Menning

Læknir við hljóðfærið

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
"Það sem fær mig til að æfa markvisst er að spila á tónleikum,“ segir Ágúst Ingi.
"Það sem fær mig til að æfa markvisst er að spila á tónleikum,“ segir Ágúst Ingi. Vísir/Vilhelm
Heyra má franskan blæ í verkum eftir Duruflé og Messiean, þýskan hljóm frá J.S. Bach og norræna hefð hjá Kjell Mørk Karlsen, á tónleikum í Hallgrímskirkju í dag sem hefjast klukkan 12.

Þar situr Ágúst Ingi Ágústsson læknir við hljóðfærið. Hann byrjaði á að mennta sig í orgelleik og lauk einleiksáfanga við Tónskóla þjóðkirkjunnar nokkrum dögum áður en hann flutti af landi brott vorið 2008 til framhaldsnáms í læknisfræði.

„Ég fékk frekar skyndilega námsstöðu í Danmörku og þurfti að flýta prófinu mínu,“ rifjar hann upp.

Nú starfar Ágúst Ingi sem sérfræðingur við sjúkrahúsið í Horsens en varði tveimur vikum af sumarfríinu á námskeiði í orgelleik í Montreal í Kanada.

Tónleikarnir hefjast klukkan 12 í dag og miðaverð er 2.000 krónur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.