Erlent

Þeytast á hjólum um Frakkland

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Hundurinn var áhugasamari um myndavélina en hjólin.
Hundurinn var áhugasamari um myndavélina en hjólin. vísir/ap
Þetta er í 102. skiptið sem Tour de France-hjólreiðakeppnin fer fram en hún er af mörgum talin sú erfiðasta í heiminum.

Keppendur hjóla samtals 3.358 kílómetra leið á 21 degi. Lengstu dagleiðirnar eru 224 kílómetrar. Lagt var af stað í Utrecht í Hollandi 4. júlí en þaðan liggur leiðin meðal annars um Belgíu áður en hún endar 26. júlí í París.

Sem stendur er það Bretinn Chris Froome sem leiðir keppnina og klæðist hann því hinni eftirsóttu gulu treyju á næstu dagleið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×