverja í tólf ár Gísli og félagar gerðu ljónin að kisum Ísland keppir við Ísrael um sæti á HM Aðeins ein úr liði Þóris í stjörnuliði EM Mosfellingar stálu stigi í háspennuleik Spenna hjá lærisveinum Rúnars gegn Kiel Mikil spenna í Eyjum Ljóst hvar stórmótin í kringum HM á Íslandi verða „Eflaust fullur eftirsjár þegar þessu lýkur“ „Við erum frábærir sóknarlega“ Danmörk í úrslitaleikinn á móti Noregi Valsmenn enduðu taphrinuna Uppgjörið: Fram-Grótta 38-33 | Þorsteinn Gauti skaut Gróttu á kaf Síðasti leikur Þóris með þær norsku verður úrslitaleikur á EM Svíar tóku fimmta sætið Haukarnir hoppuðu upp töfluna og HK vann fallslaginn Sjötti sigurinn í röð hjá Janusi Daða og félögum Bikarleik frestað vegna óútkljáðs kærumáls Hauka og ÍBV „Það falla mörg tár á sunnudag“ Fjörutíu marka kvöld hjá stelpunum hans Þóris Guðjónssveinar réðu ekkert við Ómarslaust lið Magdeburgar Kristján Örn frábær í sigri í Íslendingaslag Óðinn markahæstur í sigri toppliðsins Dönsku stelpurnar í undanúrslitin Landsliðstreyjan ekki í sölu fyrir jól Sjá meira
Þórir stýrði norska landsliðinu í síðasta sinn þegar það vann Danmörku, 31-24, í úrslitaleik Evrópumótsins í Vín í gær. Þórir gerði Noreg að Ólympíumeisturum í sumar og tilkynnti svo að EM yrði hans síðasta mót með norska liðið. Þrátt fyrir talsverðar breytingar frá Ólympíuleikunum stóð Noregur uppi sem sigurvegari á EM. Mørk gat til að mynda ekki spilað með norska liðinu á EM þar sem hún er barnshafandi. Hún var þó þátttakandi í mótinu, sem álitsgjafi á Viaplay. Mørk talaði afar fallega um Þóri eftir sigurinn á Dönum í gær. „Ég er leið. Ég er hrærð. Þetta er endir á tímabili. Hann hefur haft ótrúlega mikið að segja við mig og allar hinar stelpurnar. Gull í dag; þetta hefði ekki getað verið betra. Hann er besti þjálfari í heimi,“ sagði Mørk. Tilfinningarnar báru hana svo ofurliði þegar Þórir mætti í settið hjá Viaplay eftir leikinn. „Ég er ótrúlega þakklát að hafa verið hluti af þessu. Þú hefur skipt öllu fyrir mig og ferilinn minn,“ sagði Mørk. Þórir var reyndar ekkert alltof sáttur við að Mørk hafi tekið að sér hlutverk sérfræðings á EM, þar sem hún væri enn að spila. Þórir stýrði norska liðinu á tuttugu stórmótum á fimmtán árum. Noregur vann til ellefu gullverðlauna á þeim. Silfurverðlaunin voru þrenn og bronsverðlaunin sömuleiðis.
EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Grét þegar Þórir mætti í settið: „Besti þjálfari í heimi“ Handbolti Afhenti Þóri gjöf á blaðamannafundi eftir leik Handbolti Draumur eða martröð Íslands á EM? „Þær eru rugl góðar“ Fótbolti Segja að Alexander-Arnold hafi hafnað þremur tilboðum frá Liverpool Enski boltinn Danska pressan óvægin: „Vandræðalegt, Danmörk!“ Handbolti Skrifaði fallegan pistil um Þóri: „Yfirvegaður, klár og þolinmóður maður“ Handbolti „Dætur mínar eru meiri Íslendingar heldur en Makedónar“ Körfubolti Sparkað eftir skelfilegt gengi Enski boltinn Keane segir Rashford að fara: „Lítur ekki vel út“ Enski boltinn Nunes valinn maður leiksins hjá BBC Enski boltinn Fleiri fréttir Danska pressan óvægin: „Vandræðalegt, Danmörk!“ Grét þegar Þórir mætti í settið: „Besti þjálfari í heimi“ Skrifaði fallegan pistil um Þóri: „Yfirvegaður, klár og þolinmóður maður“ Afhenti Þóri gjöf á blaðamannafundi eftir leik Þórir kvaddi norska liðið með Evróputitli Fyrstu verðlaun Ungverja í tólf ár Gísli og félagar gerðu ljónin að kisum Ísland keppir við Ísrael um sæti á HM Aðeins ein úr liði Þóris í stjörnuliði EM Mosfellingar stálu stigi í háspennuleik Spenna hjá lærisveinum Rúnars gegn Kiel Mikil spenna í Eyjum Ljóst hvar stórmótin í kringum HM á Íslandi verða „Eflaust fullur eftirsjár þegar þessu lýkur“ „Við erum frábærir sóknarlega“ Danmörk í úrslitaleikinn á móti Noregi Valsmenn enduðu taphrinuna Uppgjörið: Fram-Grótta 38-33 | Þorsteinn Gauti skaut Gróttu á kaf Síðasti leikur Þóris með þær norsku verður úrslitaleikur á EM Svíar tóku fimmta sætið Haukarnir hoppuðu upp töfluna og HK vann fallslaginn Sjötti sigurinn í röð hjá Janusi Daða og félögum Bikarleik frestað vegna óútkljáðs kærumáls Hauka og ÍBV „Það falla mörg tár á sunnudag“ Fjörutíu marka kvöld hjá stelpunum hans Þóris Guðjónssveinar réðu ekkert við Ómarslaust lið Magdeburgar Kristján Örn frábær í sigri í Íslendingaslag Óðinn markahæstur í sigri toppliðsins Dönsku stelpurnar í undanúrslitin Landsliðstreyjan ekki í sölu fyrir jól Sjá meira