Hundruð unglinga komin til Úteyjar Guðsteinn Bjarnason skrifar 7. ágúst 2015 07:00 Hópur ungmenna kom til Úteyjar í gær og verður þar um helgina á ungliðamóti norska Verkamannaflokksins. nordicphotos/AFP Ungliðabúðir norska Verkamannaflokksins verða haldnar í Útey í Noregi nú um helgina, fjórum árum eftir að Anders Behring Breivik myrti þar 69 manns. Starfsemin hefur legið þar niðri allar götur síðan, en nú er komin ný kynslóð sem segist ætla að endurheimta eyjuna. Jens Stoltenberg, sem var forsætisráðherra Noregs fyrir fjórum árum, segist vonast til þess að hægt verði að endurskapa að einhverju leyti stemninguna sem ríkti jafnan á ungliðahátíðum Verkamannaflokksins, þótt margir geti ekki hugsað sér að stíga þangað fæti eftir voðaverkin sem þar voru framin. Í viðtali við norska ríkisútvarpið segist Stoltenberg skilja að um þetta séu skiptar skoðanir: „En þetta snýst um að finna jafnvægi,“ sagði hann. Meira en þúsund ungmenni taka þátt í skemmtunum og stjórnmálanámskeiðum flokksins á eyjunni yfir helgina. Aðsóknin er meiri en þekktist áður fyrr. Athafnir helgarinnar hófust strax í gær á minningarathöfn um hryðjuverkin árið 2011, og síðan flutti Stoltenberg, sem nú er framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, ávarp. Lögreglumenn verða viðstaddir alla helgina til að tryggja öryggi ungmennanna, enda þótt lítil hætta þyki á því að eitthvað í líkingu við voðaverk Breiviks endurtaki sig. Breivik myrti 69 manns í Útey þegar hann gekk þar um, klæddur fatnaði sem minnti á lögreglubúning, og skaut af handahófi á fólk. Flestir hinna myrtu voru á unglingsaldri. Til eyjunnar hélt Breivik eftir að hafa myrt átta manns í Ósló, en þar kom hann sprengju fyrir við byggingu þar sem skrifstofur leiðtoga Verkamannaflokksins voru til húsa. Meira en 200 manns særðust þennan dag, 22. júlí árið 2011. Græna kaffihúsið, þar sem Breivik myrti nokkur ungmenni, hefur ekki verið endurnýjað þrátt fyrir að skotför sjáist þar enn. Þess í stað hefur það verið gert að eins konar safni eða minningarstað um hryðjuverkið. Breivik taldi sig þurfa að verja Noreg gegn „íslamsvæðingu“ og vonaðist til þess að voðaverkin myndu vekja fólk til meðvitundar um „hættuna“. Sjálfur var hann dæmdur í 21 árs fangelsi, sem hægt er að framlengja meðan enn þykir stafa hætta af honum. Hann afplánar dóminn í einangrun í fangelsinu í Ila, skammt frá Ósló. Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Sjá meira
Ungliðabúðir norska Verkamannaflokksins verða haldnar í Útey í Noregi nú um helgina, fjórum árum eftir að Anders Behring Breivik myrti þar 69 manns. Starfsemin hefur legið þar niðri allar götur síðan, en nú er komin ný kynslóð sem segist ætla að endurheimta eyjuna. Jens Stoltenberg, sem var forsætisráðherra Noregs fyrir fjórum árum, segist vonast til þess að hægt verði að endurskapa að einhverju leyti stemninguna sem ríkti jafnan á ungliðahátíðum Verkamannaflokksins, þótt margir geti ekki hugsað sér að stíga þangað fæti eftir voðaverkin sem þar voru framin. Í viðtali við norska ríkisútvarpið segist Stoltenberg skilja að um þetta séu skiptar skoðanir: „En þetta snýst um að finna jafnvægi,“ sagði hann. Meira en þúsund ungmenni taka þátt í skemmtunum og stjórnmálanámskeiðum flokksins á eyjunni yfir helgina. Aðsóknin er meiri en þekktist áður fyrr. Athafnir helgarinnar hófust strax í gær á minningarathöfn um hryðjuverkin árið 2011, og síðan flutti Stoltenberg, sem nú er framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, ávarp. Lögreglumenn verða viðstaddir alla helgina til að tryggja öryggi ungmennanna, enda þótt lítil hætta þyki á því að eitthvað í líkingu við voðaverk Breiviks endurtaki sig. Breivik myrti 69 manns í Útey þegar hann gekk þar um, klæddur fatnaði sem minnti á lögreglubúning, og skaut af handahófi á fólk. Flestir hinna myrtu voru á unglingsaldri. Til eyjunnar hélt Breivik eftir að hafa myrt átta manns í Ósló, en þar kom hann sprengju fyrir við byggingu þar sem skrifstofur leiðtoga Verkamannaflokksins voru til húsa. Meira en 200 manns særðust þennan dag, 22. júlí árið 2011. Græna kaffihúsið, þar sem Breivik myrti nokkur ungmenni, hefur ekki verið endurnýjað þrátt fyrir að skotför sjáist þar enn. Þess í stað hefur það verið gert að eins konar safni eða minningarstað um hryðjuverkið. Breivik taldi sig þurfa að verja Noreg gegn „íslamsvæðingu“ og vonaðist til þess að voðaverkin myndu vekja fólk til meðvitundar um „hættuna“. Sjálfur var hann dæmdur í 21 árs fangelsi, sem hægt er að framlengja meðan enn þykir stafa hætta af honum. Hann afplánar dóminn í einangrun í fangelsinu í Ila, skammt frá Ósló.
Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent