Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri samskiptarisans Facebook, birti í gær tölfræði um notkun á samskiptamiðlum og þjónustum í hans eigu.
Samkvæmt tölunum sem Zuckerberg deildi nota 1,49 milljarðar manns Facebook. Þá nota 800 milljónir símaþjónustuna Whatsapp, 700 milljónir nota Messenger, skilaboðaforrit Facebook, og 300 milljónir nota Instagram.
Einnig kom fram að Zuckerberg hefur veitt milljarði manns aðgang að alnetinu í gegn um þjónustuna Internet.org, sem miðar að því að bjóða netþjónustu á lágu verði
Erlent