Róbert vill kaupa Actavis Kjartan Atli Kjartansson skrifar 2. júlí 2015 07:00 Róbert Wessman Róbert Wessman, forstjóri lyfjafyrirtækisins Alvogen og fyrrverandi forstjóri Actavis, hefur lýst yfir áhuga sínum á að kaupa verksmiðju Actavis í Hafnarfirði. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins gerði Alvogen formlegt tilboð í verksmiðju Actavis fyrir um tveimur vikum. Actavis tilkynnti á mánudaginn að verksmiðjunni yrði lokað árið 2017 og að 300 störf myndu tapast. Róbert staðfestir við Fréttablaðið að tilboð í verksmiðjuna og sölustarfsemi Actavis hér á landi hafi verið lagt fram. „Við höfum lýst yfir áhuga á því að kaupa verksmiðjuna í Hafnarfirði en því miður hafa ekki náðst samningar. Það eru auðvitað dapurleg tíðindi ef þessi starfsemi leggst af en við teljum að hægt sé að finna rekstrargrundvöll fyrir verksmiðjuna hér á landi. Við höfum enn þá áhuga á að skoða kaup á þessari starfsemi en nauðsynlegt er að einhver framleiðsla fylgi með í þeim kaupum. Við höfðum hugsað okkur að íslenski markaðurinn fylgdi með.“ Róbert varð forstjóri Actavis á árinu 1999 þá aðeins 29 ára gamall en lét af störfum árið 2008 og hefur síðan leitt alþjóðlega uppbyggingu Alvogen sem hefur byggt upp starfsemi sína hér á landi. Róbert segist vilja gera allt sem hægt sé til að tryggja áframhaldandi rekstur verkmiðju Actavis. „Við teljum að verksmiðjan geti áfram verið samkeppnishæf og viljum nýta þá miklu þekkingu og reynslu sem hefur skapast innan fyrirtækisins.“ Ásdís Ýr Pétursdóttir, sviðsstjóri samskiptasviðs Actavis, segir það stefnu fyrirtækisins að tjá sig ekki um sögusagnir. Farið hafi verið yfir ýmsa möguleika en niðurstaðan hafi verið sú að flytja framleiðsluna til að tryggja áframhaldandi samkeppnishæfni. „Þegar svona ákvarðanir eru teknar erum við ávallt opin fyrir viðræðum við áhugasama aðila enda er í þessu tilfelli langur tími til stefnu. Ákvörðunin um flutning framleiðslunnar sem tilkynnt var um á mánudag hefur ekki áhrif á störf eða starfsemi verkmiðjunnar fyrr en fyrstu áfangar í flutningi framleiðslunnar hefjast í lok árs 2016 og fyrirhuguð lokun er ekki fyrr en um mitt ár 2017.“ Í janúar á síðasta ári tilkynnti Actavis um sölu á sjö markaðssvæðum fyrirtækisins í Vestur-Evrópu til indverska fyrirtækisins Aurobindo. Söluverð í þeim viðskiptum, samkvæmt fjölmörgum erlendum fjölmiðlum, var 30 milljónir evra, sem samsvara tæplega fjórum og hálfum milljarði króna. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er tilboð Alvogen álíka hátt. Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Róbert Wessman, forstjóri lyfjafyrirtækisins Alvogen og fyrrverandi forstjóri Actavis, hefur lýst yfir áhuga sínum á að kaupa verksmiðju Actavis í Hafnarfirði. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins gerði Alvogen formlegt tilboð í verksmiðju Actavis fyrir um tveimur vikum. Actavis tilkynnti á mánudaginn að verksmiðjunni yrði lokað árið 2017 og að 300 störf myndu tapast. Róbert staðfestir við Fréttablaðið að tilboð í verksmiðjuna og sölustarfsemi Actavis hér á landi hafi verið lagt fram. „Við höfum lýst yfir áhuga á því að kaupa verksmiðjuna í Hafnarfirði en því miður hafa ekki náðst samningar. Það eru auðvitað dapurleg tíðindi ef þessi starfsemi leggst af en við teljum að hægt sé að finna rekstrargrundvöll fyrir verksmiðjuna hér á landi. Við höfum enn þá áhuga á að skoða kaup á þessari starfsemi en nauðsynlegt er að einhver framleiðsla fylgi með í þeim kaupum. Við höfðum hugsað okkur að íslenski markaðurinn fylgdi með.“ Róbert varð forstjóri Actavis á árinu 1999 þá aðeins 29 ára gamall en lét af störfum árið 2008 og hefur síðan leitt alþjóðlega uppbyggingu Alvogen sem hefur byggt upp starfsemi sína hér á landi. Róbert segist vilja gera allt sem hægt sé til að tryggja áframhaldandi rekstur verkmiðju Actavis. „Við teljum að verksmiðjan geti áfram verið samkeppnishæf og viljum nýta þá miklu þekkingu og reynslu sem hefur skapast innan fyrirtækisins.“ Ásdís Ýr Pétursdóttir, sviðsstjóri samskiptasviðs Actavis, segir það stefnu fyrirtækisins að tjá sig ekki um sögusagnir. Farið hafi verið yfir ýmsa möguleika en niðurstaðan hafi verið sú að flytja framleiðsluna til að tryggja áframhaldandi samkeppnishæfni. „Þegar svona ákvarðanir eru teknar erum við ávallt opin fyrir viðræðum við áhugasama aðila enda er í þessu tilfelli langur tími til stefnu. Ákvörðunin um flutning framleiðslunnar sem tilkynnt var um á mánudag hefur ekki áhrif á störf eða starfsemi verkmiðjunnar fyrr en fyrstu áfangar í flutningi framleiðslunnar hefjast í lok árs 2016 og fyrirhuguð lokun er ekki fyrr en um mitt ár 2017.“ Í janúar á síðasta ári tilkynnti Actavis um sölu á sjö markaðssvæðum fyrirtækisins í Vestur-Evrópu til indverska fyrirtækisins Aurobindo. Söluverð í þeim viðskiptum, samkvæmt fjölmörgum erlendum fjölmiðlum, var 30 milljónir evra, sem samsvara tæplega fjórum og hálfum milljarði króna. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er tilboð Alvogen álíka hátt.
Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira