Endurreisnin fullkomnuð í Laugardalshöll Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. júní 2015 06:30 Strákarnir okkar fagna sigrinum í gær og eru á leið á EM í enn eitt skiptið. vísir/Ernir Ýmsar vangaveltur voru um það í aðdraganda leiksins gegn Svartfjallalandi hvort Ísland væri komið á EM í Póllandi eða ekki. Samkvæmt tölfræðinni var íslenska liðið ekki alveg öruggt með sæti í lokakeppninni en það þurfti ansi mikið að gerast til að svo yrði ekki. En íslensku strákarnir tóku þá skynsamlegu ákvörðun að treysta ekki á tölfræðina og rúlluðu yfir Svartfellinga frammi fyrir fullri Laugardalshöll í gær. Staðan var 19-11 í hálfleik og þegar yfir lauk munaði tólf mörkum á liðunum, 34-22. Farseðilinn til Póllands er því klár en þetta er í níunda sinn í röð sem Ísland verður með í lokakeppni EM. Einn maður hefur verið með á öllum þessum mótum, Guðjón Valur Sigurðsson, en EM í Póllandi verður hans nítjánda stórmót. Einstakur árangur hjá þessum magnaða íþróttamanni sem byrjaði leikinn í kvöld af miklum krafti, öfugt við leikinn í Ísrael á miðvikudaginn. Fyrirliðinn skoraði fjögur af fyrstu sex mörkum Íslands og gaf tóninn fyrir framhaldið. Sigurinn í gær fullkomnaði endurreisn íslenska handboltalandsliðsins eftir erfiða mánuði. Ísland tapaði sem kunnugt er fyrir Bosníu í umspilsleikjum um sæti á HM Katar en komst svo bakdyramegin inn á mótið. Íslenska liðið endaði í 11. sæti í Katar eftir misjafna spilamennsku. Þá voru íslensku strákarnir búnir að gera sér erfitt fyrir í riðlinum í undankeppni EM með því að tapa fyrir Svartfjallalandi á útivelli í nóvember á síðasta ári. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og það hefur verið allt annað að sjá íslenska liðið í síðustu fjórum leikjum í undankeppninni. Íslensku strákarnir byrjuðu á því að valta yfir Serbíu í Höllinni, 38-22, fylgdu því eftir með jafntefli við sama lið á útivelli, unnu svo tíu marka sigur á Ísrael í Tel Avív áður en þeir settu punktinn yfir i-ið með sigrinum á Svartfjallalandi. Íslenska liðið skoraði 32,8 mörk að meðaltali í þessum fjórum leikjum og fékk aðeins á sig 23,3 mörk.Aron Pálmarsson í leiknum í gær.vísir/ernirHugarfarið breyttist Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari þakkar breyttu hugarfari þennan viðsnúning á leik íslenska liðsins: „Þetta snerist um hugarfarið. Við spiluðum mjög vel á EM í Danmörku 2014 en það kom eitthvað þreytu- og vanmatsástand fyrir leikina gegn Bosníu, liði sem við héldum að við myndum vinna.“ „Við töpuðum því einvígi og umræðan í kringum HM í Katar var svolítið neikvæð. Þar vorum við mjög sveiflukenndir, áttum frábæra leiki inn á milli í bland við mjög lélega. Það var svolítið áfall fyrir okkur,“ sagði Aron. „Þegar við komum inn í Serbíu-verkefnið var hugarfarið allt annað og allir voru klárir á því um hvað þetta snerist,“ bætti Aron við. Hann segir að íslenska liðið hafi ákveðið að sækja aftur í grunngildin; baráttuna og fórnfýsina sem hefur skilað því svo langt í gegnum tíðina. En það spilar fleira inn í. Björgvin Páll Gústavsson hefur spilað glimrandi vel í íslenska markinu og samvinna þeirra Bjarka Más Gunnarssonar og Vignis Svavarssonar í miðri vörninni verður betri með hverjum leiknum. Vörnin og markvarslan hafa svo skilað íslenska liðinu fjölda marka úr hraðaupphlaupum sem vantaði í Katar. Og svo munar öllu að hafa Aron Pálmarsson heilan. Hann kann handbolta upp á tíu og spilaði eins og engill í gær, skoraði sex mörk og átti auk þess mýgrút af stoðsendingum á félaga sína.Það var kátt í Höllinni í gær.vísir/ernirGóð ára í kringum Ólafs Þá hefur innkoma Ólafs Stefánssonar í þjálfarateymið haft sitt að segja að sögn Arons: „Það var frábært að fá Óla inn. Hann er mikill liðsmaður og það er góð ára í kringum hann. Hann gefur leikmönnunum góð ráð og kemur inn með taktísk atriði.“ „Þjálfarateymið virkar rosalega vel og þessi samsetning hefur komið vel út,“ sagði Aron sem getur farið brosandi í sumarfrí; nýkrýndur Danmerkurmeistari með Kolding og búinn að koma Íslandi á EM. Það er þó enn óvíst hvort Aron verði áfram við stjórnvölinn hjá íslenska landsliðinu en það var á honum að skilja að það væri líklegra en ekki. Íslenski handboltinn Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Í beinni: Slavia Prag - Valur | Valskonur með augun á undanúrslitunum Handbolti Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Í beinni: Slavia Prag - Valur | Valskonur með augun á undanúrslitunum Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Sjá meira
Ýmsar vangaveltur voru um það í aðdraganda leiksins gegn Svartfjallalandi hvort Ísland væri komið á EM í Póllandi eða ekki. Samkvæmt tölfræðinni var íslenska liðið ekki alveg öruggt með sæti í lokakeppninni en það þurfti ansi mikið að gerast til að svo yrði ekki. En íslensku strákarnir tóku þá skynsamlegu ákvörðun að treysta ekki á tölfræðina og rúlluðu yfir Svartfellinga frammi fyrir fullri Laugardalshöll í gær. Staðan var 19-11 í hálfleik og þegar yfir lauk munaði tólf mörkum á liðunum, 34-22. Farseðilinn til Póllands er því klár en þetta er í níunda sinn í röð sem Ísland verður með í lokakeppni EM. Einn maður hefur verið með á öllum þessum mótum, Guðjón Valur Sigurðsson, en EM í Póllandi verður hans nítjánda stórmót. Einstakur árangur hjá þessum magnaða íþróttamanni sem byrjaði leikinn í kvöld af miklum krafti, öfugt við leikinn í Ísrael á miðvikudaginn. Fyrirliðinn skoraði fjögur af fyrstu sex mörkum Íslands og gaf tóninn fyrir framhaldið. Sigurinn í gær fullkomnaði endurreisn íslenska handboltalandsliðsins eftir erfiða mánuði. Ísland tapaði sem kunnugt er fyrir Bosníu í umspilsleikjum um sæti á HM Katar en komst svo bakdyramegin inn á mótið. Íslenska liðið endaði í 11. sæti í Katar eftir misjafna spilamennsku. Þá voru íslensku strákarnir búnir að gera sér erfitt fyrir í riðlinum í undankeppni EM með því að tapa fyrir Svartfjallalandi á útivelli í nóvember á síðasta ári. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og það hefur verið allt annað að sjá íslenska liðið í síðustu fjórum leikjum í undankeppninni. Íslensku strákarnir byrjuðu á því að valta yfir Serbíu í Höllinni, 38-22, fylgdu því eftir með jafntefli við sama lið á útivelli, unnu svo tíu marka sigur á Ísrael í Tel Avív áður en þeir settu punktinn yfir i-ið með sigrinum á Svartfjallalandi. Íslenska liðið skoraði 32,8 mörk að meðaltali í þessum fjórum leikjum og fékk aðeins á sig 23,3 mörk.Aron Pálmarsson í leiknum í gær.vísir/ernirHugarfarið breyttist Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari þakkar breyttu hugarfari þennan viðsnúning á leik íslenska liðsins: „Þetta snerist um hugarfarið. Við spiluðum mjög vel á EM í Danmörku 2014 en það kom eitthvað þreytu- og vanmatsástand fyrir leikina gegn Bosníu, liði sem við héldum að við myndum vinna.“ „Við töpuðum því einvígi og umræðan í kringum HM í Katar var svolítið neikvæð. Þar vorum við mjög sveiflukenndir, áttum frábæra leiki inn á milli í bland við mjög lélega. Það var svolítið áfall fyrir okkur,“ sagði Aron. „Þegar við komum inn í Serbíu-verkefnið var hugarfarið allt annað og allir voru klárir á því um hvað þetta snerist,“ bætti Aron við. Hann segir að íslenska liðið hafi ákveðið að sækja aftur í grunngildin; baráttuna og fórnfýsina sem hefur skilað því svo langt í gegnum tíðina. En það spilar fleira inn í. Björgvin Páll Gústavsson hefur spilað glimrandi vel í íslenska markinu og samvinna þeirra Bjarka Más Gunnarssonar og Vignis Svavarssonar í miðri vörninni verður betri með hverjum leiknum. Vörnin og markvarslan hafa svo skilað íslenska liðinu fjölda marka úr hraðaupphlaupum sem vantaði í Katar. Og svo munar öllu að hafa Aron Pálmarsson heilan. Hann kann handbolta upp á tíu og spilaði eins og engill í gær, skoraði sex mörk og átti auk þess mýgrút af stoðsendingum á félaga sína.Það var kátt í Höllinni í gær.vísir/ernirGóð ára í kringum Ólafs Þá hefur innkoma Ólafs Stefánssonar í þjálfarateymið haft sitt að segja að sögn Arons: „Það var frábært að fá Óla inn. Hann er mikill liðsmaður og það er góð ára í kringum hann. Hann gefur leikmönnunum góð ráð og kemur inn með taktísk atriði.“ „Þjálfarateymið virkar rosalega vel og þessi samsetning hefur komið vel út,“ sagði Aron sem getur farið brosandi í sumarfrí; nýkrýndur Danmerkurmeistari með Kolding og búinn að koma Íslandi á EM. Það er þó enn óvíst hvort Aron verði áfram við stjórnvölinn hjá íslenska landsliðinu en það var á honum að skilja að það væri líklegra en ekki.
Íslenski handboltinn Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Í beinni: Slavia Prag - Valur | Valskonur með augun á undanúrslitunum Handbolti Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Í beinni: Slavia Prag - Valur | Valskonur með augun á undanúrslitunum Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Sjá meira