Hundruð unglinga komin til Úteyjar Guðsteinn Bjarnason skrifar 7. ágúst 2015 07:00 Hópur ungmenna kom til Úteyjar í gær og verður þar um helgina á ungliðamóti norska Verkamannaflokksins. nordicphotos/AFP Ungliðabúðir norska Verkamannaflokksins verða haldnar í Útey í Noregi nú um helgina, fjórum árum eftir að Anders Behring Breivik myrti þar 69 manns. Starfsemin hefur legið þar niðri allar götur síðan, en nú er komin ný kynslóð sem segist ætla að endurheimta eyjuna. Jens Stoltenberg, sem var forsætisráðherra Noregs fyrir fjórum árum, segist vonast til þess að hægt verði að endurskapa að einhverju leyti stemninguna sem ríkti jafnan á ungliðahátíðum Verkamannaflokksins, þótt margir geti ekki hugsað sér að stíga þangað fæti eftir voðaverkin sem þar voru framin. Í viðtali við norska ríkisútvarpið segist Stoltenberg skilja að um þetta séu skiptar skoðanir: „En þetta snýst um að finna jafnvægi,“ sagði hann. Meira en þúsund ungmenni taka þátt í skemmtunum og stjórnmálanámskeiðum flokksins á eyjunni yfir helgina. Aðsóknin er meiri en þekktist áður fyrr. Athafnir helgarinnar hófust strax í gær á minningarathöfn um hryðjuverkin árið 2011, og síðan flutti Stoltenberg, sem nú er framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, ávarp. Lögreglumenn verða viðstaddir alla helgina til að tryggja öryggi ungmennanna, enda þótt lítil hætta þyki á því að eitthvað í líkingu við voðaverk Breiviks endurtaki sig. Breivik myrti 69 manns í Útey þegar hann gekk þar um, klæddur fatnaði sem minnti á lögreglubúning, og skaut af handahófi á fólk. Flestir hinna myrtu voru á unglingsaldri. Til eyjunnar hélt Breivik eftir að hafa myrt átta manns í Ósló, en þar kom hann sprengju fyrir við byggingu þar sem skrifstofur leiðtoga Verkamannaflokksins voru til húsa. Meira en 200 manns særðust þennan dag, 22. júlí árið 2011. Græna kaffihúsið, þar sem Breivik myrti nokkur ungmenni, hefur ekki verið endurnýjað þrátt fyrir að skotför sjáist þar enn. Þess í stað hefur það verið gert að eins konar safni eða minningarstað um hryðjuverkið. Breivik taldi sig þurfa að verja Noreg gegn „íslamsvæðingu“ og vonaðist til þess að voðaverkin myndu vekja fólk til meðvitundar um „hættuna“. Sjálfur var hann dæmdur í 21 árs fangelsi, sem hægt er að framlengja meðan enn þykir stafa hætta af honum. Hann afplánar dóminn í einangrun í fangelsinu í Ila, skammt frá Ósló. Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent Val Kilmer er látinn Lífið „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Innlent Fleiri fréttir Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Sjá meira
Ungliðabúðir norska Verkamannaflokksins verða haldnar í Útey í Noregi nú um helgina, fjórum árum eftir að Anders Behring Breivik myrti þar 69 manns. Starfsemin hefur legið þar niðri allar götur síðan, en nú er komin ný kynslóð sem segist ætla að endurheimta eyjuna. Jens Stoltenberg, sem var forsætisráðherra Noregs fyrir fjórum árum, segist vonast til þess að hægt verði að endurskapa að einhverju leyti stemninguna sem ríkti jafnan á ungliðahátíðum Verkamannaflokksins, þótt margir geti ekki hugsað sér að stíga þangað fæti eftir voðaverkin sem þar voru framin. Í viðtali við norska ríkisútvarpið segist Stoltenberg skilja að um þetta séu skiptar skoðanir: „En þetta snýst um að finna jafnvægi,“ sagði hann. Meira en þúsund ungmenni taka þátt í skemmtunum og stjórnmálanámskeiðum flokksins á eyjunni yfir helgina. Aðsóknin er meiri en þekktist áður fyrr. Athafnir helgarinnar hófust strax í gær á minningarathöfn um hryðjuverkin árið 2011, og síðan flutti Stoltenberg, sem nú er framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, ávarp. Lögreglumenn verða viðstaddir alla helgina til að tryggja öryggi ungmennanna, enda þótt lítil hætta þyki á því að eitthvað í líkingu við voðaverk Breiviks endurtaki sig. Breivik myrti 69 manns í Útey þegar hann gekk þar um, klæddur fatnaði sem minnti á lögreglubúning, og skaut af handahófi á fólk. Flestir hinna myrtu voru á unglingsaldri. Til eyjunnar hélt Breivik eftir að hafa myrt átta manns í Ósló, en þar kom hann sprengju fyrir við byggingu þar sem skrifstofur leiðtoga Verkamannaflokksins voru til húsa. Meira en 200 manns særðust þennan dag, 22. júlí árið 2011. Græna kaffihúsið, þar sem Breivik myrti nokkur ungmenni, hefur ekki verið endurnýjað þrátt fyrir að skotför sjáist þar enn. Þess í stað hefur það verið gert að eins konar safni eða minningarstað um hryðjuverkið. Breivik taldi sig þurfa að verja Noreg gegn „íslamsvæðingu“ og vonaðist til þess að voðaverkin myndu vekja fólk til meðvitundar um „hættuna“. Sjálfur var hann dæmdur í 21 árs fangelsi, sem hægt er að framlengja meðan enn þykir stafa hætta af honum. Hann afplánar dóminn í einangrun í fangelsinu í Ila, skammt frá Ósló.
Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent Val Kilmer er látinn Lífið „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Innlent Fleiri fréttir Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Sjá meira
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent