Lífið

Rokktrommarinn fer í nuddnám

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Trommuleikarinn Egill Örn Rafnsson hlakkar til að setjast á skólabekk á nýjan leik.
Trommuleikarinn Egill Örn Rafnsson hlakkar til að setjast á skólabekk á nýjan leik. vísir/gva
„Ég hafði pælt í þessu síðan ég var unglingur en hef verið úti um allan heim að tromma og því enginn tími til að fara í skóla. Það er gaman að gera eitthvað nýtt í lífinu og nú er rétti tíminn,“ segir trommuleikarinn Egill Örn Rafnsson. Hann er á leið í nám á nuddbraut við Fjölbrautaskólann í Ármúla.

Egill hefur spilað með fjölda listamanna og er líklega best þekktur sem trommuleikari hljómsveita á borð við Sign, Himbrimi og með Bjartmari Guðlaugssyni.

Hann hefur undanfarin fjögur ár búið í London en flutti heim fyrr á þessu ári. Hann er spenntur fyrir náminu og fullur tilhlökkunar. „Ég hef ekki verið í skóla síðan ég var sextán ára gamall og var í Víðisstaðaskóla,“ segir Egill, en nú þegar hefur fjöldi félaga hans boðist til þess að vera tilraunardýr í nuddgreininni. „Félagarnir eru mjög sáttir og annar hver maður búinn að bjóðast til þess að vera tilraunardýr.“

Egill segist þó fara sjaldnar í nudd en hann langaði til. „Það kemur fyrir að ég fer í nudd en alls ekki nógu oft.“ Hann er þó hvergi nærri hættur að tromma. „Nuddið verður fínt með músíkinni.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×