Viðskipti innlent

Áherslan verði á minni kostnað

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Greiningardeild Arion banka telur að hærri bætur gætu leitt til aukinnar verðbólgu.
Greiningardeild Arion banka telur að hærri bætur gætu leitt til aukinnar verðbólgu. fréttablaðið/Vilhelm
Greiningardeild Arion banka vonar að aðgerðir ríkisstjórnarinnar í húsnæðismálum muni einkum miða að því að lækka byggingarkostnað, með breytingum á byggingarreglugerð.

Daginn sem VR, Flóabandalagið og Stéttarfélag Vesturlands skrifuðu undir kjarasamninga boðaði ríkisstjórnin umtalsverðar breytingar á húsnæðiskerfinu, með uppbyggingu félagslegra íbúða, stuðning við almennan leigumarkað, stuðning við kaup á fyrstu íbúð og breytingar á byggingarreglugerð.

Auknar bætur fyrir eigendur eða leigjendur séu dýrar. Að auki sé ekki tryggt að þær verði til staðar í framtíðinni og því hvetji þær síður til nýbygginga. Þá muni þær lítið gagnast þeim sem á að hjálpa en fyrst og fremst birtast í hærra verði sem kyndi frekar undir verðbólgu.

Ríkisstjórnin hefur boðað uppbyggingu félagslegs leiguíbúðakerfis, með 2.300 íbúðum. Greiningardeild Arion banka segir að þetta sé flókin leið og málið sé vandmeðfarið.

Slíkt kerfi sé dýrt í uppbyggingu og ekki síður dýrt í rekstri. Þó sé ljóst að eftirspurnin sé til staðar þar sem hundruð manna eru á biðlistum, sem hafi lengst undanfarið. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×