Sækja um leyfi til gullleitar á Íslandi Ingvar Haraldsson skrifar 23. júlí 2015 07:00 Iceland Resources hefur sótt um leyfi til gulleitar við Hveragerði og á sjö öðrum stöðum á Íslandi. vísir/einar ólason Iceland Resources ehf. hefur sótt um leyfi hjá Orkustofnun til að leita að gulli og kopar norðan við Hveragerði, norðarlega í Héraðsflóa við Vopnafjörð og á sex öðrum stöðum á Íslandi. Vilhjálmur Þór Vilhjálmsson, stjórnarformaður og framkvæmdastjóri Iceland Resources, segir að gull hafi fundist á Íslandi en óljóst hvort gullið sé í vinnanlegu magni. „Ef við finnum fjölæðakerfi þá borgar sig að vinna það en ef það er bara ein æð þá borgar það sig ekki,“ segir Vilhjálmur. Fáist leyfi til gullleitar verður unnið úr upplýsingum sem til eru um svæðin og þau kortlögð, auk þess sem tekin verði yfirborðssýni úr jörðu að sögn Vilhjálms. „Ef þau líta vel út taka menn ákvarðanir um hvort það eigi að skjóta niður holum,“ segir hann. Kanadískt námufyrirtæki stendur að fjármögnun verkefnisins. Vilhjálmur vill ekki gefa upp hvaða fyrirtæki er um að ræða þar sem það sé skráð á hlutabréfamarkað og hafi ekki tilkynnt formlega um verkefnið.Vilhjálmur Þór Vilhjálmsson og kollegar hans að bora eftir kopar í Noregi.Vilhjálmur segir að langan tíma taki að koma námugreftri á fót. „Frá því að við byrjum rannsóknir eru að minnsta kosti átta ár í að farið verður að vinna eitthvað. Það getur líka vel verið að það finnist ekki neitt,“ segir Vilhjálmur. Vilhjálmur hefur áður komið að gullleit en North Atlantic Mining Associates, þar sem Vilhjálmur er einnig framkvæmdastjóri, fann gull við gröft í Þormóðsdal. „Það sem við fundum í Þormóðsdalnum sýnir að þessi jarðkerfi eru til á Íslandi,“ segir hann. Frekari rannsókna er þörf til að komast að því hvort borgi sig að vinna gullið í Þormóðsdal en til þess vantar fjármagn. „Við erum að reyna að halda lífi í verkefninu,“ segir Reinhard Reynisson, stjórnarformaður Málmís, en dótturfélag þess, Melmi, hefur staðið að gullleitinni. „Það voru aðilar sem ætluðu að koma inn í þetta en það gekk svo ekki upp,“ segir Reinhart. Reinhard segir engar formlegar viðræður í gangi en að reglulega sýni fjárfestar verkefninu áhuga. „Við erum með leyfi út næsta ár en það er bundið því að við getum hafið rannsóknir sem við ætluðum að gera á þessu ári,“ segir hann. Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Fleiri fréttir Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Sjá meira
Iceland Resources ehf. hefur sótt um leyfi hjá Orkustofnun til að leita að gulli og kopar norðan við Hveragerði, norðarlega í Héraðsflóa við Vopnafjörð og á sex öðrum stöðum á Íslandi. Vilhjálmur Þór Vilhjálmsson, stjórnarformaður og framkvæmdastjóri Iceland Resources, segir að gull hafi fundist á Íslandi en óljóst hvort gullið sé í vinnanlegu magni. „Ef við finnum fjölæðakerfi þá borgar sig að vinna það en ef það er bara ein æð þá borgar það sig ekki,“ segir Vilhjálmur. Fáist leyfi til gullleitar verður unnið úr upplýsingum sem til eru um svæðin og þau kortlögð, auk þess sem tekin verði yfirborðssýni úr jörðu að sögn Vilhjálms. „Ef þau líta vel út taka menn ákvarðanir um hvort það eigi að skjóta niður holum,“ segir hann. Kanadískt námufyrirtæki stendur að fjármögnun verkefnisins. Vilhjálmur vill ekki gefa upp hvaða fyrirtæki er um að ræða þar sem það sé skráð á hlutabréfamarkað og hafi ekki tilkynnt formlega um verkefnið.Vilhjálmur Þór Vilhjálmsson og kollegar hans að bora eftir kopar í Noregi.Vilhjálmur segir að langan tíma taki að koma námugreftri á fót. „Frá því að við byrjum rannsóknir eru að minnsta kosti átta ár í að farið verður að vinna eitthvað. Það getur líka vel verið að það finnist ekki neitt,“ segir Vilhjálmur. Vilhjálmur hefur áður komið að gullleit en North Atlantic Mining Associates, þar sem Vilhjálmur er einnig framkvæmdastjóri, fann gull við gröft í Þormóðsdal. „Það sem við fundum í Þormóðsdalnum sýnir að þessi jarðkerfi eru til á Íslandi,“ segir hann. Frekari rannsókna er þörf til að komast að því hvort borgi sig að vinna gullið í Þormóðsdal en til þess vantar fjármagn. „Við erum að reyna að halda lífi í verkefninu,“ segir Reinhard Reynisson, stjórnarformaður Málmís, en dótturfélag þess, Melmi, hefur staðið að gullleitinni. „Það voru aðilar sem ætluðu að koma inn í þetta en það gekk svo ekki upp,“ segir Reinhart. Reinhard segir engar formlegar viðræður í gangi en að reglulega sýni fjárfestar verkefninu áhuga. „Við erum með leyfi út næsta ár en það er bundið því að við getum hafið rannsóknir sem við ætluðum að gera á þessu ári,“ segir hann.
Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Fleiri fréttir Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Sjá meira