Erlent

226 ár frá áhlaupinu á Bastilluna

Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar
Fúlskeggjaður liðsmaður frönsku útlendingaherdeildarinnar tekur þátt í æfingu fyrir þjóðhátíðardaginn í dag.
Fúlskeggjaður liðsmaður frönsku útlendingaherdeildarinnar tekur þátt í æfingu fyrir þjóðhátíðardaginn í dag. vísir/ap
Bastilludagurinn, þjóðhátíðardagur Frakka, er haldinn hátíðlegur í dag víða um Frakkland.

Á Bastilludeginum fer fram elsta hersýning í Evrópu en hersveitir franska hersins auk bandamanna Frakklands ganga í dag fylktu liði um breiðgötuna Champs-Élysées í París. Hersýningin hefur verið haldin árlega í París frá árinu 1880 að undanskildum árunum 1940 til 1944 þegar Frakkland var hernumið af Þýskalandi. Á þeim árum fór hersýningin fram í Lundúnum undir handleiðslu de Gaulle hershöfðingja.

Fjöldi hermanna var við æfingar fyrir hátíðarhöldin í gær en dagurinn í dag markar upphaf frönsku byltingarinnar þegar byltingarmenn hertóku Bastillufangelsið í París árið 1789 til að komast yfir skotvopn og byssupúður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×