

Aldraðir fái sömu hækkun og launþegar
Lífeyrir hækki í 321 þúsund
Aldraðir og öryrkjar eiga að mínu mati að fá 27-31 þúsund króna hækkun á lífeyri á mánuði frá TR frá 1. maí sl. og síðan á lífeyrir aldraðra og öryrkja að hækka í 300 þúsund krónur á mánuði á þremur árum eins og hjá verkafólki. Ég tel að vísu eðlilegra að lífeyrir hækki í 321 þúsund á mánuði í samræmi við neyslukönnun Hagstofunnar. Það er meðaltalsneysla einhleypinga í dag. Eldri borgarar þurfa sömu upphæð.
Hvers vegna tel ég að aldraðir og öryrkjar eigi að fá sömu hækkun og verkafólk? Jú, vegna þess að í lögum stendur að taka eigi mið af launabreytingum við ákvörðun lífeyris og lífeyrir aldrei að hækka minna en vísitala neysluverðs. Áður stóð í lögunum að hækka ætti lífeyri í samræmi við hækkun lágmarkslauna. Þegar orðalaginu var breytt sagði þáverandi forsætisráðherra, Davíð Oddsson, að nýja orðalagið væri hagstæðara öldruðum og öryrkjum. Með hliðsjón af þeirri yfirlýsingu tel ég að lífeyrisþegar eigi rétt á sömu kjarabótum og verkafólk nú.
Stjórnvöld þverskallast við
Það kemur ekki á óvart að stjórnvöld reyni að þverskallast við að greiða öldruðum og öryrkjum þá hækkun lífeyris sem þessum aðilum ber. Eins og fram kom í síðustu grein minni í Fréttablaðinu um kjör aldraðra hafa stjórnvöld ítrekað reynt að koma sér hjá því að greiða lífeyrisþegum lögbundnar hækkanir. Stjórnvöld hafa þverskallast við að greiða öldruðum og öryrkjum lögbundnar kjarabætur eða klipið duglega af þeim.
Mannréttindabrot að sniðganga lífeyrisþega
Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í viðtali í útvarpsþættinum Á Sprengisandi að ríkisstjórnin kæmist ekki upp með það að láta aldraða og öryrkja ekki fá kjarabætur eins og launþega. Og það er mergurinn málsins. Ríkisstjórnin getur þverskallast við í þessu efni og tafið málið eitthvað en hún kemst ekki hjá því að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja, þegar nálega allir launþegar landsins eru að fá kauphækkun. Það er hreint mannréttindabrot að neita lífeyrisþegum um hliðstæðar kjarabætur og launþegar fá. Fjármálaráðherra hefur verið of fljótur á sér þegar hann lýsti því yfir á Alþingi að aldraðir og öryrkjar fengju ekki hækkun lífeyris í kjölfar nýrra kjarasamninga.
Alþingi taki í taumana
Ef ríkisstjórnin leiðréttir ekki lífeyri aldraðra og öryrkja til samræmis við launabreytingar láglaunafólks verður Alþingi að taka í taumana, taka fram fyrir hendurnar á ríkisstjórninni og ákveða að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja til samræmis við launahækkanir verkafólks. Alþingi hefur valdið og þar er meirihluti fyrir þessari sjálfsögðu leiðréttingu.
Skoðun

Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu
Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar

Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það
Sveinn Ólafsson skrifar

Ef það er vilji, þá er vegur
Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar

Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum
Erna Magnúsdóttir skrifar

Af hverju lýgur Alma?
Arnar Sigurðsson skrifar

Snúið til betri vegar
Bragi Bjarnason skrifar

Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu?
Bjarni Már Magnússon skrifar

Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi
Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar

Forysta til framtíðar
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst?
Dagur B. Eggertsson skrifar

Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða?
Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar

Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla!
Ragnheiður Stephensen skrifar

Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR
Gísli Jafetsson skrifar

Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar
Elín Ýr Arnar skrifar

Hitler og Stalín, Pútín og Trump
Birgir Dýrfjörð skrifar

Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri
Kristján Kristjánsson skrifar

Bætt réttindi VR félaga frá áramótum
Halla Gunnarsdóttir skrifar

Leiðréttingar á staðhæfingum um mjólkurmarkaðinn og tollflokkun
Erna Bjarnadóttir skrifar

Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque
Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar

Traustur vinur getur gert voðaverk!
Arnrún María Magnúsdóttir skrifar

Hrós getur skipt sköpum
Ingrid Kuhlman skrifar

Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda
Elín Margrét Stefánsdóttir skrifar

Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands
Ragný Þóra Guðjohnsen skrifar

Vönduð vinnubrögð í umhverfismálum
Edda Sif Pind Aradóttir,Sævar Freyr Þráinsson skrifar

Jón og félagar eru farnir
Árni Guðmundsson skrifar

Gervigreind, uppfinningar og einkaleyfi
Einar Karl Friðriksson skrifar

Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru
Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir skrifar

Við lifum í skjóli hvers annars
Dagný Hængsdóttir Köhler skrifar

Halldór 01.03.2025
skrifar

COVID-19: 5 ár frá fyrsta smiti
Svandís Svavarsdóttir skrifar