Ískalt haf og enginn makríll Svavar Hávarðsson skrifar 8. júní 2015 07:00 Guðmundur J. Óskarsson, sérfræðingur hjá Hafró, segir að lækkun hita í efri lögum sjávar frá Suðausturlandi og vestur um fyrir Vestfirði nemi einni til einni og hálfri gráðu. Fréttablaðið/Óskar „Ekki einn einasta. Við höfum undanfarin ár alltaf fengið eitthvað af makríl og sérstaklega í fyrra. En hann sást ekki núna,“ segir Guðmundur J. Óskarsson, sérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun. Hann er nýkominn úr leiðangri sem hafði það markmið að mæla magn og útbreiðslu síldar fyrir austan land og kolmunna sunnan og vestan af landinu. Aðrar rannsóknir Hafrannsóknastofnunar sýndu að hitastig sjávar fyrir sunnan og vestan landið hefur ekki mælst lægra í 18 ár – eða síðan 1997. Átumagn í yfirborðslögum við landið var um eða undir langtímameðaltali. Sá leiðangur er liður í langtímavöktun á ástandi sjávar, næringarefnum, gróðri og átu á hafsvæðinu við Ísland. Athuganir voru gerðar á um 110 rannsóknastöðvum umhverfis landið, bæði á landgrunninu og utan þess. Guðmundur segir að lækkun hita í efri lögum sjávar frá Suðausturlandi og vestur um fyrir Vestfirði nemi einni til einni og hálfri gráðu. Það geti hins vegar breyst fljótt að yfirborðssjórinn hitni þegar tekur að hlýna að ráði.Engan makríl að sjá „En þetta er miklu kaldari sjór, sérstaklega hérna sunnan við landið. Við sjáum meiri sveiflur fyrir norðan,“ segir Guðmundur. Á Vestur, Norður- og Austurmiðum var átumagn undir meðallagi, en nálægt meðallagi fyrir sunnan sýna niðurstöður leiðangursins, en helstu ástæður makrílgengdar við Ísland eru taldar hlýnandi sjór og næg áta. Önnur kenning er þó að stofnstærðin ráði mestu um. Hvert forspárgildi þessara niðurstaðna er segist Guðmundur ekkert vilja velta fyrir sér. „Kannski er makríllinn einfaldlega seinna á ferðinni og gýs upp þegar hlýnar, en tekur undir að því hljóti að fylgja ónotatilfinning hjá hagsmunaaðilum að ekkert bólar enn á makrílnum – í ljósi þeirra gríðarlegu hagsmuna sem eru undir. Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira
„Ekki einn einasta. Við höfum undanfarin ár alltaf fengið eitthvað af makríl og sérstaklega í fyrra. En hann sást ekki núna,“ segir Guðmundur J. Óskarsson, sérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun. Hann er nýkominn úr leiðangri sem hafði það markmið að mæla magn og útbreiðslu síldar fyrir austan land og kolmunna sunnan og vestan af landinu. Aðrar rannsóknir Hafrannsóknastofnunar sýndu að hitastig sjávar fyrir sunnan og vestan landið hefur ekki mælst lægra í 18 ár – eða síðan 1997. Átumagn í yfirborðslögum við landið var um eða undir langtímameðaltali. Sá leiðangur er liður í langtímavöktun á ástandi sjávar, næringarefnum, gróðri og átu á hafsvæðinu við Ísland. Athuganir voru gerðar á um 110 rannsóknastöðvum umhverfis landið, bæði á landgrunninu og utan þess. Guðmundur segir að lækkun hita í efri lögum sjávar frá Suðausturlandi og vestur um fyrir Vestfirði nemi einni til einni og hálfri gráðu. Það geti hins vegar breyst fljótt að yfirborðssjórinn hitni þegar tekur að hlýna að ráði.Engan makríl að sjá „En þetta er miklu kaldari sjór, sérstaklega hérna sunnan við landið. Við sjáum meiri sveiflur fyrir norðan,“ segir Guðmundur. Á Vestur, Norður- og Austurmiðum var átumagn undir meðallagi, en nálægt meðallagi fyrir sunnan sýna niðurstöður leiðangursins, en helstu ástæður makrílgengdar við Ísland eru taldar hlýnandi sjór og næg áta. Önnur kenning er þó að stofnstærðin ráði mestu um. Hvert forspárgildi þessara niðurstaðna er segist Guðmundur ekkert vilja velta fyrir sér. „Kannski er makríllinn einfaldlega seinna á ferðinni og gýs upp þegar hlýnar, en tekur undir að því hljóti að fylgja ónotatilfinning hjá hagsmunaaðilum að ekkert bólar enn á makrílnum – í ljósi þeirra gríðarlegu hagsmuna sem eru undir.
Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira