Fleiri ökutækjum en reiðhjólum stolið Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 7. ágúst 2015 07:00 Hjól í óskilum Lögreglan leggur hald á fjöldann allan af hjólum sem fara á uppboð. Fréttablaðið/Arnþór „Í lok 2014 hefur nytjastuldum fjölgað eitthvað og hefur haldið áfram í ár og við höfum aðeins verið að reyna að vinna í því hvort að það sé hægt að sporna við þessu og koma auga á hvað veldur,“ segir Jónas Orri Jónasson félagsfræðingur hjá lögreglunni. Tilkynningum um reiðhjólaþjófnaði hefur fækkað umtalsvert undanfarin fjögur ár og tilkynningar um þjófnaði á ökutækjum hafa aukist undanfarin ár og eru orðnar fleiri en tilkynningar um reiðhjólaþjófnaði þar sem af er ári. Árið 2012 barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu 391 tilkynning um reiðhjólaþjófnaði fyrstu sex mánuði ársins samanborið við 227 tilkynningar fyrstu sex mánuði ársins í ár. Árið 2013 bárust 98 tilkynningar um stolin ökutæki fyrstu sex mánuði ársins en 235 tilkynningar fyrstu sex mánuði ársins í ár.Jóhann Karl ÞórissonVísir/ArnþórJónas segir erfitt að meta hvað veldur þessari breytingu á tilkynningum og það gæti allt eins verið tilviljun. „Það er áhugavert að sjá þessa breytingu en það er erfitt að koma með einhverja ástæðu fyrir því af hverju þetta er svona,“ segir hann. Jóhann Karl Þórsson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að sjaldan sé það þannig að ökutæki hverfi fyrir fullt og allt. „Það er sjaldan sem bílar hverfa alveg. Það er meira þannig að fólk fær hann kannski lánaðan í óleyfi og svo finnst hann einhvers staðar. Það er ekki verið að stela bílum og flytja þá úr landi.“ Hvað reiðhjólaþjófnað varðar segir Jóhann að það sé eitthvað um svartan markað með stolin reiðhjól. Hann segir að stundum handsami lögreglan einstaklinga sem hafi komist yfir nokkur dýr hjól með ólögmætum hætti og selji áfram á Bland.is. „Eigandinn liggur þá á Bland og svo þegar hjólið kemur inn þá lætur hann okkur vita. Og við mætum á staðinn og hirðum viðkomandi og framkvæmum húsleit og þá finnast oft fleiri hjól. Ég get ekki séð að það sé einhver þjófnaðarhringur í gangi en það eru einhverjir sem sjá sér hag í að stela hjólum og selja og svo er hinn almenni borgari að kaupa þýfið.“ Jóhann segir að hinn almenni borgari þurfi að hafa varann á þegar kemur að viðskiptum á vefjum eins og Bland. Flestir kaupi lögmæta vöru á Bland en þó sé algengt að þar gangi þýfi kaupum og sölum. Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Sjá meira
„Í lok 2014 hefur nytjastuldum fjölgað eitthvað og hefur haldið áfram í ár og við höfum aðeins verið að reyna að vinna í því hvort að það sé hægt að sporna við þessu og koma auga á hvað veldur,“ segir Jónas Orri Jónasson félagsfræðingur hjá lögreglunni. Tilkynningum um reiðhjólaþjófnaði hefur fækkað umtalsvert undanfarin fjögur ár og tilkynningar um þjófnaði á ökutækjum hafa aukist undanfarin ár og eru orðnar fleiri en tilkynningar um reiðhjólaþjófnaði þar sem af er ári. Árið 2012 barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu 391 tilkynning um reiðhjólaþjófnaði fyrstu sex mánuði ársins samanborið við 227 tilkynningar fyrstu sex mánuði ársins í ár. Árið 2013 bárust 98 tilkynningar um stolin ökutæki fyrstu sex mánuði ársins en 235 tilkynningar fyrstu sex mánuði ársins í ár.Jóhann Karl ÞórissonVísir/ArnþórJónas segir erfitt að meta hvað veldur þessari breytingu á tilkynningum og það gæti allt eins verið tilviljun. „Það er áhugavert að sjá þessa breytingu en það er erfitt að koma með einhverja ástæðu fyrir því af hverju þetta er svona,“ segir hann. Jóhann Karl Þórsson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að sjaldan sé það þannig að ökutæki hverfi fyrir fullt og allt. „Það er sjaldan sem bílar hverfa alveg. Það er meira þannig að fólk fær hann kannski lánaðan í óleyfi og svo finnst hann einhvers staðar. Það er ekki verið að stela bílum og flytja þá úr landi.“ Hvað reiðhjólaþjófnað varðar segir Jóhann að það sé eitthvað um svartan markað með stolin reiðhjól. Hann segir að stundum handsami lögreglan einstaklinga sem hafi komist yfir nokkur dýr hjól með ólögmætum hætti og selji áfram á Bland.is. „Eigandinn liggur þá á Bland og svo þegar hjólið kemur inn þá lætur hann okkur vita. Og við mætum á staðinn og hirðum viðkomandi og framkvæmum húsleit og þá finnast oft fleiri hjól. Ég get ekki séð að það sé einhver þjófnaðarhringur í gangi en það eru einhverjir sem sjá sér hag í að stela hjólum og selja og svo er hinn almenni borgari að kaupa þýfið.“ Jóhann segir að hinn almenni borgari þurfi að hafa varann á þegar kemur að viðskiptum á vefjum eins og Bland. Flestir kaupi lögmæta vöru á Bland en þó sé algengt að þar gangi þýfi kaupum og sölum.
Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Sjá meira