Lífið

Illa haldin af umbúðadýrkun

Guðrún Ansnes skrifar
Listamannsnafn Tinnu, Tinna Royal, kemur beint frá skyndibúðingnum víðfræga en hér sést hún með einu kleinuhringjalistaverka sinna sem hafa fallið vel í kramið.mynd/TinnaRós
Listamannsnafn Tinnu, Tinna Royal, kemur beint frá skyndibúðingnum víðfræga en hér sést hún með einu kleinuhringjalistaverka sinna sem hafa fallið vel í kramið.mynd/TinnaRós
Tinna segist afar hrifin af kleinuhringjum, ákvað að nýta þá í sköpun og mun einbeita sér að kleinuhringjalist í sumar.
„Ég dáist að öllum litum og poppaðri list, og eiginlega öllu sem ég get étið,“ segir Tinna Rós Þorsteinsdóttir, eða Tinna Royal eins og hún er iðulega kölluð, og kemur listamannsnafnið sannarlega beint frá búðingnum víðfræga.

Tinna hefur vakið athygli á samfélagsmiðlum fyrir býsna skemmtilega sköpun, en að eigin sögn er hún með umbúðadýrkun á háu stigi. „Ég dýrka til dæmis umbúðirnar utan af Royal-búðingnum,“ segir Tinna og segir ástæðuna meðal annars þá að þær hafi verið nær óbreyttar í fjöldamörg ár.

Tinna er hrifin af öllum litum og poppaðri list, en hér má sjá hina góðkunnu Bónus-plastpoka sem flestir kannast sjálfsagt við.
„Ég fór svo að spá í kleinuhringjum í námi mínu við Myndlistaskólann á Akureyri og hef hrifist mikið af þeim,“ segir hún og bætir við að þeir hafi eiginlega komið til hennar fyrir tilviljun. „Ég fann svo mikið af myndum í símanum mínum af dóttur minni að borða kleinuhringi og datt í hug að nýta þá í sköpun.“

Heldur betur hefur hlaupið á snærið hjá Tinnu, en kleinuhringirnir hafa nú getið sér gott orð sem nýjasta trendið á eldhúsborðum trendsetteranna. „Þetta gengur svo vel að ég ætla að einbeita mér að kleinuhringjalistinni í sumar,“ segir Tinna að lokum. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×