Erlent

Victor Ponta kærður fyrir spillingu

Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar
Forsætisráðherrann er sakaður um skattsvik og peningaþvætti.
Forsætisráðherrann er sakaður um skattsvik og peningaþvætti. Fréttablaðið/AFP
Victor Ponta, forsætisráðherra Rúmeníu, hefur verið kærður fyrir víðtæka spillingu.

Hann sagði af sér sem formaður Jafnaðarmannaflokksins í Rúmeníu á sunnudaginn en starfar áfram sem forsætisráðherra.

Honum er gert að sök að hafa stundað skattsvik og peningaþvætti áður en hann tók við sem forsætisráðherra Rúmeníu árið 2012.

Þegar ásakanir um spillingu komu upp á yfirborðið fyrir nokkrum vikum kallaði Klaus Iohannis, forseti Rúmeníu, eftir því að Ponta segði af sér.

Ponta hefur neitað að segja af sér en hann nýtur þingverndar meirihluta Jafnaðarmannaflokksins og stuðningsflokka hans á rúmenska þinginu.

Stuðningsmenn Ponta segja að ásakanirnar og ákærurnar séu hluti af pólitískri herferð andstæðinga hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×