Fjörutíu féllu í valinn í röð árása skæruliða á Kabúl Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 10. ágúst 2015 07:00 Tugir létust í Kabúl um helgina eftir röð árása skæruliða á höfuðborg Afganistans. nordicphotos/afp Fjörutíu féllu í fjórum sprengjuárásum í Kabúl um helgina, sem fréttastofa Guardian kallar hina blóðugustu í afgönsku höfuðborginni í áraraðir. Flestir þeirra sem létust voru almennir borgarar og verðandi lögreglumenn. Atlantshafsbandalagið staðfesti einnig að einn úr þess röðum hefði fallið. Fyrsta árásin, og sú mannskæðasta, var sjálfsmorðsárás. Þá sprengdi talibani, klæddur í einkennisbúning lögreglu, sig í loft upp fyrir utan höfuðstöðvar lögregluskóla þar sem verðandi lögreglumenn biðu í röð eftir að komast inn. Nokkrum klukkustundum seinna sprungu tvær sprengjur norðan við alþjóðaflugvöll borgarinnar þegar árásarmenn réðust að herstöð Bandaríkjamanna, Camp Integrity. Einn hermaður lést auk átta almennra borgara og tveggja skæruliða samkvæmt tilkynningu Bandaríkjahers. Látni hermaðurinn er sá fimmti úr röðum Bandaríkjamanna sem fellur í Afganistan á árinu. Í kjölfar árásarinnar hringsóluðu herflugvélar Bandaríkjamanna yfir Kabúl. Bílsprengja sprakk þar að auki á laugardagsmorgun utan við herstöð Afgana í borginni, nærri miðborg Kabúl. Tuttugu féllu við sprenginguna og nokkur hundruð særðust, misalvarlega. Flestir hinna slösuðu leituðu læknisaðstoðar vegna glerbrota sem í þeim höfðu lent. „Öll þau tuttugu sem féllu í valinn voru almennir borgarar,“ segir Kabir Amiri, talsmaður sjúkrahúsa í Kabúl. Hin föllnu bætast í hóp fimm þúsund almennra borgara sem fallið hafa í átökum í Afganistan á þessu ári. Sameinuðu þjóðirnar greindu frá því að sex fyrstu mánuðir þessa árs hefðu verið þeir blóðugustu í Afganistan undanfarin ár. Sameinuðu þjóðirnar segja að breytt aðferðafræði skæruliða liggi að baki meira mannfalli, en nærri tvöfalt fleiri sjálfsmorðsárásir urðu í Kabúl á fyrri helmingi þessa árs en á síðasta hálfa ári á undan. Talsmaður talibana, Zabiullah Mujahed, lýsti yfir ábyrgð talibana á árásinni á lögreglumennina en tjáði sig ekki um hinar árásirnar þrjár. Talibanar tilkynntu um skipun nýs leiðtoga þeirra, Akhtars Mansour, eftir að ríkisstjórn Afgana tilkynnti um andlát þess fyrrverandi, Muhammads Omar. Mansour hafði verið aðstoðarmaður Omars undanfarin ár. Mest lesið Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Erlent Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Innlent Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Innlent Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Innlent Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Erlent Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Innlent Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni Innlent „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Innlent Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Innlent Fleiri fréttir Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Sjá meira
Fjörutíu féllu í fjórum sprengjuárásum í Kabúl um helgina, sem fréttastofa Guardian kallar hina blóðugustu í afgönsku höfuðborginni í áraraðir. Flestir þeirra sem létust voru almennir borgarar og verðandi lögreglumenn. Atlantshafsbandalagið staðfesti einnig að einn úr þess röðum hefði fallið. Fyrsta árásin, og sú mannskæðasta, var sjálfsmorðsárás. Þá sprengdi talibani, klæddur í einkennisbúning lögreglu, sig í loft upp fyrir utan höfuðstöðvar lögregluskóla þar sem verðandi lögreglumenn biðu í röð eftir að komast inn. Nokkrum klukkustundum seinna sprungu tvær sprengjur norðan við alþjóðaflugvöll borgarinnar þegar árásarmenn réðust að herstöð Bandaríkjamanna, Camp Integrity. Einn hermaður lést auk átta almennra borgara og tveggja skæruliða samkvæmt tilkynningu Bandaríkjahers. Látni hermaðurinn er sá fimmti úr röðum Bandaríkjamanna sem fellur í Afganistan á árinu. Í kjölfar árásarinnar hringsóluðu herflugvélar Bandaríkjamanna yfir Kabúl. Bílsprengja sprakk þar að auki á laugardagsmorgun utan við herstöð Afgana í borginni, nærri miðborg Kabúl. Tuttugu féllu við sprenginguna og nokkur hundruð særðust, misalvarlega. Flestir hinna slösuðu leituðu læknisaðstoðar vegna glerbrota sem í þeim höfðu lent. „Öll þau tuttugu sem féllu í valinn voru almennir borgarar,“ segir Kabir Amiri, talsmaður sjúkrahúsa í Kabúl. Hin föllnu bætast í hóp fimm þúsund almennra borgara sem fallið hafa í átökum í Afganistan á þessu ári. Sameinuðu þjóðirnar greindu frá því að sex fyrstu mánuðir þessa árs hefðu verið þeir blóðugustu í Afganistan undanfarin ár. Sameinuðu þjóðirnar segja að breytt aðferðafræði skæruliða liggi að baki meira mannfalli, en nærri tvöfalt fleiri sjálfsmorðsárásir urðu í Kabúl á fyrri helmingi þessa árs en á síðasta hálfa ári á undan. Talsmaður talibana, Zabiullah Mujahed, lýsti yfir ábyrgð talibana á árásinni á lögreglumennina en tjáði sig ekki um hinar árásirnar þrjár. Talibanar tilkynntu um skipun nýs leiðtoga þeirra, Akhtars Mansour, eftir að ríkisstjórn Afgana tilkynnti um andlát þess fyrrverandi, Muhammads Omar. Mansour hafði verið aðstoðarmaður Omars undanfarin ár.
Mest lesið Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Erlent Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Innlent Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Innlent Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Innlent Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Erlent Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Innlent Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni Innlent „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Innlent Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Innlent Fleiri fréttir Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Sjá meira