Íraski herinn sagður vanbúinn og ófús guðsteinn bjarnason skrifar 27. maí 2015 09:30 Íraskir hermenn. Þessir standa vörð í Jurfal-Sakher, um 50 kílómetra suður af Bagdad. nordicphotos/AFP Eftir að vígasveitir Íslamska ríkisins náðu borginni Ramadi í Anbar-héraði nokkuð skyndilega á sitt vald fyrir rúmlega viku hafa Bandaríkjamenn sakað íraska herinn um skort á baráttuvilja: „Við getum þjálfað þá, við getum útvegað þeim herbúnað, en við getum ekki gefið þeim baráttuviljann,“ sagði Ashton Carter varnarmálaráðherra. Joe Biden, varaforseti Bandaríkjanna, dró þó í land eftir að Írakar brugðust ókvæða við þessum ásökunum. Hann sagði Bandaríkin vissulega gera sér grein fyrir hugrekki íraskra hermanna og þeim miklu fórnum sem þeir hafa fært. Nú hefur íraski herinn tilkynnt að gagnsókn sé hafin og stefnt sé að því að ná Ramadi aftur hið fyrsta úr höndum vígasveitanna. Jafnframt er reynt að leita svara við því hvers vegna íraski herinn flúði mótstöðulítið frá Ramadi þegar vígasveitirnar réðust inn í borgina, þótt herinn hefði verið með mun fjölmennara lið en innrásarsveitirnar. Samkvæmt samantekt á fréttavef þýska tímaritsins Der Spiegel eru það ekki síst írösk stjórnvöld sjálf sem bera ábyrgðina á því að herinn í súnnía-héruðum Íraks er vanbúinn til að takast á við vígasveitir Íslamska ríkisins. Ástæðan er gagnkvæm tortryggni sjía og súnnía. Súnníar búa einkum í Anbar-héraði í vesturhluta Írans en í höfuðborginni Bagdad eru stjórnvöld að mestu í höndum sjía-múslima. Ríkisstjórnin er sögð hafa verið treg til að útvega hersveitum súnnía öflug vopn. Afleiðingin er sú að Íslamska ríkið hefur náð góðum árangri á svæðum súnnía í Anbar-héraði í vesturhluta landsins en orðið lítt ágengt á svæðum sjía-múslima í suðausturhlutanum, hvað þá í hinum sjálfstæðu Kúrdahéruðum í norðurhlutanum þar sem vígasveitirnar hafa jafnan mætt harðri mótspyrnu. Súnníarnir í Anbar-héraði telja ríkisstjórnina í Bagdad hafa brugðist sér illilega og segjast sumir jafnvel frekar kjósa að búa við ofríki Íslamska ríkisins en afskiptaleysi stjórnarinnar í Bagdad. Bæði Bandaríkin og Íran hafa stutt stjórnina í Bagdad í baráttunni gegn vígasveitum Íslamska ríkisins. Bandaríkin hafa gert loftárásir og einnig útvegað sérsveitum íraska hersins þjálfun og búnað. Það eru þessar sérsveitir sem hafa borið hitann og þungann af baráttunni gegn Íslamska ríkinu. Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Innlent Fleiri fréttir Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Sjá meira
Eftir að vígasveitir Íslamska ríkisins náðu borginni Ramadi í Anbar-héraði nokkuð skyndilega á sitt vald fyrir rúmlega viku hafa Bandaríkjamenn sakað íraska herinn um skort á baráttuvilja: „Við getum þjálfað þá, við getum útvegað þeim herbúnað, en við getum ekki gefið þeim baráttuviljann,“ sagði Ashton Carter varnarmálaráðherra. Joe Biden, varaforseti Bandaríkjanna, dró þó í land eftir að Írakar brugðust ókvæða við þessum ásökunum. Hann sagði Bandaríkin vissulega gera sér grein fyrir hugrekki íraskra hermanna og þeim miklu fórnum sem þeir hafa fært. Nú hefur íraski herinn tilkynnt að gagnsókn sé hafin og stefnt sé að því að ná Ramadi aftur hið fyrsta úr höndum vígasveitanna. Jafnframt er reynt að leita svara við því hvers vegna íraski herinn flúði mótstöðulítið frá Ramadi þegar vígasveitirnar réðust inn í borgina, þótt herinn hefði verið með mun fjölmennara lið en innrásarsveitirnar. Samkvæmt samantekt á fréttavef þýska tímaritsins Der Spiegel eru það ekki síst írösk stjórnvöld sjálf sem bera ábyrgðina á því að herinn í súnnía-héruðum Íraks er vanbúinn til að takast á við vígasveitir Íslamska ríkisins. Ástæðan er gagnkvæm tortryggni sjía og súnnía. Súnníar búa einkum í Anbar-héraði í vesturhluta Írans en í höfuðborginni Bagdad eru stjórnvöld að mestu í höndum sjía-múslima. Ríkisstjórnin er sögð hafa verið treg til að útvega hersveitum súnnía öflug vopn. Afleiðingin er sú að Íslamska ríkið hefur náð góðum árangri á svæðum súnnía í Anbar-héraði í vesturhluta landsins en orðið lítt ágengt á svæðum sjía-múslima í suðausturhlutanum, hvað þá í hinum sjálfstæðu Kúrdahéruðum í norðurhlutanum þar sem vígasveitirnar hafa jafnan mætt harðri mótspyrnu. Súnníarnir í Anbar-héraði telja ríkisstjórnina í Bagdad hafa brugðist sér illilega og segjast sumir jafnvel frekar kjósa að búa við ofríki Íslamska ríkisins en afskiptaleysi stjórnarinnar í Bagdad. Bæði Bandaríkin og Íran hafa stutt stjórnina í Bagdad í baráttunni gegn vígasveitum Íslamska ríkisins. Bandaríkin hafa gert loftárásir og einnig útvegað sérsveitum íraska hersins þjálfun og búnað. Það eru þessar sérsveitir sem hafa borið hitann og þungann af baráttunni gegn Íslamska ríkinu.
Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Innlent Fleiri fréttir Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Sjá meira