Ráðherra vill meira frelsi á leigubílamarkaði Nadine Guðrún Yaghi skrifar 7. júlí 2015 07:00 Ólöf Nordal vísir/ernir „Mér finnst æskilegt að huga að því hvort það sé ekki hægt að auka frelsi á þessum markaði. Ég er talsmaður þess en hef þó ekki tekið neina ákvörðun,“ segir Ólöf Nordal innanríkisráðherra um leigubílamarkaðinn. Fyrr á árinu var greint frá því að nýsköpunarfyrirtækið Uber hefði safnað nægilega mörgum undirskriftum til þess að hefja þjónustu sína í Reykjavík. Engin beiðni þess efnis hefur þó borist Samgöngustofu. Uber er snjallsímaforrit sem býður upp á óhefðbundna leigubílaþjónustu. Setji snjallsímaeigendur upp Uber-appið geta þeir fundið næsta bílstjóra og sýnir appið hversu langt er í hann. Greiðsla fer svo fram í gegnum appið. „Ég hef fylgst með Uber-flæðinu í útlöndum og er hrifin af því. Ég er þó ekki komin neitt af stað með að skoða það og veit ekki hvort það verði gert,“ segir Ólöf og bætir við að reglur á leigubílamarkaði á Íslandi séu mjög stífar. Verðið á Uber-þjónustu hefur reynst lægra en á hefðbundinni leigubílaþjónustu. Fyrirtækið starfrækir þjónustu sína í 250 borgum og hefur vaxið hratt að undanförnu. „Þetta er nýtt fyrirbæri sem mér finnst sjálfsagt að skoða,“ segir Ólöf sem lagði fram frumvarp á Alþingi fyrr á árinu um farþegaflutninga á landi í atvinnuskyni. Það náði ekki fram að ganga. „Það frumvarp tók ekki á þessu en við munum endurskoða frumvarpið á næstunni,“ segir Ólöf sem útilokar ekki að hún muni skoða hvort ástæða sé til að auka frelsi á umræddum markaði. Alþingi Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Innlent Fleiri fréttir „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Önnur aurskriða og vegurinn lokaður inn í nóttina Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Sjá meira
„Mér finnst æskilegt að huga að því hvort það sé ekki hægt að auka frelsi á þessum markaði. Ég er talsmaður þess en hef þó ekki tekið neina ákvörðun,“ segir Ólöf Nordal innanríkisráðherra um leigubílamarkaðinn. Fyrr á árinu var greint frá því að nýsköpunarfyrirtækið Uber hefði safnað nægilega mörgum undirskriftum til þess að hefja þjónustu sína í Reykjavík. Engin beiðni þess efnis hefur þó borist Samgöngustofu. Uber er snjallsímaforrit sem býður upp á óhefðbundna leigubílaþjónustu. Setji snjallsímaeigendur upp Uber-appið geta þeir fundið næsta bílstjóra og sýnir appið hversu langt er í hann. Greiðsla fer svo fram í gegnum appið. „Ég hef fylgst með Uber-flæðinu í útlöndum og er hrifin af því. Ég er þó ekki komin neitt af stað með að skoða það og veit ekki hvort það verði gert,“ segir Ólöf og bætir við að reglur á leigubílamarkaði á Íslandi séu mjög stífar. Verðið á Uber-þjónustu hefur reynst lægra en á hefðbundinni leigubílaþjónustu. Fyrirtækið starfrækir þjónustu sína í 250 borgum og hefur vaxið hratt að undanförnu. „Þetta er nýtt fyrirbæri sem mér finnst sjálfsagt að skoða,“ segir Ólöf sem lagði fram frumvarp á Alþingi fyrr á árinu um farþegaflutninga á landi í atvinnuskyni. Það náði ekki fram að ganga. „Það frumvarp tók ekki á þessu en við munum endurskoða frumvarpið á næstunni,“ segir Ólöf sem útilokar ekki að hún muni skoða hvort ástæða sé til að auka frelsi á umræddum markaði.
Alþingi Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Innlent Fleiri fréttir „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Önnur aurskriða og vegurinn lokaður inn í nóttina Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Sjá meira