Sigga Lund snaraði sér úr fjölmiðlum yfir í fjárbúskap Guðrún Ansnes skrifar 16. júlí 2015 13:15 Sigga Lund Fjölmiðlakona og fjárbóndi. Afmælisbarn dagsins ætlar að bregða sér af bæ og smakka sushi á Seyðisfirði og skála jafnvel í hvítvíni.mynd/aðsend „Þetta þýðir bara að það séu fimm ár í fimmtugt, og það eru sko tímamót í lagi,“ segir Sigríður Lund Hermannsdóttir, sem flestir kannast við sem Siggu Lund fjölmiðlakonu. Afmælisbarn dagsins hefur sannarlega vent kvæði sínu í kross og titlast nú sem sauðfjárbóndi, en flestir landsmenn kannast við hana úr útvarpinu, svo sem þegar hún stjórnaði morgunþættinum Súper á FM957 við gríðargóðan orðstír. Nú hefur Sigga sest að á bænum Vaðbrekku í Jökuldal á Austurlandi, og kæmist að öllum líkindum ekki lengra frá Reykjavík. Þar dekrar hún við heimalninga og mokar skít svo eitthvað sé nefnt. „Þetta hefur verið mikil u-beygja sem ég hef tekið undanfarið árið. Ég hef búið í höfuðborginni alla mína hunds- og kattartíð, fyrir utan þegar ég var barn í Vestmannaeyjum,“ útskýrir hún. Sigga segir hlutskipti sitt nú að öllu leyti ólíkt því sem hún átti að venjast fyrir um ári. „Þetta er sannarlega áskorun fyrir mig, og ég viðurkenni fúslega að ég hef alveg hugsað með mér eftir að hafa lokið við að moka skítinn úr fjárhúsunum, hvað í ósköpunum ég sé að gera hérna, og hve mikið óskaplega væri fínt að hoppa inn í stúdíó og bjóða áheyrendum góðan dag í staðinn,“ segir Sigga og rekur upp hláturroku eins og henni einni er lagið. Segist Sigga þó býsna ánægð með stöðuna og finna sig vel í náttúrunni, enda mikið náttúrubarn. „Þetta er svo hollt. Maður fer að spá allt öðruvísi í hlutina og hvaðan þeir koma. Ég missti næstum andlitið þegar ég áttaði mig á að orðið tað þýðir hreinlega kúkur, og við kaupum okkur ægilega fínt taðreykt hangikjöt úr Melabúðinni án þess að láta hugann reika að einhverjum kúk,“ bendir Sigga réttilega á og skellir upp úr. „Ég er samt ekki búin að grafa mig niður hérna úti í buskanum fyrir austan, ég gæti alveg hugsað mér að eiga afturkvæmt í fjölmiðlabransann og verð líklega svolítið með annan fótinn í Reykjavík,“ bendir Sigga á og bætir við að hún eigi svo ljómandi fínan mann að svoleiðis bardús ætti alveg að geta gengið upp. Einhverra hluta vegna hefur Sigga verið lítið í að halda upp á afmælið sitt í gegnum tíðina, þótt hún elski að fá pakka og kveðjurnar líkt og mörg afmælisbörn. Hún bregður lítið út af vananum í þetta skiptið, en í tilefni dagsins segist Sigga ekki hafa planað nein ósköp. „Ég reikna með að bregða mér af bæ í dag og kíkja í sushi á nýjum veitingastað á Seyðisfirði,“ segir Sigga og kveðst nokkuð sátt við að fá frí frá lambakjötinu. Tengdar fréttir Sigga Lund í viðtali við Forbes „Í dag er ég bóndi með kærasta mínum og við eigum þrjú hundruð kindur.“ 30. september 2014 14:30 Sigga Lund rennblaut í sveitinni Sigga Lund útvarpskonan geðþekka sem býr nú á Vaðbrekku í Jökuldal með kærasta sínum þar sem hún tekst nú á við ný ævintýri sem fjárbóndi... 2. september 2014 08:45 Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hafa aldrei rifist Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Lífið Fleiri fréttir Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Afmælisbarn dagsins ætlar að bregða sér af bæ og smakka sushi á Seyðisfirði og skála jafnvel í hvítvíni.mynd/aðsend „Þetta þýðir bara að það séu fimm ár í fimmtugt, og það eru sko tímamót í lagi,“ segir Sigríður Lund Hermannsdóttir, sem flestir kannast við sem Siggu Lund fjölmiðlakonu. Afmælisbarn dagsins hefur sannarlega vent kvæði sínu í kross og titlast nú sem sauðfjárbóndi, en flestir landsmenn kannast við hana úr útvarpinu, svo sem þegar hún stjórnaði morgunþættinum Súper á FM957 við gríðargóðan orðstír. Nú hefur Sigga sest að á bænum Vaðbrekku í Jökuldal á Austurlandi, og kæmist að öllum líkindum ekki lengra frá Reykjavík. Þar dekrar hún við heimalninga og mokar skít svo eitthvað sé nefnt. „Þetta hefur verið mikil u-beygja sem ég hef tekið undanfarið árið. Ég hef búið í höfuðborginni alla mína hunds- og kattartíð, fyrir utan þegar ég var barn í Vestmannaeyjum,“ útskýrir hún. Sigga segir hlutskipti sitt nú að öllu leyti ólíkt því sem hún átti að venjast fyrir um ári. „Þetta er sannarlega áskorun fyrir mig, og ég viðurkenni fúslega að ég hef alveg hugsað með mér eftir að hafa lokið við að moka skítinn úr fjárhúsunum, hvað í ósköpunum ég sé að gera hérna, og hve mikið óskaplega væri fínt að hoppa inn í stúdíó og bjóða áheyrendum góðan dag í staðinn,“ segir Sigga og rekur upp hláturroku eins og henni einni er lagið. Segist Sigga þó býsna ánægð með stöðuna og finna sig vel í náttúrunni, enda mikið náttúrubarn. „Þetta er svo hollt. Maður fer að spá allt öðruvísi í hlutina og hvaðan þeir koma. Ég missti næstum andlitið þegar ég áttaði mig á að orðið tað þýðir hreinlega kúkur, og við kaupum okkur ægilega fínt taðreykt hangikjöt úr Melabúðinni án þess að láta hugann reika að einhverjum kúk,“ bendir Sigga réttilega á og skellir upp úr. „Ég er samt ekki búin að grafa mig niður hérna úti í buskanum fyrir austan, ég gæti alveg hugsað mér að eiga afturkvæmt í fjölmiðlabransann og verð líklega svolítið með annan fótinn í Reykjavík,“ bendir Sigga á og bætir við að hún eigi svo ljómandi fínan mann að svoleiðis bardús ætti alveg að geta gengið upp. Einhverra hluta vegna hefur Sigga verið lítið í að halda upp á afmælið sitt í gegnum tíðina, þótt hún elski að fá pakka og kveðjurnar líkt og mörg afmælisbörn. Hún bregður lítið út af vananum í þetta skiptið, en í tilefni dagsins segist Sigga ekki hafa planað nein ósköp. „Ég reikna með að bregða mér af bæ í dag og kíkja í sushi á nýjum veitingastað á Seyðisfirði,“ segir Sigga og kveðst nokkuð sátt við að fá frí frá lambakjötinu.
Tengdar fréttir Sigga Lund í viðtali við Forbes „Í dag er ég bóndi með kærasta mínum og við eigum þrjú hundruð kindur.“ 30. september 2014 14:30 Sigga Lund rennblaut í sveitinni Sigga Lund útvarpskonan geðþekka sem býr nú á Vaðbrekku í Jökuldal með kærasta sínum þar sem hún tekst nú á við ný ævintýri sem fjárbóndi... 2. september 2014 08:45 Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hafa aldrei rifist Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Lífið Fleiri fréttir Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Sigga Lund í viðtali við Forbes „Í dag er ég bóndi með kærasta mínum og við eigum þrjú hundruð kindur.“ 30. september 2014 14:30
Sigga Lund rennblaut í sveitinni Sigga Lund útvarpskonan geðþekka sem býr nú á Vaðbrekku í Jökuldal með kærasta sínum þar sem hún tekst nú á við ný ævintýri sem fjárbóndi... 2. september 2014 08:45
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið