Erlent

Vilja skatt á tóbaksframleiðendur

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Heilbrigðissamtök á Bretlandi vilja aukna skattlagningu á tóbaksframleiðendur.
Heilbrigðissamtök á Bretlandi vilja aukna skattlagningu á tóbaksframleiðendur. nordicphotos/getty
Um 120 heilbrigðissamtök á Bretlandi undir forystu samtakanna Action on Smoking and Health lögðu í gær til aukinn skatt á tóbaksframleiðendur.

Samtökin vilja að allur peningur sem safnast með skattheimtunni renni beint í forvarnir gegn reykingum. Samtökin segja að þessar aðgerðir ættu að fækka reykingamönnum um tuttugu prósent á næstu árum.

Meðalverð á sígarettupakka á Bretlandi er um 1.600 krónur í dag, þar af fara rúmlega 1.200 í skatt. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×