Menning

Fylgdu leiðbeiningum

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Reykjavíkurútgáfa Wiolators, þær Emilia, Þórdís Erla og Maria.
Reykjavíkurútgáfa Wiolators, þær Emilia, Þórdís Erla og Maria. Vísir/Andri Marinó
Við erum þrjár úr Wiolators-genginu að setja saman listaverkin eftir leiðbeiningum hinna fimm sem ekki komust til landsins. Teljumst vera Reykjavíkurútgáfan,“ segir Þórdís Erla Zoëga myndlistarmaður þar sem hún er að setja upp sýningu í Kunstschlagerstofu í Hafnarhúsinu sem opnuð verður í dag klukkan 15.

Hinar tvær dömurnar eru Emilia Bergmark frá Svíþjóð og Maria Gondek frá Danmörku.

Alþjóðlegi hópurinn Wiolators var stofnaður 2011 í Gerrit Rietveld Akademíunni í Amsterdam. Hann hefur tvístrast um alla Evrópu frá útskrift en heldur árlega sýningu í einhverju heimalandi meðlimanna. Þessi stendur til 21. ágúst.




Tengdar fréttir

Margslungið og magnað einleiksform

Hin árlega einleikjahátíð Act Alone stendur yfir á Suðureyri þessa dagana. Sigríður Jónsdóttir er útsendari Fréttablaðsins á staðnum. Hér lýsir hún upplifun sinni á fimmtudag, svo sem teknótöktum, Djáknanum á Myrká og einstaklega kómísku innskoti Jóns Við






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.