Ískalt haf og enginn makríll Svavar Hávarðsson skrifar 8. júní 2015 07:00 Guðmundur J. Óskarsson, sérfræðingur hjá Hafró, segir að lækkun hita í efri lögum sjávar frá Suðausturlandi og vestur um fyrir Vestfirði nemi einni til einni og hálfri gráðu. Fréttablaðið/Óskar „Ekki einn einasta. Við höfum undanfarin ár alltaf fengið eitthvað af makríl og sérstaklega í fyrra. En hann sást ekki núna,“ segir Guðmundur J. Óskarsson, sérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun. Hann er nýkominn úr leiðangri sem hafði það markmið að mæla magn og útbreiðslu síldar fyrir austan land og kolmunna sunnan og vestan af landinu. Aðrar rannsóknir Hafrannsóknastofnunar sýndu að hitastig sjávar fyrir sunnan og vestan landið hefur ekki mælst lægra í 18 ár – eða síðan 1997. Átumagn í yfirborðslögum við landið var um eða undir langtímameðaltali. Sá leiðangur er liður í langtímavöktun á ástandi sjávar, næringarefnum, gróðri og átu á hafsvæðinu við Ísland. Athuganir voru gerðar á um 110 rannsóknastöðvum umhverfis landið, bæði á landgrunninu og utan þess. Guðmundur segir að lækkun hita í efri lögum sjávar frá Suðausturlandi og vestur um fyrir Vestfirði nemi einni til einni og hálfri gráðu. Það geti hins vegar breyst fljótt að yfirborðssjórinn hitni þegar tekur að hlýna að ráði.Engan makríl að sjá „En þetta er miklu kaldari sjór, sérstaklega hérna sunnan við landið. Við sjáum meiri sveiflur fyrir norðan,“ segir Guðmundur. Á Vestur, Norður- og Austurmiðum var átumagn undir meðallagi, en nálægt meðallagi fyrir sunnan sýna niðurstöður leiðangursins, en helstu ástæður makrílgengdar við Ísland eru taldar hlýnandi sjór og næg áta. Önnur kenning er þó að stofnstærðin ráði mestu um. Hvert forspárgildi þessara niðurstaðna er segist Guðmundur ekkert vilja velta fyrir sér. „Kannski er makríllinn einfaldlega seinna á ferðinni og gýs upp þegar hlýnar, en tekur undir að því hljóti að fylgja ónotatilfinning hjá hagsmunaaðilum að ekkert bólar enn á makrílnum – í ljósi þeirra gríðarlegu hagsmuna sem eru undir. Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
„Ekki einn einasta. Við höfum undanfarin ár alltaf fengið eitthvað af makríl og sérstaklega í fyrra. En hann sást ekki núna,“ segir Guðmundur J. Óskarsson, sérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun. Hann er nýkominn úr leiðangri sem hafði það markmið að mæla magn og útbreiðslu síldar fyrir austan land og kolmunna sunnan og vestan af landinu. Aðrar rannsóknir Hafrannsóknastofnunar sýndu að hitastig sjávar fyrir sunnan og vestan landið hefur ekki mælst lægra í 18 ár – eða síðan 1997. Átumagn í yfirborðslögum við landið var um eða undir langtímameðaltali. Sá leiðangur er liður í langtímavöktun á ástandi sjávar, næringarefnum, gróðri og átu á hafsvæðinu við Ísland. Athuganir voru gerðar á um 110 rannsóknastöðvum umhverfis landið, bæði á landgrunninu og utan þess. Guðmundur segir að lækkun hita í efri lögum sjávar frá Suðausturlandi og vestur um fyrir Vestfirði nemi einni til einni og hálfri gráðu. Það geti hins vegar breyst fljótt að yfirborðssjórinn hitni þegar tekur að hlýna að ráði.Engan makríl að sjá „En þetta er miklu kaldari sjór, sérstaklega hérna sunnan við landið. Við sjáum meiri sveiflur fyrir norðan,“ segir Guðmundur. Á Vestur, Norður- og Austurmiðum var átumagn undir meðallagi, en nálægt meðallagi fyrir sunnan sýna niðurstöður leiðangursins, en helstu ástæður makrílgengdar við Ísland eru taldar hlýnandi sjór og næg áta. Önnur kenning er þó að stofnstærðin ráði mestu um. Hvert forspárgildi þessara niðurstaðna er segist Guðmundur ekkert vilja velta fyrir sér. „Kannski er makríllinn einfaldlega seinna á ferðinni og gýs upp þegar hlýnar, en tekur undir að því hljóti að fylgja ónotatilfinning hjá hagsmunaaðilum að ekkert bólar enn á makrílnum – í ljósi þeirra gríðarlegu hagsmuna sem eru undir.
Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira