Viðskipti innlent

Rennur saman við Landsbankann

Nadine Guðrún Yaghi skrifar
Stjórn Sparisjóðsins telur að með samrunanum verði óvissu eytt.
Stjórn Sparisjóðsins telur að með samrunanum verði óvissu eytt. Fréttablaðið/valli
Sparisjóður Norðurlands gerði samkomulag við Landsbankann í gær, þess efnis að hafinn verði undirbúningur að samruna þessara tveggja fjármálafyrirtækja undir merkjum Landsbankans.

Í tilkynningu frá Landsbankanum kemur fram að stjórn sparisjóðsins hafi leitaði til Landsbankans þann 9. júní 2015 til að kanna áhuga á samruna vegna óvissu um framtíð sjóðsins.

Sameinað fyrirtæki yrði rekið undir nafni Landsbankans og við samrunann rynnu allar eignir og skuldbindingar sparisjóðsins inn í Landsbankann og hann tæki við rekstri allra útibúa sjóðsins.

Eiginfjárhlutfall Sparisjóðs Norðurlands var 8,2 prósent í árslok 2014 sem er undir þeirri eiginfjárkröfu sem Fjármálaeftirlitið gerir til sparisjóðsins. Rekstur sjóðsins hefur verið viðunandi en niðurfærslur eigna í kjölfar endurmats þeirra hafa valdið neikvæðri rekstrarafkomu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×