Bakkað á bílinn og missa af Herjólfi Gunnar Leó Pálsson skrifar 25. júlí 2015 08:00 Auðunn Blöndal og Steindi JR. leggja ýmislegt á sig í myndbandinu. „Þetta voru erfiðustu tökur sem við höfum tekið þátt í. Við erum eiginlega búnir að vera á fullu í tökum frá því klukkan tíu á miðvikudagsmorgni og þangað til núna,“ segir fjölmiðlamaðurinn Auðunn Blöndal. Hann og Steindi Jr. hafa undanfarna daga verið í tökum fyrir nýtt tónlistarmyndband, sem er við Þjóðhátíðarlag þeirra félaga í útvarpsþættinum FM 95Blö. Lagið er tökulag en útgáfa Blö-bræðranna ber titilinn Ég fer á Þjóðhátíð. „Við lofuðum Þjóðhátíðarlagi, síðast tókum við Backstreet boys-lagið Incomplete en núna er það lagið Titanium. Ég, Steindi og Ásgeir úr StopWaitGo sömdum textann og þeir í StopWaitGo hjálpuðu okkar að útfæra þetta,“ segir Auddi um lagið. Egill Einarsson var þó megindrifkrafturinn í myndbandsgerðinni þó svo að hann hafi verið vant við látinn í tökunum. „Ástæðan fyrir því að við ákváðum að kýla á að gera myndband og lag var sú að Egill var alltaf að tuða í okkur um að við yrðum að vera með nýtt lag og myndband klárt fyrir Þjóðhátíð. Hann var samt staddur í 30 stiga hita á Tenerife með mojito þegar hann var að tuða í okkur, á meðan ég og Steindi þurftum að klífa fjöll og synda í sjó,“ segir Auddi um upphafið.Auðunn Blöndal og Steindi Jr. lofa góðu stuði á Þjóðhátíð.„Myndbandið fjallar um það að Steindi ætlaði að koma að sækja mig fyrir Þjóðhátíð en hann kemur of seint og við reynum allt sem við getum til þess að ná að komast á Þjóðhátíð, styttum okkur leiðir og ég veit ekki hvað og hvað,“ útskýrir Auddi. Þess má til gamans geta að söguþráður myndbandsins varð til í raun og veru því þeir félagar misstu af Herjólfi þegar þeir ætluðu til Vestmannaeyja til að skjóta hluta myndbandsins. „Við misstum af Herjólfi því Steindi var of seinn, hann fékk aldeilis að heyra það, kallinn. Við náðum samt að nýta tímann í aðrar tökur.“ Auddi lenti þó í smá hremmingum þegar í Landeyjahöfn var komið. „Það var bakkað á bílinn minn þannig að hann er klesstur. Ég þurfti að skilja hann eftir og við gerðum tjónaskýrsluna í Herjólfi,“ bætir Auddi við. Útvarpsþátturinn FM 95Blö verður sendur út beint frá veitingastaðnum 900 Grill í Eyjum næsta föstudag og þá ætla þeir félagar einnig að troða upp á Brekkusviðinu í dalnum. „Þetta er FM 95Blö og gestir. Þarna verða Steindi og Bent, Sverrir Bergmann, Egill Einarsson ætlar að dj-a og svo verðum við með leynigest. Ég lofa þéttri og óvæntri skemmtun,“ segir Auddi spurður út í atriðið þeirra á Þjóðhátíð. Myndbandið við Þjóðhátíðarlagið, sem framleitt er af framleiðsluteyminu IRIS, verður frumsýnt á Vísi um helgina. Mest lesið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Sjá meira
„Þetta voru erfiðustu tökur sem við höfum tekið þátt í. Við erum eiginlega búnir að vera á fullu í tökum frá því klukkan tíu á miðvikudagsmorgni og þangað til núna,“ segir fjölmiðlamaðurinn Auðunn Blöndal. Hann og Steindi Jr. hafa undanfarna daga verið í tökum fyrir nýtt tónlistarmyndband, sem er við Þjóðhátíðarlag þeirra félaga í útvarpsþættinum FM 95Blö. Lagið er tökulag en útgáfa Blö-bræðranna ber titilinn Ég fer á Þjóðhátíð. „Við lofuðum Þjóðhátíðarlagi, síðast tókum við Backstreet boys-lagið Incomplete en núna er það lagið Titanium. Ég, Steindi og Ásgeir úr StopWaitGo sömdum textann og þeir í StopWaitGo hjálpuðu okkar að útfæra þetta,“ segir Auddi um lagið. Egill Einarsson var þó megindrifkrafturinn í myndbandsgerðinni þó svo að hann hafi verið vant við látinn í tökunum. „Ástæðan fyrir því að við ákváðum að kýla á að gera myndband og lag var sú að Egill var alltaf að tuða í okkur um að við yrðum að vera með nýtt lag og myndband klárt fyrir Þjóðhátíð. Hann var samt staddur í 30 stiga hita á Tenerife með mojito þegar hann var að tuða í okkur, á meðan ég og Steindi þurftum að klífa fjöll og synda í sjó,“ segir Auddi um upphafið.Auðunn Blöndal og Steindi Jr. lofa góðu stuði á Þjóðhátíð.„Myndbandið fjallar um það að Steindi ætlaði að koma að sækja mig fyrir Þjóðhátíð en hann kemur of seint og við reynum allt sem við getum til þess að ná að komast á Þjóðhátíð, styttum okkur leiðir og ég veit ekki hvað og hvað,“ útskýrir Auddi. Þess má til gamans geta að söguþráður myndbandsins varð til í raun og veru því þeir félagar misstu af Herjólfi þegar þeir ætluðu til Vestmannaeyja til að skjóta hluta myndbandsins. „Við misstum af Herjólfi því Steindi var of seinn, hann fékk aldeilis að heyra það, kallinn. Við náðum samt að nýta tímann í aðrar tökur.“ Auddi lenti þó í smá hremmingum þegar í Landeyjahöfn var komið. „Það var bakkað á bílinn minn þannig að hann er klesstur. Ég þurfti að skilja hann eftir og við gerðum tjónaskýrsluna í Herjólfi,“ bætir Auddi við. Útvarpsþátturinn FM 95Blö verður sendur út beint frá veitingastaðnum 900 Grill í Eyjum næsta föstudag og þá ætla þeir félagar einnig að troða upp á Brekkusviðinu í dalnum. „Þetta er FM 95Blö og gestir. Þarna verða Steindi og Bent, Sverrir Bergmann, Egill Einarsson ætlar að dj-a og svo verðum við með leynigest. Ég lofa þéttri og óvæntri skemmtun,“ segir Auddi spurður út í atriðið þeirra á Þjóðhátíð. Myndbandið við Þjóðhátíðarlagið, sem framleitt er af framleiðsluteyminu IRIS, verður frumsýnt á Vísi um helgina.
Mest lesið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Sjá meira