Verðlaunaðir fyrir rannsóknir á áhrifum stofnana á auðlegð þjóða Kjartan Kjartansson skrifar 14. október 2024 11:40 Fulltrúar Nóbelsnefndarinnar undir glæru með myndum af verðlaunahöfunum þremur í hagfræði árið 2024. AP/Christine Olsson/TT News Agency Þrír hagfræðingar deila Nóbelsverðlaunum í hagfræði fyrir rannsóknir sem sýna hvaða þýðingu stofnanir samfélagsins hafa fyrir velgengni þess. Rannsóknir þeirra eru sagðar hafa varpað ljósi á hvers vegna sumum þjóðum vegnar vel en öðrum illa. Þeir Daron Acemoglu og Simon Johnson frá Tæknisháskóla Massachusetts (MIT) hlutu Nóbelsverðlaunin ásamt James A. Robinson frá Háskólanum í Chicago í Bandaríkjunum. Í rökstuðningi fyrir valinu segir að rannsóknir þremenninganna skýri hvers vegna ríki þar sem réttarríkið stendur höllum fæti og stofnanir eru veikar ná ekki að vaxa og dafna. Rannsóknir þeirra sýni ennfremur hvaða áhrif stofnanir samfélagsins hafi á velgengni þjóða. Þeir Acemoglu og Robinson skrifuðu saman bókina „Why Nations Fail: The Origins of Power, Prosperity and Poverty“ árið 2012. Í henni færðu þeir rök fyrir því að manngerð vandamál væru ástæða þess að sum ríki festust í fátæktargildru. Tóku þeir sem dæmi tvær landamæraborgir hvor sínu megin við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó sem deila sama landslagi, loftslagi og að stórum hluta uppruna og menningu. Þeir komust að þeirri niðurstöðu að bandarísku borginni vegnaði mun betur en þeirri mexíkósku vegna þess að bandaríska kerfið tryggði eignarrétt borgaranna og að þeir hefðu áhrif á stjórn samfélagsins. Acemoglu sagði í dag að rannsóknir þeirra sýndu fram á gildi lýðræðislegra stofnana. Lýðræðið sem slíkt væri þó ekki undralyf og mjög erfitt væri að koma því á þar sem það væri ekki fyrir. „Þegar maður bæti kosningum við, skapar það stundum átök,“ sagði Acemoglu þegar Nóbelsnefndin náði í skottið á honum eftir að hún tilkynnti um verðlaunahafana. Svíþjóð Stjórnsýsla Nóbelsverðlaun Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Innlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira
Þeir Daron Acemoglu og Simon Johnson frá Tæknisháskóla Massachusetts (MIT) hlutu Nóbelsverðlaunin ásamt James A. Robinson frá Háskólanum í Chicago í Bandaríkjunum. Í rökstuðningi fyrir valinu segir að rannsóknir þremenninganna skýri hvers vegna ríki þar sem réttarríkið stendur höllum fæti og stofnanir eru veikar ná ekki að vaxa og dafna. Rannsóknir þeirra sýni ennfremur hvaða áhrif stofnanir samfélagsins hafi á velgengni þjóða. Þeir Acemoglu og Robinson skrifuðu saman bókina „Why Nations Fail: The Origins of Power, Prosperity and Poverty“ árið 2012. Í henni færðu þeir rök fyrir því að manngerð vandamál væru ástæða þess að sum ríki festust í fátæktargildru. Tóku þeir sem dæmi tvær landamæraborgir hvor sínu megin við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó sem deila sama landslagi, loftslagi og að stórum hluta uppruna og menningu. Þeir komust að þeirri niðurstöðu að bandarísku borginni vegnaði mun betur en þeirri mexíkósku vegna þess að bandaríska kerfið tryggði eignarrétt borgaranna og að þeir hefðu áhrif á stjórn samfélagsins. Acemoglu sagði í dag að rannsóknir þeirra sýndu fram á gildi lýðræðislegra stofnana. Lýðræðið sem slíkt væri þó ekki undralyf og mjög erfitt væri að koma því á þar sem það væri ekki fyrir. „Þegar maður bæti kosningum við, skapar það stundum átök,“ sagði Acemoglu þegar Nóbelsnefndin náði í skottið á honum eftir að hún tilkynnti um verðlaunahafana.
Svíþjóð Stjórnsýsla Nóbelsverðlaun Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Innlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira