Innlent

Gengið þvert yfir landið til góðs

Nadine Guðrún Yaghi skrifar
Rakel Ósk Snorradóttir og Eiríkur Finnur Sigursteinsson komin á Sprengisand eftir 31 kílómetra göngu.
Rakel Ósk Snorradóttir og Eiríkur Finnur Sigursteinsson komin á Sprengisand eftir 31 kílómetra göngu.
Hjálparsveit skáta í Garðabæ stendur nú fyrir áheitagöngu fyrir þau Eddu Björk Gunnarsdóttur og Eyþór Fannberg heitinn, sem hafa bæði barist hetjulega við krabbamein síðastliðið ár. Eyþór tapaði baráttunni í janúar á þessu ári.

Gangan fer fram dagana 6.-26. júlí og er gengið frá Skógum til Siglufjarðar, eða þvert yfir landið.

Hægt er að fylgjast með gönguferðinni á heimasíðu hjálparsveitarinnar og á fréttaveitu Facebook-síðu hjálparsveitarinnar.

Myndin er tekin síðastliðið laugardagskvöld þegar Rakel Ósk Snorradóttir og Eiríkur Finnur Sigursteinsson voru nýkomin í skálann Versali á Sprengisandi eftir 31 kílómetra langa dagleið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×