Ákvæði í samningnum sem tryggja að Íranar svindli ekki Guðsteinn Bjarnarsson skrifar 6. ágúst 2015 07:00 Bandaríkjaforseti segir Bandaríkjaþing nú þurfa að taka mikilvægustu ákvörðun sína í utanríkismálum frá því ákveðið var að ráðast inn í Írak. nordicphotos/AFP „Við skulum ekkert vera neitt að tipla í kringum þetta,“ sagði Barack Obama í gær: „Valkosturinn sem við stöndum frammi fyrir er á endanum milli viðræðna eða einhvers konar stríðs. Kannski ekki á morgun, kannski ekki eftir þrjá mánuði, en fljótlega.“ Hann sagði þetta í ræðu, sem hann flutti í háskóla í Washington, þar sem hann varði kjarnorkusamninginn við Íran og hvatti bandaríska þingið til þess að samþykkja hann. Hann vísaði til Íraksstríðsins, sem Bandaríkjamenn hafi anað út í og þurfi nú að kljást við afleiðingar þess. Nú séu þeir sömu, sem hvöttu til Írakstríðsins, að berjast gegn kjarnorkusamningnum við Íran. Röksemdir þeirra standist samt ekki nú frekar en þá. Harðasti andstæðingur samningsins er Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels. Hann hefur hvatt gyðinga á Bandaríkjaþingi til þess að greiða atkvæði gegn frumvarpinu: „Nú er tíminn til að standa upp og gera grein fyrir sér: Sýnið þessum hættulega samningi andstöðu,“ sagði hann í ávarpi á þriðjudag. Steve Israel, sem er áhrifamesti gyðingurinn í röðum demókrata á Bandaríkjaþingi, brást skjótt við og sagðist ekki ætla að greiða atkvæði með frumvarpinu. Nokkrir aðrir áhrifamiklir gyðingar á þingi hafa hins vegar sagst styðja samninginn. Reuters-fréttastofan skýrði í gær frá því að Wendy Sherman, aðalsamningamaður Bandaríkjanna gagnvart Íran, hefði sagt að Bandaríkjastjórn væri reiðubúin til þess að veita Ísrael frekari aðstoð í öryggismálum, vildi Netanjahú það. Obama sagði í ræðu sinni vel skiljanlegt að Ísraelsstjórn hefði miklar efasemdir um samninga við Íran, enda væru þar innanborðs ráðamenn sem bæði afneita helförinni og boða grímulaust gyðingahatur. Í samningnum væru hins vegar ákvæði, sem tryggðu að Íranar gætu ekki gengið á bak orða sinna: „Ef Íranar svindla, þá mun komast upp um þá,“ sagði Obama. Samningurinn var gerður í júlí síðastliðnum og verður borinn undir atkvæðagreiðslu á Bandaríkjaþingi í lok september. Samkvæmt samningnum draga Íranar verulega úr umfangi kjarnorkuáætlunar sinnar og gera alþjóðlegum eftirlitsmönnum kleift að fylgjast grannt með þróun mála þar, en í staðinn verður refsiaðgerðum gegn Íran aflétt. Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Sjá meira
„Við skulum ekkert vera neitt að tipla í kringum þetta,“ sagði Barack Obama í gær: „Valkosturinn sem við stöndum frammi fyrir er á endanum milli viðræðna eða einhvers konar stríðs. Kannski ekki á morgun, kannski ekki eftir þrjá mánuði, en fljótlega.“ Hann sagði þetta í ræðu, sem hann flutti í háskóla í Washington, þar sem hann varði kjarnorkusamninginn við Íran og hvatti bandaríska þingið til þess að samþykkja hann. Hann vísaði til Íraksstríðsins, sem Bandaríkjamenn hafi anað út í og þurfi nú að kljást við afleiðingar þess. Nú séu þeir sömu, sem hvöttu til Írakstríðsins, að berjast gegn kjarnorkusamningnum við Íran. Röksemdir þeirra standist samt ekki nú frekar en þá. Harðasti andstæðingur samningsins er Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels. Hann hefur hvatt gyðinga á Bandaríkjaþingi til þess að greiða atkvæði gegn frumvarpinu: „Nú er tíminn til að standa upp og gera grein fyrir sér: Sýnið þessum hættulega samningi andstöðu,“ sagði hann í ávarpi á þriðjudag. Steve Israel, sem er áhrifamesti gyðingurinn í röðum demókrata á Bandaríkjaþingi, brást skjótt við og sagðist ekki ætla að greiða atkvæði með frumvarpinu. Nokkrir aðrir áhrifamiklir gyðingar á þingi hafa hins vegar sagst styðja samninginn. Reuters-fréttastofan skýrði í gær frá því að Wendy Sherman, aðalsamningamaður Bandaríkjanna gagnvart Íran, hefði sagt að Bandaríkjastjórn væri reiðubúin til þess að veita Ísrael frekari aðstoð í öryggismálum, vildi Netanjahú það. Obama sagði í ræðu sinni vel skiljanlegt að Ísraelsstjórn hefði miklar efasemdir um samninga við Íran, enda væru þar innanborðs ráðamenn sem bæði afneita helförinni og boða grímulaust gyðingahatur. Í samningnum væru hins vegar ákvæði, sem tryggðu að Íranar gætu ekki gengið á bak orða sinna: „Ef Íranar svindla, þá mun komast upp um þá,“ sagði Obama. Samningurinn var gerður í júlí síðastliðnum og verður borinn undir atkvæðagreiðslu á Bandaríkjaþingi í lok september. Samkvæmt samningnum draga Íranar verulega úr umfangi kjarnorkuáætlunar sinnar og gera alþjóðlegum eftirlitsmönnum kleift að fylgjast grannt með þróun mála þar, en í staðinn verður refsiaðgerðum gegn Íran aflétt.
Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Sjá meira