Sækja um leyfi til gullleitar á Íslandi Ingvar Haraldsson skrifar 23. júlí 2015 07:00 Iceland Resources hefur sótt um leyfi til gulleitar við Hveragerði og á sjö öðrum stöðum á Íslandi. vísir/einar ólason Iceland Resources ehf. hefur sótt um leyfi hjá Orkustofnun til að leita að gulli og kopar norðan við Hveragerði, norðarlega í Héraðsflóa við Vopnafjörð og á sex öðrum stöðum á Íslandi. Vilhjálmur Þór Vilhjálmsson, stjórnarformaður og framkvæmdastjóri Iceland Resources, segir að gull hafi fundist á Íslandi en óljóst hvort gullið sé í vinnanlegu magni. „Ef við finnum fjölæðakerfi þá borgar sig að vinna það en ef það er bara ein æð þá borgar það sig ekki,“ segir Vilhjálmur. Fáist leyfi til gullleitar verður unnið úr upplýsingum sem til eru um svæðin og þau kortlögð, auk þess sem tekin verði yfirborðssýni úr jörðu að sögn Vilhjálms. „Ef þau líta vel út taka menn ákvarðanir um hvort það eigi að skjóta niður holum,“ segir hann. Kanadískt námufyrirtæki stendur að fjármögnun verkefnisins. Vilhjálmur vill ekki gefa upp hvaða fyrirtæki er um að ræða þar sem það sé skráð á hlutabréfamarkað og hafi ekki tilkynnt formlega um verkefnið.Vilhjálmur Þór Vilhjálmsson og kollegar hans að bora eftir kopar í Noregi.Vilhjálmur segir að langan tíma taki að koma námugreftri á fót. „Frá því að við byrjum rannsóknir eru að minnsta kosti átta ár í að farið verður að vinna eitthvað. Það getur líka vel verið að það finnist ekki neitt,“ segir Vilhjálmur. Vilhjálmur hefur áður komið að gullleit en North Atlantic Mining Associates, þar sem Vilhjálmur er einnig framkvæmdastjóri, fann gull við gröft í Þormóðsdal. „Það sem við fundum í Þormóðsdalnum sýnir að þessi jarðkerfi eru til á Íslandi,“ segir hann. Frekari rannsókna er þörf til að komast að því hvort borgi sig að vinna gullið í Þormóðsdal en til þess vantar fjármagn. „Við erum að reyna að halda lífi í verkefninu,“ segir Reinhard Reynisson, stjórnarformaður Málmís, en dótturfélag þess, Melmi, hefur staðið að gullleitinni. „Það voru aðilar sem ætluðu að koma inn í þetta en það gekk svo ekki upp,“ segir Reinhart. Reinhard segir engar formlegar viðræður í gangi en að reglulega sýni fjárfestar verkefninu áhuga. „Við erum með leyfi út næsta ár en það er bundið því að við getum hafið rannsóknir sem við ætluðum að gera á þessu ári,“ segir hann. Mest lesið Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Iceland Resources ehf. hefur sótt um leyfi hjá Orkustofnun til að leita að gulli og kopar norðan við Hveragerði, norðarlega í Héraðsflóa við Vopnafjörð og á sex öðrum stöðum á Íslandi. Vilhjálmur Þór Vilhjálmsson, stjórnarformaður og framkvæmdastjóri Iceland Resources, segir að gull hafi fundist á Íslandi en óljóst hvort gullið sé í vinnanlegu magni. „Ef við finnum fjölæðakerfi þá borgar sig að vinna það en ef það er bara ein æð þá borgar það sig ekki,“ segir Vilhjálmur. Fáist leyfi til gullleitar verður unnið úr upplýsingum sem til eru um svæðin og þau kortlögð, auk þess sem tekin verði yfirborðssýni úr jörðu að sögn Vilhjálms. „Ef þau líta vel út taka menn ákvarðanir um hvort það eigi að skjóta niður holum,“ segir hann. Kanadískt námufyrirtæki stendur að fjármögnun verkefnisins. Vilhjálmur vill ekki gefa upp hvaða fyrirtæki er um að ræða þar sem það sé skráð á hlutabréfamarkað og hafi ekki tilkynnt formlega um verkefnið.Vilhjálmur Þór Vilhjálmsson og kollegar hans að bora eftir kopar í Noregi.Vilhjálmur segir að langan tíma taki að koma námugreftri á fót. „Frá því að við byrjum rannsóknir eru að minnsta kosti átta ár í að farið verður að vinna eitthvað. Það getur líka vel verið að það finnist ekki neitt,“ segir Vilhjálmur. Vilhjálmur hefur áður komið að gullleit en North Atlantic Mining Associates, þar sem Vilhjálmur er einnig framkvæmdastjóri, fann gull við gröft í Þormóðsdal. „Það sem við fundum í Þormóðsdalnum sýnir að þessi jarðkerfi eru til á Íslandi,“ segir hann. Frekari rannsókna er þörf til að komast að því hvort borgi sig að vinna gullið í Þormóðsdal en til þess vantar fjármagn. „Við erum að reyna að halda lífi í verkefninu,“ segir Reinhard Reynisson, stjórnarformaður Málmís, en dótturfélag þess, Melmi, hefur staðið að gullleitinni. „Það voru aðilar sem ætluðu að koma inn í þetta en það gekk svo ekki upp,“ segir Reinhart. Reinhard segir engar formlegar viðræður í gangi en að reglulega sýni fjárfestar verkefninu áhuga. „Við erum með leyfi út næsta ár en það er bundið því að við getum hafið rannsóknir sem við ætluðum að gera á þessu ári,“ segir hann.
Mest lesið Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira