Dansandi og létt á mörkum forma Magnús Guðmundsson skrifar 28. maí 2015 10:25 Sýningar þeirra Burrows og Fargion þykja sérstaklega skapandi og skemmtilegar. Það eru ófáir skemmtilegir viðburðir sem finna fjalirnar sínar í Tjarnarbíói þetta vorið. Skemmst er að minnast magnaðrar leiksýningar á Endatafli Becketts í samstarfi við Listahátíðina í Reykjavík, víðfrægs leikhóps Jo Strømgren kompani, listdanssýninga, tónlistarviðburða og sitthvers fleira skemmtilegs. Það er því skemmtilega viðeigandi að næstkomandi laugardagskvöld kl. 20 renna ýmis form saman í Tjarnarbíói en þá kynnir Reykjavik Dance Festival í samstarfi við Listahátíð í Reykjavík tvo dúetta eftir listamennina Jonathan Burrows og Matteo Fargion. Ásgerður G. Gunnarsdóttir hjá Reykjavík Dance Festival segir að þeir félagar séu að sönnu á heimsmælikvarða og mikill hvalreki fyrir okkur Íslendinga. „Það er sérstaklega gaman fyrir okkur í dansheiminum að fá hingað tvo karlmenn með sýningu – svona inn í þá flóru þar sem konur eru alla jafna í talsverðum meirihluta. Að auki þá er bakgrunnur þeirra í listum ólíkur og þeir nýta sér það líka til fulls. Burrows er klassískur ballettdansari og starfaði sem slíkur í mörg ár áður en hann sneri sér að kóreógrafíu. Fargion er hins vegar tónskáld sem fékk áhuga á listdansi og fór að sækja sér tíma í kóreógrafíu og þar kynntust þeir félagar. Þeir hafa svo verið að vinna saman allt frá 2002 og hafa verk þeirra notið mikillar hylli víða um heim. Það sem er einkum sérstakt við vinnu þeirra er að þeir vinna mikið út frá handriti og vinna líka mikið með rythma. Allt sem þeir gera er í raun hugsað í stærra samhengi. Fyrir þá sem þekkja ekki verk þeirra er rétt að benda fólki á að þau eru mjög skemmtileg og uppfull af góðum húmor. Verk þeirra leika á mörkum danslistar, tónlistar, „live art“ og kómedíu. Dúettar þeirra eru hnyttnir en á sama tíma ögrandi. Á síðustu tólf árum hafa þeir skapað röð dúetta þar sem þeir blanda saman formlegheitum klassískrar tónlistarsköpunar við opnari og oft anarkískari nálgun og hafa þessi verk skapað þeim gott orðspor á alþjóðavettvangi. Hér í Reykjavík munu þeir sýna elsta dúettinn sinn, Both Sitting Duet, og þann nýjasta, Body Not Fit For Purpose. Both Sitting Duet er frá árinu 2002, þar sem finna má frumlega blöndu af húmor og grimmum gáfum. Með því að sýna elsta og nýjasta verkið gefst áhorfendum því tækifæri til þess að sjá hvernig verk þeirra hafa þróast. Það hafa líka ýmsir íslenskir danshöfundar verið á námskeiðum hjá þeim félögum í gegnum tíðina og því gætir áhrifa þeirra hér eins og víða annars staðar í dansheiminum.“ Listahátíð í Reykjavík Menning Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Allt búið hjá Austin og Kaiu Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Það eru ófáir skemmtilegir viðburðir sem finna fjalirnar sínar í Tjarnarbíói þetta vorið. Skemmst er að minnast magnaðrar leiksýningar á Endatafli Becketts í samstarfi við Listahátíðina í Reykjavík, víðfrægs leikhóps Jo Strømgren kompani, listdanssýninga, tónlistarviðburða og sitthvers fleira skemmtilegs. Það er því skemmtilega viðeigandi að næstkomandi laugardagskvöld kl. 20 renna ýmis form saman í Tjarnarbíói en þá kynnir Reykjavik Dance Festival í samstarfi við Listahátíð í Reykjavík tvo dúetta eftir listamennina Jonathan Burrows og Matteo Fargion. Ásgerður G. Gunnarsdóttir hjá Reykjavík Dance Festival segir að þeir félagar séu að sönnu á heimsmælikvarða og mikill hvalreki fyrir okkur Íslendinga. „Það er sérstaklega gaman fyrir okkur í dansheiminum að fá hingað tvo karlmenn með sýningu – svona inn í þá flóru þar sem konur eru alla jafna í talsverðum meirihluta. Að auki þá er bakgrunnur þeirra í listum ólíkur og þeir nýta sér það líka til fulls. Burrows er klassískur ballettdansari og starfaði sem slíkur í mörg ár áður en hann sneri sér að kóreógrafíu. Fargion er hins vegar tónskáld sem fékk áhuga á listdansi og fór að sækja sér tíma í kóreógrafíu og þar kynntust þeir félagar. Þeir hafa svo verið að vinna saman allt frá 2002 og hafa verk þeirra notið mikillar hylli víða um heim. Það sem er einkum sérstakt við vinnu þeirra er að þeir vinna mikið út frá handriti og vinna líka mikið með rythma. Allt sem þeir gera er í raun hugsað í stærra samhengi. Fyrir þá sem þekkja ekki verk þeirra er rétt að benda fólki á að þau eru mjög skemmtileg og uppfull af góðum húmor. Verk þeirra leika á mörkum danslistar, tónlistar, „live art“ og kómedíu. Dúettar þeirra eru hnyttnir en á sama tíma ögrandi. Á síðustu tólf árum hafa þeir skapað röð dúetta þar sem þeir blanda saman formlegheitum klassískrar tónlistarsköpunar við opnari og oft anarkískari nálgun og hafa þessi verk skapað þeim gott orðspor á alþjóðavettvangi. Hér í Reykjavík munu þeir sýna elsta dúettinn sinn, Both Sitting Duet, og þann nýjasta, Body Not Fit For Purpose. Both Sitting Duet er frá árinu 2002, þar sem finna má frumlega blöndu af húmor og grimmum gáfum. Með því að sýna elsta og nýjasta verkið gefst áhorfendum því tækifæri til þess að sjá hvernig verk þeirra hafa þróast. Það hafa líka ýmsir íslenskir danshöfundar verið á námskeiðum hjá þeim félögum í gegnum tíðina og því gætir áhrifa þeirra hér eins og víða annars staðar í dansheiminum.“
Listahátíð í Reykjavík Menning Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Allt búið hjá Austin og Kaiu Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira